„Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2025 14:34 Sandra María Jessen er markahæsti leikmaður Þór/KA í efstu deild kvenna og í fjórtánda sæti yfir þær markahæstu í sögu deildarinnar með 111 mörk. Vísir/Diego Sandra María Jessen varð markadrottning í Bestu deild kvenna síðasta sumar þar sem hún skoraði 22 mörk í 23 leikjum í deildinni. Sandra María og félagar hennar í Þór/KA eru til umfjöllunar í fimmta þætti þriðju þáttaraðar Lengsta undirbúningstímabils í heimi. Baldur Sigurðsson heldur áfram að hita upp fyrir fótboltasumarið með þáttunum Lengsta undirbúningstímabil í heimi. Nú er komið að því að fara til Akureyrar og heimsækja lið Þór/KA sem endaði í fjórða sæti síðasta sumar. Enginn lék betur í liðinu í fyrrasumar en landsliðskonan Sandra María Jessen. Hún hefur gengið í gegnum ýmislegt á ferlinum en eitt ár er líklegt til að standa upp úr. Klippa: LUÍH: Sandra María og magnaða árið hennar 2017 Baldur rifjaði upp árið 2017 hjá henni. „2017 mér finnst vera svo magnað ár hjá þér. Hvað gerist hjá þér á þessu ári? Farðu aðeins yfir þetta ár. Þú meiðist, þú verður Íslandsmeistari og ferð á lokamót EM,“ sagði Baldur. Honum var bara dauðasta alvara „Árið byrjar á því að við fáum nýjan þjálfara. Donni mætir [Halldór Jón Sigurðsson] og mætir bara með læti. Það fyrsta sem hann segir við okkur á fundi er að við ætlum að verða Íslandsmeistarar,“ sagði Sandra María. „Ég var svona, já, ok. Honum var bara dauðasta alvara og alveg steinviss í því að við ætluðum að klára tímabilið sem Íslandsmeistarar,“ sagði Sandra. „Það tókst á endanum en svo lenti ég í smá bakslagi þegar ég er með landsliðinu á Algarve. Þá fékk ég loksins tækifæri í byrjunarliðinu og gekk bara vel. Lendi svo í því að stelpa í Noregi lendir framan á hnénu og ég slít aftara krossband,“ sagði Sandra. Spilaði með aftara krossband slitið „Það var mikil svartsýni að taka þátt í EM því það var sama ár. Síðan kem ég heim og hitti lækninn. Hann segir mér frá því að það séu leikmenn sem spili með aftara krossband slitið. Það sé ekki eins nauðsynlegt að fara í aðgerð. Bara passa að styrkja vel í kring og svona,“ sagði Sandra. „Hann gaf mér smá gulrót að það væri möguleiki að komast á EM ef allt myndi ganga vel, ég myndi sinna endurhæfingunni vel og sleppa því að fara í aðgerð. Ég tók slaginn og prófaði það. Ég held að ég hafi verið farið að spila tveimur til þremur mánuðum seinna,“ sagði Sandra. „Ég var ekki með landsliðinu í síðasta verkefninu fyrir EM. Ég hélt í vonina en var raunsæ á sama tíma að það myndi ekki takast,“ sagði Sandra. Fór meira að segja að gráta „Ég beið eins og allir aðrir og vissi það ekki fyrr en það kom í fjölmiðla að ég væri með í hópnum. Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma. Ég held að ég hafi meira að segja farið að gráta og allt saman,“ sagði Sandra. „Ég hafði líka reynslu af því áður að hafa slitið krossband því ég sleit fremra krossband 2014. Ég ætlaði mér að geta þetta,“ sagði Sandra. Þátturinn um Þór/KA verður sýndur klukkan 18:05 á Stöð 2 Sport í kvöld. Lengsta undirbúningstímabil í heimi Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Tengdar fréttir LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Álfhildur Rósa Kjartansdóttir var gerð að fyrirliða Þróttar þegar hún var aðeins átján ára gömul. 7. apríl 2025 14:02 Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Kvennalið Þróttar í fótbolta stefnir hátt og fyrirliða og þjálfara þess dreymir um að koma liðinu ofar í fæðukeðju kvennaboltans. 8. apríl 2025 13:48 LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Í þætti kvöldsins af Lengsta undirbúningstímabili í heimi heimsækir Baldur Sigurðsson lið FH og fær að skyggnast á bak við tjöldin hjá Fimleikafélaginu. 24. mars 2025 13:30 LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Magnús Már Einarsson tók við þjálfun Aftureldingar í nóvember 2019, þá þrítugur að aldri. Hann er nú mættur með liðið í efstu deild karla í fótbolta. Leikstíllinn hefur vakið athygli og Magnús fór yfir það í nýjasta þætti Lengsta undirbúningstímabils í heimi. 21. mars 2025 11:00 Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Sjá meira
Baldur Sigurðsson heldur áfram að hita upp fyrir fótboltasumarið með þáttunum Lengsta undirbúningstímabil í heimi. Nú er komið að því að fara til Akureyrar og heimsækja lið Þór/KA sem endaði í fjórða sæti síðasta sumar. Enginn lék betur í liðinu í fyrrasumar en landsliðskonan Sandra María Jessen. Hún hefur gengið í gegnum ýmislegt á ferlinum en eitt ár er líklegt til að standa upp úr. Klippa: LUÍH: Sandra María og magnaða árið hennar 2017 Baldur rifjaði upp árið 2017 hjá henni. „2017 mér finnst vera svo magnað ár hjá þér. Hvað gerist hjá þér á þessu ári? Farðu aðeins yfir þetta ár. Þú meiðist, þú verður Íslandsmeistari og ferð á lokamót EM,“ sagði Baldur. Honum var bara dauðasta alvara „Árið byrjar á því að við fáum nýjan þjálfara. Donni mætir [Halldór Jón Sigurðsson] og mætir bara með læti. Það fyrsta sem hann segir við okkur á fundi er að við ætlum að verða Íslandsmeistarar,“ sagði Sandra María. „Ég var svona, já, ok. Honum var bara dauðasta alvara og alveg steinviss í því að við ætluðum að klára tímabilið sem Íslandsmeistarar,“ sagði Sandra. „Það tókst á endanum en svo lenti ég í smá bakslagi þegar ég er með landsliðinu á Algarve. Þá fékk ég loksins tækifæri í byrjunarliðinu og gekk bara vel. Lendi svo í því að stelpa í Noregi lendir framan á hnénu og ég slít aftara krossband,“ sagði Sandra. Spilaði með aftara krossband slitið „Það var mikil svartsýni að taka þátt í EM því það var sama ár. Síðan kem ég heim og hitti lækninn. Hann segir mér frá því að það séu leikmenn sem spili með aftara krossband slitið. Það sé ekki eins nauðsynlegt að fara í aðgerð. Bara passa að styrkja vel í kring og svona,“ sagði Sandra. „Hann gaf mér smá gulrót að það væri möguleiki að komast á EM ef allt myndi ganga vel, ég myndi sinna endurhæfingunni vel og sleppa því að fara í aðgerð. Ég tók slaginn og prófaði það. Ég held að ég hafi verið farið að spila tveimur til þremur mánuðum seinna,“ sagði Sandra. „Ég var ekki með landsliðinu í síðasta verkefninu fyrir EM. Ég hélt í vonina en var raunsæ á sama tíma að það myndi ekki takast,“ sagði Sandra. Fór meira að segja að gráta „Ég beið eins og allir aðrir og vissi það ekki fyrr en það kom í fjölmiðla að ég væri með í hópnum. Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma. Ég held að ég hafi meira að segja farið að gráta og allt saman,“ sagði Sandra. „Ég hafði líka reynslu af því áður að hafa slitið krossband því ég sleit fremra krossband 2014. Ég ætlaði mér að geta þetta,“ sagði Sandra. Þátturinn um Þór/KA verður sýndur klukkan 18:05 á Stöð 2 Sport í kvöld.
Lengsta undirbúningstímabil í heimi Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Tengdar fréttir LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Álfhildur Rósa Kjartansdóttir var gerð að fyrirliða Þróttar þegar hún var aðeins átján ára gömul. 7. apríl 2025 14:02 Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Kvennalið Þróttar í fótbolta stefnir hátt og fyrirliða og þjálfara þess dreymir um að koma liðinu ofar í fæðukeðju kvennaboltans. 8. apríl 2025 13:48 LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Í þætti kvöldsins af Lengsta undirbúningstímabili í heimi heimsækir Baldur Sigurðsson lið FH og fær að skyggnast á bak við tjöldin hjá Fimleikafélaginu. 24. mars 2025 13:30 LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Magnús Már Einarsson tók við þjálfun Aftureldingar í nóvember 2019, þá þrítugur að aldri. Hann er nú mættur með liðið í efstu deild karla í fótbolta. Leikstíllinn hefur vakið athygli og Magnús fór yfir það í nýjasta þætti Lengsta undirbúningstímabils í heimi. 21. mars 2025 11:00 Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Sjá meira
LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Álfhildur Rósa Kjartansdóttir var gerð að fyrirliða Þróttar þegar hún var aðeins átján ára gömul. 7. apríl 2025 14:02
Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Kvennalið Þróttar í fótbolta stefnir hátt og fyrirliða og þjálfara þess dreymir um að koma liðinu ofar í fæðukeðju kvennaboltans. 8. apríl 2025 13:48
LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Í þætti kvöldsins af Lengsta undirbúningstímabili í heimi heimsækir Baldur Sigurðsson lið FH og fær að skyggnast á bak við tjöldin hjá Fimleikafélaginu. 24. mars 2025 13:30
LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Magnús Már Einarsson tók við þjálfun Aftureldingar í nóvember 2019, þá þrítugur að aldri. Hann er nú mættur með liðið í efstu deild karla í fótbolta. Leikstíllinn hefur vakið athygli og Magnús fór yfir það í nýjasta þætti Lengsta undirbúningstímabils í heimi. 21. mars 2025 11:00
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó