Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. apríl 2025 00:01 Robert F Kennedy yngri er heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. EPA Robert F Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, ætlar með miklu rannsóknarátaki að finna hver orsök einhverfu sé, á einungis fimm mánuðum. Sérfræðingar segja viðleitnina óraunhæfa og afvegaleidda. „Í september munum við vita hvað hefur valdið einhverfufaraldri og við munum geta útrýmt tilfellum,“ sagði Kennedy samkvæmt umfjöllun BBC. Ráðherrann vill fara í rannsóknarátak en einhverfugreiningar hafa aukist til muna síðan um aldamót. Talið er að um 2,7 prósent átta ára barna séu einhverf. Vísindamenn segja auknar greiningar vera að hluta til vegna vitundarvakningar um heilkennið. Bandaríska heilbrigðisstofnunin eyðir um þrjú hundruð milljónum bandarískra dollara, tæpir 39 milljarðar í íslenskum krónum, í rannsóknir á einhverfu ár hvert. Hugsanlegir áhrifaþættir eru loftmengun, ótímabær fæðing og heilsufarsvandamál móður. Kennedy vill einnig láta rannsaka tengsl einhverfu og bóluefna. Hugmyndir um að bóluefni valdi einhverfu koma frá afsannaðri rannsókn Andrew Wakefield sem birti rannsókn um tengsl milli bóluefna og einhverfu. Seinna meir kom í ljós að hann átti í fjárhagslegum hagsmunaárekstrum og var rannsóknin dregin til baka. Samtök einhverfra í Bandaríkjunum hafa gagnrýnt áform Kennedy og kalla þau óraunhæf og villandi. „Þetta er hvorki langvarandi sjúkdómur né smitsjúkdómur,“ segja fulltrúar Samtakanna. Christopher Banks, forseti Samtakanna segir að fullyrðingar um að einhverfa orsakist einungis af umhverfisþáttum vera villandi. Þess kyns fullyrðingar viðhaldi skaðlegum fordómum, stofni lýðheilsu í hættu og dragi athyglina frá mikilvægum þörfum einhverfusamfélagsins. Bandaríkin Vísindi Einhverfa Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
„Í september munum við vita hvað hefur valdið einhverfufaraldri og við munum geta útrýmt tilfellum,“ sagði Kennedy samkvæmt umfjöllun BBC. Ráðherrann vill fara í rannsóknarátak en einhverfugreiningar hafa aukist til muna síðan um aldamót. Talið er að um 2,7 prósent átta ára barna séu einhverf. Vísindamenn segja auknar greiningar vera að hluta til vegna vitundarvakningar um heilkennið. Bandaríska heilbrigðisstofnunin eyðir um þrjú hundruð milljónum bandarískra dollara, tæpir 39 milljarðar í íslenskum krónum, í rannsóknir á einhverfu ár hvert. Hugsanlegir áhrifaþættir eru loftmengun, ótímabær fæðing og heilsufarsvandamál móður. Kennedy vill einnig láta rannsaka tengsl einhverfu og bóluefna. Hugmyndir um að bóluefni valdi einhverfu koma frá afsannaðri rannsókn Andrew Wakefield sem birti rannsókn um tengsl milli bóluefna og einhverfu. Seinna meir kom í ljós að hann átti í fjárhagslegum hagsmunaárekstrum og var rannsóknin dregin til baka. Samtök einhverfra í Bandaríkjunum hafa gagnrýnt áform Kennedy og kalla þau óraunhæf og villandi. „Þetta er hvorki langvarandi sjúkdómur né smitsjúkdómur,“ segja fulltrúar Samtakanna. Christopher Banks, forseti Samtakanna segir að fullyrðingar um að einhverfa orsakist einungis af umhverfisþáttum vera villandi. Þess kyns fullyrðingar viðhaldi skaðlegum fordómum, stofni lýðheilsu í hættu og dragi athyglina frá mikilvægum þörfum einhverfusamfélagsins.
Bandaríkin Vísindi Einhverfa Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira