Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2025 07:31 Vitor Pereira, knattspyrnustjóri Wolverhampton Wanderers, fagnar hér sigrinum á Tottenham í gær. Getty/ Chris Brunskill Vitor Pereira stýrði Wolves til 4-2 sigurs á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær. Þetta var fjórði sigurleikur Úlfanna í röð og þeir hafa ekki náð því í meira en hálfa öld. Stuðningsmenn Wolves mættu með borða á leikinn: „Byrjum á að ná í stigin og förum svo á barinn“ eða „First the points, then the pints“. Hinn 56 ára gamli Pereira fór nefnilega á barinn með stuðningsmönnum liðsins eftir sigurinn á Ipswich Town í síðustu viku. Hann endurtók síðan leikinn eftir sigurinn í gær. Hann var spurður út í þessar ferðir sínar á ölhúsið eftir sigurleiki og hvort hann ætli að fara aftur. „Í hvert skipti. Vinna er vinna en eftir vinnu þá þurfum við að fagna saman. Ég þarf að finna fyrir orkunni frá þessu fólki og vera hluti af fjölskyldunni,“ sagði Vitor Pereira. Borðinn frægi sem stuðningsmenn Úlfanna voru með í stúkunni í leiknum á móti Tottenham.Getty/Malcolm Couzens Pereira tók við liðinu í desember þegar liðið var í fallhættu en hefur heldur betur tekist að breyta gengi liðsins. Liðið hefur unnið átta af sextán deildarleikjum undir hans stjórn þar af þá fjóra síðustu. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1972 sem Úlfarnir vinna fjóra í röð í efstu deild og hafa þar með aldrei náð slíku áður í ensku úrvalsdeildinni. „Þetta er gott fyrir okkur. Við erum að sýna stöðugleika. Nú þekkjum við betur hvernig á að takast við það sem gerist í leikjunum okkar. Stundum þurfum við að bíða og sjá til en stundum höfum við pláss til að spila boltanum. Stundum förum við hratt yfir en stundum hægjum við líka á okkur,“ sagði Pereira. Wolves er í sextánda sæti með 35 stig, með fjórtán stigum meira en Ipswich sem er í fallsæti. Með þessum sigri fór liðið langt með að tryggja sætið sitt í ensku úrvalsdeildinni. „Ég er metnaðarfullur gæi. Ég vil alltaf meira og meira. Ég vil líka að leikmennirnir mínir sýni stuðningsmönnum okkar það. Við erum líka með lið sem getur náð markmiðunum okkar,“ sagði Pereira. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) Enski boltinn Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Sjá meira
Stuðningsmenn Wolves mættu með borða á leikinn: „Byrjum á að ná í stigin og förum svo á barinn“ eða „First the points, then the pints“. Hinn 56 ára gamli Pereira fór nefnilega á barinn með stuðningsmönnum liðsins eftir sigurinn á Ipswich Town í síðustu viku. Hann endurtók síðan leikinn eftir sigurinn í gær. Hann var spurður út í þessar ferðir sínar á ölhúsið eftir sigurleiki og hvort hann ætli að fara aftur. „Í hvert skipti. Vinna er vinna en eftir vinnu þá þurfum við að fagna saman. Ég þarf að finna fyrir orkunni frá þessu fólki og vera hluti af fjölskyldunni,“ sagði Vitor Pereira. Borðinn frægi sem stuðningsmenn Úlfanna voru með í stúkunni í leiknum á móti Tottenham.Getty/Malcolm Couzens Pereira tók við liðinu í desember þegar liðið var í fallhættu en hefur heldur betur tekist að breyta gengi liðsins. Liðið hefur unnið átta af sextán deildarleikjum undir hans stjórn þar af þá fjóra síðustu. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1972 sem Úlfarnir vinna fjóra í röð í efstu deild og hafa þar með aldrei náð slíku áður í ensku úrvalsdeildinni. „Þetta er gott fyrir okkur. Við erum að sýna stöðugleika. Nú þekkjum við betur hvernig á að takast við það sem gerist í leikjunum okkar. Stundum þurfum við að bíða og sjá til en stundum höfum við pláss til að spila boltanum. Stundum förum við hratt yfir en stundum hægjum við líka á okkur,“ sagði Pereira. Wolves er í sextánda sæti með 35 stig, með fjórtán stigum meira en Ipswich sem er í fallsæti. Með þessum sigri fór liðið langt með að tryggja sætið sitt í ensku úrvalsdeildinni. „Ég er metnaðarfullur gæi. Ég vil alltaf meira og meira. Ég vil líka að leikmennirnir mínir sýni stuðningsmönnum okkar það. Við erum líka með lið sem getur náð markmiðunum okkar,“ sagði Pereira. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo)
Enski boltinn Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Sjá meira