Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Lovísa Arnardóttir skrifar 16. apríl 2025 06:57 Flóttamenn sem var bjargað við Lanzarote við Spán í janúar á þessu ári. Lanzarote er við Kanaríeyjar en smyglarar hafa í auknum mæli sótt þangað með flóttafólk. Vísir/EPA Flóttafólki hefur fækkað verulega við landamæri Evópu á árinu. Á fyrsta ársfjórðungi fækkaði óreglulegri för yfir landamæri Evrópu um alls 30 prósent í samanburði við sama tímabil í fyrra. Alls komu 33.600 færri flóttamenn til Evrópu en á sama tíma í fyrra. Í frétt Guardian um málið kemur fram að breytingin hafi verið mest í Albaníu, Serbíu, Svartfjallalandi og Norður-Makedóníu. Breytinguna má sjá á öllum helstu flóttamannaleiðum í Evrópu samkvæmt tilkynningu Frontex, Landamærastofnun Evrópu. Fjallað var um málið í nýju fréttabréfi ríkislögreglustjóra í gær. Þar kom fram að óregluleg för hefði snarlækkað og að samvinna Evrópusambandsins og ýmissa félagasamtaka gegn smygli á fólki hefði stuðlað að því. Þá kom fram að ferðum fólks yfir Miðjarðarhafið færi fækkandi en að smyglarar sæki í auknum mæli til Kanaríeyja. Í frétt Guardian segir að þessi þróun hafi hafist í fyrra, 2024, þegar óreglulegri för fækkaði um alls 38 prósent yfir árið miðað við árið á undan.. Haft er eftir Judith Sunderland hjá Human Rights Watch í frétt Guardian að þessa breytingu megi rekja til stefnubreytingar í mörgum Evrópuríkjum þar sem aukin áhersla hefur verið lögð á fælingu og að loka landamærum. Það hafi leitt til þess að flóttafólk fari sína leið með öðrum hættulegri leiðum. Færri skráðar komur þýði ekki færra fólk á ferð „Þetta snýst ekki bara um tölfræðina. Gleymum ekki að þetta er á kostnað fólks sem hefur drukknað í Miðjarðarhafinu, er barið á landamærum Hvíta Rússlands og Póllands og ýtt aftur inn í Hvíta Rússland; þetta er fólk sem festist í mýrum, skógum og eyðimörkum inni í og á jaðri Evrópusambandsins,“ segir Sunderland. „Það er risastór mannlegur kostnaður að baki þessara talna,“ heldur hún áfram. Hún bendir einnig á að breytingin í þessari tölfræði sé á sama tíma og Evrópusambandið er búið að semja við til dæmis bæði Líbíu og Túnis. Þar hafi verið skrásett tilvik þar sem fólk er barið, beitt kynferðislegu ofbeldi og fangelsað. Sunderland segir Evrópusambandið bera ábyrgð á þessum mannréttindabrotum með því að gera þessa samninga. Í frétt Guardian er einnig rætt við Allison West, lagalegan ráðgjafa hjá mannréttindasamtökunum the European Center for Constitutional and Human Rights(ECCHR). Samtökin hafa sent tvær kærur til Alþjóðadómstólsins í Haag er varðar meðferð flóttafólks og farandfólks við Miðjarðarhafið. West segir að færri skráðar komur þýði ekki að það sé færra fólk á ferð. Það þýði einfaldlega að fleiri séu í haldi í Líbíu og Túnis við hræðilegar aðstæður. 555 dáið á þessu ári Í frétt Guardian er einnig vísað í yfirlýsingu frá Alþjóðafólksflutningastofnuninni þar sem þau segja gögn styðja þá fullyrðingu að komur séu færri vegna þess að bátar sem reyni að fara frá Líbíu og Túnis séu stöðvaðir. Á fyrstu þremur mánuðum ársins hafa 555 einstaklingar dáið í Miðjarðar- eða Atlantshafinu í tilraun sinni til að komast til Evrópu. Alls létust 3.500 á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá Unicef, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hafa 3.500 börn dáið í Miðjarðarhafinu síðustu tíu árin. Evrópusambandið Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Líbía Túnis Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Í frétt Guardian um málið kemur fram að breytingin hafi verið mest í Albaníu, Serbíu, Svartfjallalandi og Norður-Makedóníu. Breytinguna má sjá á öllum helstu flóttamannaleiðum í Evrópu samkvæmt tilkynningu Frontex, Landamærastofnun Evrópu. Fjallað var um málið í nýju fréttabréfi ríkislögreglustjóra í gær. Þar kom fram að óregluleg för hefði snarlækkað og að samvinna Evrópusambandsins og ýmissa félagasamtaka gegn smygli á fólki hefði stuðlað að því. Þá kom fram að ferðum fólks yfir Miðjarðarhafið færi fækkandi en að smyglarar sæki í auknum mæli til Kanaríeyja. Í frétt Guardian segir að þessi þróun hafi hafist í fyrra, 2024, þegar óreglulegri för fækkaði um alls 38 prósent yfir árið miðað við árið á undan.. Haft er eftir Judith Sunderland hjá Human Rights Watch í frétt Guardian að þessa breytingu megi rekja til stefnubreytingar í mörgum Evrópuríkjum þar sem aukin áhersla hefur verið lögð á fælingu og að loka landamærum. Það hafi leitt til þess að flóttafólk fari sína leið með öðrum hættulegri leiðum. Færri skráðar komur þýði ekki færra fólk á ferð „Þetta snýst ekki bara um tölfræðina. Gleymum ekki að þetta er á kostnað fólks sem hefur drukknað í Miðjarðarhafinu, er barið á landamærum Hvíta Rússlands og Póllands og ýtt aftur inn í Hvíta Rússland; þetta er fólk sem festist í mýrum, skógum og eyðimörkum inni í og á jaðri Evrópusambandsins,“ segir Sunderland. „Það er risastór mannlegur kostnaður að baki þessara talna,“ heldur hún áfram. Hún bendir einnig á að breytingin í þessari tölfræði sé á sama tíma og Evrópusambandið er búið að semja við til dæmis bæði Líbíu og Túnis. Þar hafi verið skrásett tilvik þar sem fólk er barið, beitt kynferðislegu ofbeldi og fangelsað. Sunderland segir Evrópusambandið bera ábyrgð á þessum mannréttindabrotum með því að gera þessa samninga. Í frétt Guardian er einnig rætt við Allison West, lagalegan ráðgjafa hjá mannréttindasamtökunum the European Center for Constitutional and Human Rights(ECCHR). Samtökin hafa sent tvær kærur til Alþjóðadómstólsins í Haag er varðar meðferð flóttafólks og farandfólks við Miðjarðarhafið. West segir að færri skráðar komur þýði ekki að það sé færra fólk á ferð. Það þýði einfaldlega að fleiri séu í haldi í Líbíu og Túnis við hræðilegar aðstæður. 555 dáið á þessu ári Í frétt Guardian er einnig vísað í yfirlýsingu frá Alþjóðafólksflutningastofnuninni þar sem þau segja gögn styðja þá fullyrðingu að komur séu færri vegna þess að bátar sem reyni að fara frá Líbíu og Túnis séu stöðvaðir. Á fyrstu þremur mánuðum ársins hafa 555 einstaklingar dáið í Miðjarðar- eða Atlantshafinu í tilraun sinni til að komast til Evrópu. Alls létust 3.500 á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá Unicef, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hafa 3.500 börn dáið í Miðjarðarhafinu síðustu tíu árin.
Evrópusambandið Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Líbía Túnis Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira