Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2025 07:31 Vitor Pereira, knattspyrnustjóri Wolverhampton Wanderers, fagnar hér sigrinum á Tottenham í gær. Getty/ Chris Brunskill Vitor Pereira stýrði Wolves til 4-2 sigurs á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær. Þetta var fjórði sigurleikur Úlfanna í röð og þeir hafa ekki náð því í meira en hálfa öld. Stuðningsmenn Wolves mættu með borða á leikinn: „Byrjum á að ná í stigin og förum svo á barinn“ eða „First the points, then the pints“. Hinn 56 ára gamli Pereira fór nefnilega á barinn með stuðningsmönnum liðsins eftir sigurinn á Ipswich Town í síðustu viku. Hann endurtók síðan leikinn eftir sigurinn í gær. Hann var spurður út í þessar ferðir sínar á ölhúsið eftir sigurleiki og hvort hann ætli að fara aftur. „Í hvert skipti. Vinna er vinna en eftir vinnu þá þurfum við að fagna saman. Ég þarf að finna fyrir orkunni frá þessu fólki og vera hluti af fjölskyldunni,“ sagði Vitor Pereira. Borðinn frægi sem stuðningsmenn Úlfanna voru með í stúkunni í leiknum á móti Tottenham.Getty/Malcolm Couzens Pereira tók við liðinu í desember þegar liðið var í fallhættu en hefur heldur betur tekist að breyta gengi liðsins. Liðið hefur unnið átta af sextán deildarleikjum undir hans stjórn þar af þá fjóra síðustu. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1972 sem Úlfarnir vinna fjóra í röð í efstu deild og hafa þar með aldrei náð slíku áður í ensku úrvalsdeildinni. „Þetta er gott fyrir okkur. Við erum að sýna stöðugleika. Nú þekkjum við betur hvernig á að takast við það sem gerist í leikjunum okkar. Stundum þurfum við að bíða og sjá til en stundum höfum við pláss til að spila boltanum. Stundum förum við hratt yfir en stundum hægjum við líka á okkur,“ sagði Pereira. Wolves er í sextánda sæti með 35 stig, með fjórtán stigum meira en Ipswich sem er í fallsæti. Með þessum sigri fór liðið langt með að tryggja sætið sitt í ensku úrvalsdeildinni. „Ég er metnaðarfullur gæi. Ég vil alltaf meira og meira. Ég vil líka að leikmennirnir mínir sýni stuðningsmönnum okkar það. Við erum líka með lið sem getur náð markmiðunum okkar,“ sagði Pereira. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) Enski boltinn Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Sjá meira
Stuðningsmenn Wolves mættu með borða á leikinn: „Byrjum á að ná í stigin og förum svo á barinn“ eða „First the points, then the pints“. Hinn 56 ára gamli Pereira fór nefnilega á barinn með stuðningsmönnum liðsins eftir sigurinn á Ipswich Town í síðustu viku. Hann endurtók síðan leikinn eftir sigurinn í gær. Hann var spurður út í þessar ferðir sínar á ölhúsið eftir sigurleiki og hvort hann ætli að fara aftur. „Í hvert skipti. Vinna er vinna en eftir vinnu þá þurfum við að fagna saman. Ég þarf að finna fyrir orkunni frá þessu fólki og vera hluti af fjölskyldunni,“ sagði Vitor Pereira. Borðinn frægi sem stuðningsmenn Úlfanna voru með í stúkunni í leiknum á móti Tottenham.Getty/Malcolm Couzens Pereira tók við liðinu í desember þegar liðið var í fallhættu en hefur heldur betur tekist að breyta gengi liðsins. Liðið hefur unnið átta af sextán deildarleikjum undir hans stjórn þar af þá fjóra síðustu. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1972 sem Úlfarnir vinna fjóra í röð í efstu deild og hafa þar með aldrei náð slíku áður í ensku úrvalsdeildinni. „Þetta er gott fyrir okkur. Við erum að sýna stöðugleika. Nú þekkjum við betur hvernig á að takast við það sem gerist í leikjunum okkar. Stundum þurfum við að bíða og sjá til en stundum höfum við pláss til að spila boltanum. Stundum förum við hratt yfir en stundum hægjum við líka á okkur,“ sagði Pereira. Wolves er í sextánda sæti með 35 stig, með fjórtán stigum meira en Ipswich sem er í fallsæti. Með þessum sigri fór liðið langt með að tryggja sætið sitt í ensku úrvalsdeildinni. „Ég er metnaðarfullur gæi. Ég vil alltaf meira og meira. Ég vil líka að leikmennirnir mínir sýni stuðningsmönnum okkar það. Við erum líka með lið sem getur náð markmiðunum okkar,“ sagði Pereira. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo)
Enski boltinn Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Sjá meira