Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Sindri Sverrisson skrifar 19. apríl 2025 15:55 Sigurður Breki Kárason skoraði eitt marka KR í dag. Hilmar Þór Sigurður Breki Kárason, sem varð á dögunum yngsti leikmaður til að byrja leik í sögu efstu deildar karla í fótbolta á dögunum, skoraði eitt marka KR sem flaug áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Alexander Rafn Pálmason, yngsti leikmaður í sögu efstu deildar karla í fótbolta hér á landi, gerði sér lítið fyrir og skoraði tvennu í sama leik. Valsmenn komust einnig áfram, með sigri gegn Grindavík. Alexander, sem var aðeins 14 ára þegar hann spilaði fyrsta deildarleik sinn í fyrra, fagnaði 15 ára afmæli í síðustu viku. Hann skoraði svo tvö mörk og átti stóran þátt í sjálfsmarki gestanna í Vesturbænum í dag, í 11-0 risasigri KR gegn 5. deildarliði KÁ úr Hafnarfirði. Hinn 15 ára Skarphéðinn Gauti Ingimarsson var meðal táninga sem fengu mínútur í liði KR í dag.Hilmar Þór Alexander var ekki eini táningurinn sem skoraði fyrir KR í dag því hinn 15 ára gamli Sigurður Breki skoraði eitt mark. Hinn 18 ára gamli Róbert Elís Hlynsson, sem kom frá ÍR í vetur, gerði tvö mörk með skömmu millibili í seinni hálfleiknum. Fyrirliðinn Aron Sigurðarson skoraði einnig tvö mörk og þeir Guðmundur Andri Tryggvason, Luke Rae og Eiður Gauti Sæbjörnsson eitt mark hver. 🥛KR 11 - KÁ 0Mörkin úr leik KR gegn KÁ⚽️⚽️⚽️Alexander Rafn Pálmason⚽️⚽️Aron Sigurðarson⚽️⚽️ Róbert Elís Hlynsson⚽️Sigurður Breki Kárason⚽️Luke Rae⚽️Eiður Gauti Sæbjörnsson⚽️Guðmundur Andri Tryggvason pic.twitter.com/naWKIp8RUB— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 19, 2025 Adam Ægir skoraði í fyrsta leik Við Nettóhöllina í Reykjanesbæ unnu Valsmenn 3-1 sigur gegn Grindavík, eftir að staðan hafði verið jöfn, 1-1, í hálfleik. Norðmennirnir Marius Lundemo og Markus Nakkim, sem Valur fékk í vetur, skoruðu báðir fyrir Val í dag auk Adams Ægis Pálssonar sem er mættur aftur á Hlíðarenda frá Ítalíu og strax farinn að láta til sín taka. Adam Árni Róbertsson skoraði mark Lengjudeildarliðs Grindavíkur sem nú er fallið úr leik. 🥛Grindavík 1 - 3 Valur⚽️Marius Lundemo '20⚽️Adam Árni Róbertsson '45⚽️Markus Lund Nakkim '49⚽️ Adam Ægir Pálsson '78 pic.twitter.com/GopqOivRYV— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 19, 2025 Upplýsingar um markaskorara eru af Fótbolta.net. Af myndbandi má þó sjá að eitt marka KR, sem talið var mark Alexanders Rafns Pálmasonar, var sjálfsmark. Mjólkurbikar karla Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Knattspyrnumaðurinn Adam Ægir Pálsson leikur með Val í Bestu deildinni í sumar. Hann fékk sig lausan frá Ítalíu eftir strembna dvöl og er snúinn aftur á Hlíðarenda. 18. apríl 2025 11:02 Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Hinn fimmtán ára gamli Sigurður Breki Kárason er yngsti byrjunarliðsmaður í sögu efstu deildar en metið var áður í eigu Eiðs Smára Guðjohnsen, eins besta leikmanns Íslands frá upphafi. Óvænt ánægja að hans sögn. Hæfileikana fær hann frá móður sinni. 16. apríl 2025 07:33 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Alexander, sem var aðeins 14 ára þegar hann spilaði fyrsta deildarleik sinn í fyrra, fagnaði 15 ára afmæli í síðustu viku. Hann skoraði svo tvö mörk og átti stóran þátt í sjálfsmarki gestanna í Vesturbænum í dag, í 11-0 risasigri KR gegn 5. deildarliði KÁ úr Hafnarfirði. Hinn 15 ára Skarphéðinn Gauti Ingimarsson var meðal táninga sem fengu mínútur í liði KR í dag.Hilmar Þór Alexander var ekki eini táningurinn sem skoraði fyrir KR í dag því hinn 15 ára gamli Sigurður Breki skoraði eitt mark. Hinn 18 ára gamli Róbert Elís Hlynsson, sem kom frá ÍR í vetur, gerði tvö mörk með skömmu millibili í seinni hálfleiknum. Fyrirliðinn Aron Sigurðarson skoraði einnig tvö mörk og þeir Guðmundur Andri Tryggvason, Luke Rae og Eiður Gauti Sæbjörnsson eitt mark hver. 🥛KR 11 - KÁ 0Mörkin úr leik KR gegn KÁ⚽️⚽️⚽️Alexander Rafn Pálmason⚽️⚽️Aron Sigurðarson⚽️⚽️ Róbert Elís Hlynsson⚽️Sigurður Breki Kárason⚽️Luke Rae⚽️Eiður Gauti Sæbjörnsson⚽️Guðmundur Andri Tryggvason pic.twitter.com/naWKIp8RUB— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 19, 2025 Adam Ægir skoraði í fyrsta leik Við Nettóhöllina í Reykjanesbæ unnu Valsmenn 3-1 sigur gegn Grindavík, eftir að staðan hafði verið jöfn, 1-1, í hálfleik. Norðmennirnir Marius Lundemo og Markus Nakkim, sem Valur fékk í vetur, skoruðu báðir fyrir Val í dag auk Adams Ægis Pálssonar sem er mættur aftur á Hlíðarenda frá Ítalíu og strax farinn að láta til sín taka. Adam Árni Róbertsson skoraði mark Lengjudeildarliðs Grindavíkur sem nú er fallið úr leik. 🥛Grindavík 1 - 3 Valur⚽️Marius Lundemo '20⚽️Adam Árni Róbertsson '45⚽️Markus Lund Nakkim '49⚽️ Adam Ægir Pálsson '78 pic.twitter.com/GopqOivRYV— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 19, 2025 Upplýsingar um markaskorara eru af Fótbolta.net. Af myndbandi má þó sjá að eitt marka KR, sem talið var mark Alexanders Rafns Pálmasonar, var sjálfsmark.
Mjólkurbikar karla Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Knattspyrnumaðurinn Adam Ægir Pálsson leikur með Val í Bestu deildinni í sumar. Hann fékk sig lausan frá Ítalíu eftir strembna dvöl og er snúinn aftur á Hlíðarenda. 18. apríl 2025 11:02 Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Hinn fimmtán ára gamli Sigurður Breki Kárason er yngsti byrjunarliðsmaður í sögu efstu deildar en metið var áður í eigu Eiðs Smára Guðjohnsen, eins besta leikmanns Íslands frá upphafi. Óvænt ánægja að hans sögn. Hæfileikana fær hann frá móður sinni. 16. apríl 2025 07:33 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Knattspyrnumaðurinn Adam Ægir Pálsson leikur með Val í Bestu deildinni í sumar. Hann fékk sig lausan frá Ítalíu eftir strembna dvöl og er snúinn aftur á Hlíðarenda. 18. apríl 2025 11:02
Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Hinn fimmtán ára gamli Sigurður Breki Kárason er yngsti byrjunarliðsmaður í sögu efstu deildar en metið var áður í eigu Eiðs Smára Guðjohnsen, eins besta leikmanns Íslands frá upphafi. Óvænt ánægja að hans sögn. Hæfileikana fær hann frá móður sinni. 16. apríl 2025 07:33