Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Lovísa Arnardóttir skrifar 16. apríl 2025 06:57 Flóttamenn sem var bjargað við Lanzarote við Spán í janúar á þessu ári. Lanzarote er við Kanaríeyjar en smyglarar hafa í auknum mæli sótt þangað með flóttafólk. Vísir/EPA Flóttafólki hefur fækkað verulega við landamæri Evópu á árinu. Á fyrsta ársfjórðungi fækkaði óreglulegri för yfir landamæri Evrópu um alls 30 prósent í samanburði við sama tímabil í fyrra. Alls komu 33.600 færri flóttamenn til Evrópu en á sama tíma í fyrra. Í frétt Guardian um málið kemur fram að breytingin hafi verið mest í Albaníu, Serbíu, Svartfjallalandi og Norður-Makedóníu. Breytinguna má sjá á öllum helstu flóttamannaleiðum í Evrópu samkvæmt tilkynningu Frontex, Landamærastofnun Evrópu. Fjallað var um málið í nýju fréttabréfi ríkislögreglustjóra í gær. Þar kom fram að óregluleg för hefði snarlækkað og að samvinna Evrópusambandsins og ýmissa félagasamtaka gegn smygli á fólki hefði stuðlað að því. Þá kom fram að ferðum fólks yfir Miðjarðarhafið færi fækkandi en að smyglarar sæki í auknum mæli til Kanaríeyja. Í frétt Guardian segir að þessi þróun hafi hafist í fyrra, 2024, þegar óreglulegri för fækkaði um alls 38 prósent yfir árið miðað við árið á undan.. Haft er eftir Judith Sunderland hjá Human Rights Watch í frétt Guardian að þessa breytingu megi rekja til stefnubreytingar í mörgum Evrópuríkjum þar sem aukin áhersla hefur verið lögð á fælingu og að loka landamærum. Það hafi leitt til þess að flóttafólk fari sína leið með öðrum hættulegri leiðum. Færri skráðar komur þýði ekki færra fólk á ferð „Þetta snýst ekki bara um tölfræðina. Gleymum ekki að þetta er á kostnað fólks sem hefur drukknað í Miðjarðarhafinu, er barið á landamærum Hvíta Rússlands og Póllands og ýtt aftur inn í Hvíta Rússland; þetta er fólk sem festist í mýrum, skógum og eyðimörkum inni í og á jaðri Evrópusambandsins,“ segir Sunderland. „Það er risastór mannlegur kostnaður að baki þessara talna,“ heldur hún áfram. Hún bendir einnig á að breytingin í þessari tölfræði sé á sama tíma og Evrópusambandið er búið að semja við til dæmis bæði Líbíu og Túnis. Þar hafi verið skrásett tilvik þar sem fólk er barið, beitt kynferðislegu ofbeldi og fangelsað. Sunderland segir Evrópusambandið bera ábyrgð á þessum mannréttindabrotum með því að gera þessa samninga. Í frétt Guardian er einnig rætt við Allison West, lagalegan ráðgjafa hjá mannréttindasamtökunum the European Center for Constitutional and Human Rights(ECCHR). Samtökin hafa sent tvær kærur til Alþjóðadómstólsins í Haag er varðar meðferð flóttafólks og farandfólks við Miðjarðarhafið. West segir að færri skráðar komur þýði ekki að það sé færra fólk á ferð. Það þýði einfaldlega að fleiri séu í haldi í Líbíu og Túnis við hræðilegar aðstæður. 555 dáið á þessu ári Í frétt Guardian er einnig vísað í yfirlýsingu frá Alþjóðafólksflutningastofnuninni þar sem þau segja gögn styðja þá fullyrðingu að komur séu færri vegna þess að bátar sem reyni að fara frá Líbíu og Túnis séu stöðvaðir. Á fyrstu þremur mánuðum ársins hafa 555 einstaklingar dáið í Miðjarðar- eða Atlantshafinu í tilraun sinni til að komast til Evrópu. Alls létust 3.500 á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá Unicef, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hafa 3.500 börn dáið í Miðjarðarhafinu síðustu tíu árin. Evrópusambandið Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Líbía Túnis Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Í frétt Guardian um málið kemur fram að breytingin hafi verið mest í Albaníu, Serbíu, Svartfjallalandi og Norður-Makedóníu. Breytinguna má sjá á öllum helstu flóttamannaleiðum í Evrópu samkvæmt tilkynningu Frontex, Landamærastofnun Evrópu. Fjallað var um málið í nýju fréttabréfi ríkislögreglustjóra í gær. Þar kom fram að óregluleg för hefði snarlækkað og að samvinna Evrópusambandsins og ýmissa félagasamtaka gegn smygli á fólki hefði stuðlað að því. Þá kom fram að ferðum fólks yfir Miðjarðarhafið færi fækkandi en að smyglarar sæki í auknum mæli til Kanaríeyja. Í frétt Guardian segir að þessi þróun hafi hafist í fyrra, 2024, þegar óreglulegri för fækkaði um alls 38 prósent yfir árið miðað við árið á undan.. Haft er eftir Judith Sunderland hjá Human Rights Watch í frétt Guardian að þessa breytingu megi rekja til stefnubreytingar í mörgum Evrópuríkjum þar sem aukin áhersla hefur verið lögð á fælingu og að loka landamærum. Það hafi leitt til þess að flóttafólk fari sína leið með öðrum hættulegri leiðum. Færri skráðar komur þýði ekki færra fólk á ferð „Þetta snýst ekki bara um tölfræðina. Gleymum ekki að þetta er á kostnað fólks sem hefur drukknað í Miðjarðarhafinu, er barið á landamærum Hvíta Rússlands og Póllands og ýtt aftur inn í Hvíta Rússland; þetta er fólk sem festist í mýrum, skógum og eyðimörkum inni í og á jaðri Evrópusambandsins,“ segir Sunderland. „Það er risastór mannlegur kostnaður að baki þessara talna,“ heldur hún áfram. Hún bendir einnig á að breytingin í þessari tölfræði sé á sama tíma og Evrópusambandið er búið að semja við til dæmis bæði Líbíu og Túnis. Þar hafi verið skrásett tilvik þar sem fólk er barið, beitt kynferðislegu ofbeldi og fangelsað. Sunderland segir Evrópusambandið bera ábyrgð á þessum mannréttindabrotum með því að gera þessa samninga. Í frétt Guardian er einnig rætt við Allison West, lagalegan ráðgjafa hjá mannréttindasamtökunum the European Center for Constitutional and Human Rights(ECCHR). Samtökin hafa sent tvær kærur til Alþjóðadómstólsins í Haag er varðar meðferð flóttafólks og farandfólks við Miðjarðarhafið. West segir að færri skráðar komur þýði ekki að það sé færra fólk á ferð. Það þýði einfaldlega að fleiri séu í haldi í Líbíu og Túnis við hræðilegar aðstæður. 555 dáið á þessu ári Í frétt Guardian er einnig vísað í yfirlýsingu frá Alþjóðafólksflutningastofnuninni þar sem þau segja gögn styðja þá fullyrðingu að komur séu færri vegna þess að bátar sem reyni að fara frá Líbíu og Túnis séu stöðvaðir. Á fyrstu þremur mánuðum ársins hafa 555 einstaklingar dáið í Miðjarðar- eða Atlantshafinu í tilraun sinni til að komast til Evrópu. Alls létust 3.500 á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá Unicef, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hafa 3.500 börn dáið í Miðjarðarhafinu síðustu tíu árin.
Evrópusambandið Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Líbía Túnis Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira