Hæglætisveður um páskana Árni Sæberg skrifar 16. apríl 2025 09:06 Páskaveðrið verður með mestu ágætum í ár. Vísir/Arnar Víða verður allhvass vindur eða strekkingur í dag og á Norður- og Austurlandi verður snjókoma. Á morgun verður norðan kaldi eða stinningskaldi. Á föstudag lægir og rofar til fyrir norðan og um helgina er útlit fyrir hæglætis veður í flestum landshlutum. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands segir að lægðasvæði suðaustur af landinu og hæð yfir Grænlandi beini til landsins norðaustan- og norðanátt, víða verði allhvass vindur eða strekkingur í dag. Snjókomubakki verði viðloðandi á Austurlandi, sums staðar talsverð úrkoma á þeim slóðum fram eftir degi og færð gæti spillst á fjallvegum. Á norðvestanverðu landinu verði snjókoman slitróttari og suðvestanlands megi búast við þurru og björtu veðri. Hiti yfir daginn verið frá frostmarki norðaustantil upp í níu stig við suðurströndina. Síðdegis fari að draga úr ofankomu. Norðan kaldi eða stinningskaldi verði á morgun og víða él, en yfirleitt þurrt sunnantil. Hiti verði um eða undir frostmarki, en eitt til sex stig sunnanlands yfir daginn. Á föstudag lægi og rofi til fyrir norðan, og um helgina sé útlit fyrir hæglætisveður í flestum landshlutum. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Í dag: Norðaustan og norðan 10-18 m/s. Snjókoma á Austurlandi, og él norðvestanlands, en þurrt um landið suðvestanvert. Fer að draga úr ofankomu síðdegis. Hiti yfir daginn frá frostmarki norðaustantil upp í 9 stig við suðurströndina. Á morgun: Norðan 8-13 og víða él, en yfirleitt þurrt sunnantil. Hiti um eða undir frostmarki, en 1 til 6 stig sunnanlands yfir daginn. Á föstudag (föstudagurinn langi): Norðan 5-13 m/s, en hægari eftir hádegi. Skýjað að mestu norðan- og austantil, en léttir til síðdegis. Yfirleitt bjart sunnan- og vestanlands. Hiti yfir daginn frá frostmarki norðaustantil upp í 8 stig sunnan heiða, en allvíða næturfrost. Á laugardag: Hæg austlæg eða breytileg átt og víða bjartviðri, en skýjað með köflum við ströndina. Stöku skúrir eða él vestast. Hiti breytist lítið. Á sunnudag (páskadagur): Austan strekkingur syðst á landinu, annars hægari vindur. Víða þurrt og bjart veður, en skýjað austantil og á Ströndum. Hiti áfram svipaður. Á mánudag (annar í páskum): Austlæg átt, skýjað með köflum og dálítil væta á stöku stað, en bjart að mestu á Norðurlandi. Hiti 0 til 8 stig yfir daginn, hlýjast sunnan- og suðvestantil. Á þriðjudag: Útlit fyrir austlæga eða breytilega átt. Skýjað að mestu og sums staðar lítilsháttar rigning eða slydda, en úrkomumeira austantil um kvöldið. Heldur hlýnandi. Veður Páskar Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Sjá meira
Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands segir að lægðasvæði suðaustur af landinu og hæð yfir Grænlandi beini til landsins norðaustan- og norðanátt, víða verði allhvass vindur eða strekkingur í dag. Snjókomubakki verði viðloðandi á Austurlandi, sums staðar talsverð úrkoma á þeim slóðum fram eftir degi og færð gæti spillst á fjallvegum. Á norðvestanverðu landinu verði snjókoman slitróttari og suðvestanlands megi búast við þurru og björtu veðri. Hiti yfir daginn verið frá frostmarki norðaustantil upp í níu stig við suðurströndina. Síðdegis fari að draga úr ofankomu. Norðan kaldi eða stinningskaldi verði á morgun og víða él, en yfirleitt þurrt sunnantil. Hiti verði um eða undir frostmarki, en eitt til sex stig sunnanlands yfir daginn. Á föstudag lægi og rofi til fyrir norðan, og um helgina sé útlit fyrir hæglætisveður í flestum landshlutum. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Í dag: Norðaustan og norðan 10-18 m/s. Snjókoma á Austurlandi, og él norðvestanlands, en þurrt um landið suðvestanvert. Fer að draga úr ofankomu síðdegis. Hiti yfir daginn frá frostmarki norðaustantil upp í 9 stig við suðurströndina. Á morgun: Norðan 8-13 og víða él, en yfirleitt þurrt sunnantil. Hiti um eða undir frostmarki, en 1 til 6 stig sunnanlands yfir daginn. Á föstudag (föstudagurinn langi): Norðan 5-13 m/s, en hægari eftir hádegi. Skýjað að mestu norðan- og austantil, en léttir til síðdegis. Yfirleitt bjart sunnan- og vestanlands. Hiti yfir daginn frá frostmarki norðaustantil upp í 8 stig sunnan heiða, en allvíða næturfrost. Á laugardag: Hæg austlæg eða breytileg átt og víða bjartviðri, en skýjað með köflum við ströndina. Stöku skúrir eða él vestast. Hiti breytist lítið. Á sunnudag (páskadagur): Austan strekkingur syðst á landinu, annars hægari vindur. Víða þurrt og bjart veður, en skýjað austantil og á Ströndum. Hiti áfram svipaður. Á mánudag (annar í páskum): Austlæg átt, skýjað með köflum og dálítil væta á stöku stað, en bjart að mestu á Norðurlandi. Hiti 0 til 8 stig yfir daginn, hlýjast sunnan- og suðvestantil. Á þriðjudag: Útlit fyrir austlæga eða breytilega átt. Skýjað að mestu og sums staðar lítilsháttar rigning eða slydda, en úrkomumeira austantil um kvöldið. Heldur hlýnandi.
Veður Páskar Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Sjá meira