Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2025 10:51 Susannah Meyers, þáverandi yfirmaður herstöðvarinnar á Grænlandi, (t.v.) ræðir við Vance varaforseta (annar frá hægri) í heimsókninni í síðasta mánuði. Vísir/Getty Yfirmaður bandarísku herstöðvarinnar á Grænlandi var rekinn eftir að hann vildi ekki taka undir gagnrýni J.D. Vance varaforseta á dönsk stjórnvöld í umdeildri heimsókn á dögunum. Talsmaður Bandaríkjastjórnar segir engar tilraunir til að „vinna gegn“ stefnu forsetans verða liðnar. Heimsókn Vance og föruneytis til Grænlands í síðasta mánuði sætti gagnrýni. Hann mætti óboðinn á tíma sem Bandaríkjaforseti og málpípur hans töluðu ítrekað um að Bandaríkin ætluðu að komast yfir Grænland með einum eða öðrum hætti, jafnvel með hernaðarinngripip. Grænland er danskt yfirráðasvæði og meirihluti Grænlendinga segist ekki hafa áhuga á að tilheyra Bandaríkjunum. Vance heimsótti Pituffik-herstöð Bandaríkjahers, sem var áður kennd við Thule, á norðanverðu Grænlandi. Þar sakaði hann Dani um að vanrækja varnir og innviði Grænlands og sagði eyjuna verða öruggari undir stjórn Bandaríkjamanna. Dönsk stjórnvöld sögðu ummælin og heimsóknina lýsa virðingarleysi. „Við erum opin fyrir gagnrýni, en leyfið mér að vera fullkomlega hreinskilinn, við kunnum ekki að meta tóninn sem hún er sett fram í,“ sagði Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, um uppátæki Bandaríkjastjórnar. Ummæli Vance endurspegluðu ekki herstöðina Þremur dögum eftir heimsóknina sendi Susannah Meyers, ofursti og yfirmaður herstöðvarinnar, starfsmönnum sínum tölvupóst þar sem hún væri hugsi yfir því hvaða áhrif ummæli Vance hefðu haft á þá í ljósi herferðar Bandaríkjastjórnar til að komast yfir Grænland. „Ég þykist ekki skilja stjórnmálin eins og þau eru en það sem ég veit er að þær áhyggjur Bandaríkjastjórnar sem Vance varaforseti lýsti á föstudaginn endurspegla ekki Pituffik-herstöðina. Ég heiti því að eins lengi og ég er nógu heppin að stýra þessari stöð, muni fánar okkar allra blakta með stolti, saman,“ sagði í tölvupóstinum, að sögn blaðsins Politico. Þessu virðist Bandaríkjastjórn hafa tekið óstinnt upp. Herinn tilkynnti í gær að Meyers hefði verið rekin án þess þó að tilgreina sérstaklega ástæðuna. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins sagði að hvorki aðgerðir sem græfu undan valdakeðju né stefnu forsetans yrðu liðnar. Miklar hreinsanir hafa átt sér stað innan Bandaríkjahers frá stjórnarskiptunum í janúar. Fjöldi blökkumanna og kvenna hefur verið leystur frá stjórnunarstörfum en Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, hefur heitið því að útrýma öllum jafnréttis- og fjölbreytnisjónarmiðum úr hernum og ráðuneytinu. Grænland Bandaríkin Hernaður Danmörk Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Heimsókn Vance og föruneytis til Grænlands í síðasta mánuði sætti gagnrýni. Hann mætti óboðinn á tíma sem Bandaríkjaforseti og málpípur hans töluðu ítrekað um að Bandaríkin ætluðu að komast yfir Grænland með einum eða öðrum hætti, jafnvel með hernaðarinngripip. Grænland er danskt yfirráðasvæði og meirihluti Grænlendinga segist ekki hafa áhuga á að tilheyra Bandaríkjunum. Vance heimsótti Pituffik-herstöð Bandaríkjahers, sem var áður kennd við Thule, á norðanverðu Grænlandi. Þar sakaði hann Dani um að vanrækja varnir og innviði Grænlands og sagði eyjuna verða öruggari undir stjórn Bandaríkjamanna. Dönsk stjórnvöld sögðu ummælin og heimsóknina lýsa virðingarleysi. „Við erum opin fyrir gagnrýni, en leyfið mér að vera fullkomlega hreinskilinn, við kunnum ekki að meta tóninn sem hún er sett fram í,“ sagði Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, um uppátæki Bandaríkjastjórnar. Ummæli Vance endurspegluðu ekki herstöðina Þremur dögum eftir heimsóknina sendi Susannah Meyers, ofursti og yfirmaður herstöðvarinnar, starfsmönnum sínum tölvupóst þar sem hún væri hugsi yfir því hvaða áhrif ummæli Vance hefðu haft á þá í ljósi herferðar Bandaríkjastjórnar til að komast yfir Grænland. „Ég þykist ekki skilja stjórnmálin eins og þau eru en það sem ég veit er að þær áhyggjur Bandaríkjastjórnar sem Vance varaforseti lýsti á föstudaginn endurspegla ekki Pituffik-herstöðina. Ég heiti því að eins lengi og ég er nógu heppin að stýra þessari stöð, muni fánar okkar allra blakta með stolti, saman,“ sagði í tölvupóstinum, að sögn blaðsins Politico. Þessu virðist Bandaríkjastjórn hafa tekið óstinnt upp. Herinn tilkynnti í gær að Meyers hefði verið rekin án þess þó að tilgreina sérstaklega ástæðuna. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins sagði að hvorki aðgerðir sem græfu undan valdakeðju né stefnu forsetans yrðu liðnar. Miklar hreinsanir hafa átt sér stað innan Bandaríkjahers frá stjórnarskiptunum í janúar. Fjöldi blökkumanna og kvenna hefur verið leystur frá stjórnunarstörfum en Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, hefur heitið því að útrýma öllum jafnréttis- og fjölbreytnisjónarmiðum úr hernum og ráðuneytinu.
Grænland Bandaríkin Hernaður Danmörk Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira