Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 11. apríl 2025 20:04 Söngkonan Melody tekur þátt í keppninni fyrir hönd Spánar með lagið Esa diva. Getty Spænska ríkissjónvarpið RTVE hefur óskað eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í bréfi til Evrópska útvarpssambandsins (EBU). Bréfið var sent til Noel Curran, forstjóra EBU, og var óskað eftir rökræðum um þátttöku ísraelska almenningssjónvarpsins (KAN) í Eurovision. Í fréttatilkynningu frá RTVE segir að fulltrúar þar viðurkenni áhyggjur sem ýmsir hópar á Spáni hafi um ástandið á Gasa. France24 greinir frá. Átökin á milli Ísrael og Palestínu hafa staðið í mörg ár en stríð er nú á milli Hamas og Ísrael á Gasaströndinni. Samið var um vopnahlé í byrjun þessa árs en Ísraelar hófu aftur árásir á Gasaströndina í marsmánuði. „RTVE telur eðlilegt að EBU viðurkenni tilvist þessarar umræðu og auðveldi samræður meðal EBU-útvarpsstofnana um þátttöku ísraelska almenningssjónvarpsins,“ segir í tilkynningu RTVE. Söngkonan Yuval Raphael er fulltrúi Ísraels í keppninni í ár en hún er ein þeirra sem lifði af árás Hamas-liða á tónlistarhátíðina Nova 7. október 2023. Hún hafi falið sig í sprengjubyrgi með fimmtíu öðrum en einungis ellefu þeirra lifðu af. Ýmsir hópar hérlendis hafa einnig kallað eftir því að Ríkisútvarpið beiti sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr Eurovision. Hópur sem kallar sig fyrrverandi aðdáendur Eurovision afhentu Stefáni Eiríkssyni, útvarpsstjóra RÚV, undirskriftalista til að mótmæla þátttöku Íslands á meðan Ísrael fær leyfi til að taka þátt. VÆB bræður taka þátt í Eurovision fyrir hönd Íslands með lagið Róa. Keppnin fer fram í Basel í Sviss og stíga bræðurnir fyrstir öllum á svið þriðjudaginn 13. maí. Eurovision Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Spánn Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Bréfið var sent til Noel Curran, forstjóra EBU, og var óskað eftir rökræðum um þátttöku ísraelska almenningssjónvarpsins (KAN) í Eurovision. Í fréttatilkynningu frá RTVE segir að fulltrúar þar viðurkenni áhyggjur sem ýmsir hópar á Spáni hafi um ástandið á Gasa. France24 greinir frá. Átökin á milli Ísrael og Palestínu hafa staðið í mörg ár en stríð er nú á milli Hamas og Ísrael á Gasaströndinni. Samið var um vopnahlé í byrjun þessa árs en Ísraelar hófu aftur árásir á Gasaströndina í marsmánuði. „RTVE telur eðlilegt að EBU viðurkenni tilvist þessarar umræðu og auðveldi samræður meðal EBU-útvarpsstofnana um þátttöku ísraelska almenningssjónvarpsins,“ segir í tilkynningu RTVE. Söngkonan Yuval Raphael er fulltrúi Ísraels í keppninni í ár en hún er ein þeirra sem lifði af árás Hamas-liða á tónlistarhátíðina Nova 7. október 2023. Hún hafi falið sig í sprengjubyrgi með fimmtíu öðrum en einungis ellefu þeirra lifðu af. Ýmsir hópar hérlendis hafa einnig kallað eftir því að Ríkisútvarpið beiti sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr Eurovision. Hópur sem kallar sig fyrrverandi aðdáendur Eurovision afhentu Stefáni Eiríkssyni, útvarpsstjóra RÚV, undirskriftalista til að mótmæla þátttöku Íslands á meðan Ísrael fær leyfi til að taka þátt. VÆB bræður taka þátt í Eurovision fyrir hönd Íslands með lagið Róa. Keppnin fer fram í Basel í Sviss og stíga bræðurnir fyrstir öllum á svið þriðjudaginn 13. maí.
Eurovision Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Spánn Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent