Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Jakob Bjarnar skrifar 9. apríl 2025 14:44 Eva Bergþóra segir það alveg klárt að það hafi sverið skólans, ekki borgarinnar, að útvega túlk. Starfsmaður borgarinnar hafi ekki haft neitt á móti því að túlkað væri það sem fram fór, af hverju hefði hann átt að hafa það, spyr Eva Bergþóra. vísir/vilhelm/rvk Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, telur frásögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, vera ónákvæma í veigamikum atriðum. „Í öllu falli var það skólans að útvega túlk,“ segir Eva Bergþóra í samtali við Vísi. Henni þykir leitt ef misskilningur í þessum málaflokki festir sig í sessi. En hér sé eiginlega verið að hengja bakara fyrir smið. Einkarekinn leikskóli Vísir sagði af frásögn Sólveigar Önnu sem snýr að fundi sem haldinn var í einum af leiksskólum í Reykjavík. Þar hafi verið í að minnsta tveir fulltrúar frá Reykjavíkurborg og þeir hafi tekið fyrir að töluð væri annað en íslenska. Sólveig telur þessa framkomu fyrir neðan allar hellur og viðstaddir hafi upplifað mikla vanvirðu. „Þetta er einkarekinn leiksskóli, reksturinn er ekki í höndum Reykjavíkurborgar. Hann er í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar,“ segir hins vegar Eva Bergþóra. Upp komu innivistarvandamál í húsnæði leikskólans og var starfseminni fundinn staður í Húsaskóla. „Það hentaði vel að skólinn yrði fluttur um stundarsakir, á meðan framkvæmdum stendur. Starfsmaður Reykjavíkurborgar mætti á fundinn sem skólinn hélt um þetta mál,“ segir Eva Bergþóra sem leggur á það áherslu að fundurinn hafi verið á vegum skólans. Hafði ekkert á móti því að túlkað væri „Hann treysti sér ekki til þess að tala ensku. Þá er það hlutverk skólans en ekki Reykjavíkurborgar sem ekki er að reka þennan skóla, að útvega túlk. Þetta væri okkar vandamál ef þetta væri skóli sem við værum að reka en svo er ekki.“ Eva Bergþóra segist hafa heyrt af því að starfsmaðurinn hefði sagt frá því að þarna hafi einhverjir verið að túlka og hann hafi ekki gert neinar athugasemdir við það. „Enda af hverju hefði hann átt að gera það? Honum var nákvæmlega sama um það. En rétt eins og Sólveig Anna, þá var ég ekki á þessum fundi. Þetta er allt eftir þriðja aðila haft.“ Leikskólar Reykjavík Innflytjendamál Skóla- og menntamál Íslensk tunga Mygla Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
„Í öllu falli var það skólans að útvega túlk,“ segir Eva Bergþóra í samtali við Vísi. Henni þykir leitt ef misskilningur í þessum málaflokki festir sig í sessi. En hér sé eiginlega verið að hengja bakara fyrir smið. Einkarekinn leikskóli Vísir sagði af frásögn Sólveigar Önnu sem snýr að fundi sem haldinn var í einum af leiksskólum í Reykjavík. Þar hafi verið í að minnsta tveir fulltrúar frá Reykjavíkurborg og þeir hafi tekið fyrir að töluð væri annað en íslenska. Sólveig telur þessa framkomu fyrir neðan allar hellur og viðstaddir hafi upplifað mikla vanvirðu. „Þetta er einkarekinn leiksskóli, reksturinn er ekki í höndum Reykjavíkurborgar. Hann er í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar,“ segir hins vegar Eva Bergþóra. Upp komu innivistarvandamál í húsnæði leikskólans og var starfseminni fundinn staður í Húsaskóla. „Það hentaði vel að skólinn yrði fluttur um stundarsakir, á meðan framkvæmdum stendur. Starfsmaður Reykjavíkurborgar mætti á fundinn sem skólinn hélt um þetta mál,“ segir Eva Bergþóra sem leggur á það áherslu að fundurinn hafi verið á vegum skólans. Hafði ekkert á móti því að túlkað væri „Hann treysti sér ekki til þess að tala ensku. Þá er það hlutverk skólans en ekki Reykjavíkurborgar sem ekki er að reka þennan skóla, að útvega túlk. Þetta væri okkar vandamál ef þetta væri skóli sem við værum að reka en svo er ekki.“ Eva Bergþóra segist hafa heyrt af því að starfsmaðurinn hefði sagt frá því að þarna hafi einhverjir verið að túlka og hann hafi ekki gert neinar athugasemdir við það. „Enda af hverju hefði hann átt að gera það? Honum var nákvæmlega sama um það. En rétt eins og Sólveig Anna, þá var ég ekki á þessum fundi. Þetta er allt eftir þriðja aðila haft.“
Leikskólar Reykjavík Innflytjendamál Skóla- og menntamál Íslensk tunga Mygla Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira