Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Jakob Bjarnar skrifar 9. apríl 2025 14:44 Eva Bergþóra segir það alveg klárt að það hafi sverið skólans, ekki borgarinnar, að útvega túlk. Starfsmaður borgarinnar hafi ekki haft neitt á móti því að túlkað væri það sem fram fór, af hverju hefði hann átt að hafa það, spyr Eva Bergþóra. vísir/vilhelm/rvk Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, telur frásögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, vera ónákvæma í veigamikum atriðum. „Í öllu falli var það skólans að útvega túlk,“ segir Eva Bergþóra í samtali við Vísi. Henni þykir leitt ef misskilningur í þessum málaflokki festir sig í sessi. En hér sé eiginlega verið að hengja bakara fyrir smið. Einkarekinn leikskóli Vísir sagði af frásögn Sólveigar Önnu sem snýr að fundi sem haldinn var í einum af leiksskólum í Reykjavík. Þar hafi verið í að minnsta tveir fulltrúar frá Reykjavíkurborg og þeir hafi tekið fyrir að töluð væri annað en íslenska. Sólveig telur þessa framkomu fyrir neðan allar hellur og viðstaddir hafi upplifað mikla vanvirðu. „Þetta er einkarekinn leiksskóli, reksturinn er ekki í höndum Reykjavíkurborgar. Hann er í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar,“ segir hins vegar Eva Bergþóra. Upp komu innivistarvandamál í húsnæði leikskólans og var starfseminni fundinn staður í Húsaskóla. „Það hentaði vel að skólinn yrði fluttur um stundarsakir, á meðan framkvæmdum stendur. Starfsmaður Reykjavíkurborgar mætti á fundinn sem skólinn hélt um þetta mál,“ segir Eva Bergþóra sem leggur á það áherslu að fundurinn hafi verið á vegum skólans. Hafði ekkert á móti því að túlkað væri „Hann treysti sér ekki til þess að tala ensku. Þá er það hlutverk skólans en ekki Reykjavíkurborgar sem ekki er að reka þennan skóla, að útvega túlk. Þetta væri okkar vandamál ef þetta væri skóli sem við værum að reka en svo er ekki.“ Eva Bergþóra segist hafa heyrt af því að starfsmaðurinn hefði sagt frá því að þarna hafi einhverjir verið að túlka og hann hafi ekki gert neinar athugasemdir við það. „Enda af hverju hefði hann átt að gera það? Honum var nákvæmlega sama um það. En rétt eins og Sólveig Anna, þá var ég ekki á þessum fundi. Þetta er allt eftir þriðja aðila haft.“ Leikskólar Reykjavík Innflytjendamál Skóla- og menntamál Íslensk tunga Mygla Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
„Í öllu falli var það skólans að útvega túlk,“ segir Eva Bergþóra í samtali við Vísi. Henni þykir leitt ef misskilningur í þessum málaflokki festir sig í sessi. En hér sé eiginlega verið að hengja bakara fyrir smið. Einkarekinn leikskóli Vísir sagði af frásögn Sólveigar Önnu sem snýr að fundi sem haldinn var í einum af leiksskólum í Reykjavík. Þar hafi verið í að minnsta tveir fulltrúar frá Reykjavíkurborg og þeir hafi tekið fyrir að töluð væri annað en íslenska. Sólveig telur þessa framkomu fyrir neðan allar hellur og viðstaddir hafi upplifað mikla vanvirðu. „Þetta er einkarekinn leiksskóli, reksturinn er ekki í höndum Reykjavíkurborgar. Hann er í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar,“ segir hins vegar Eva Bergþóra. Upp komu innivistarvandamál í húsnæði leikskólans og var starfseminni fundinn staður í Húsaskóla. „Það hentaði vel að skólinn yrði fluttur um stundarsakir, á meðan framkvæmdum stendur. Starfsmaður Reykjavíkurborgar mætti á fundinn sem skólinn hélt um þetta mál,“ segir Eva Bergþóra sem leggur á það áherslu að fundurinn hafi verið á vegum skólans. Hafði ekkert á móti því að túlkað væri „Hann treysti sér ekki til þess að tala ensku. Þá er það hlutverk skólans en ekki Reykjavíkurborgar sem ekki er að reka þennan skóla, að útvega túlk. Þetta væri okkar vandamál ef þetta væri skóli sem við værum að reka en svo er ekki.“ Eva Bergþóra segist hafa heyrt af því að starfsmaðurinn hefði sagt frá því að þarna hafi einhverjir verið að túlka og hann hafi ekki gert neinar athugasemdir við það. „Enda af hverju hefði hann átt að gera það? Honum var nákvæmlega sama um það. En rétt eins og Sólveig Anna, þá var ég ekki á þessum fundi. Þetta er allt eftir þriðja aðila haft.“
Leikskólar Reykjavík Innflytjendamál Skóla- og menntamál Íslensk tunga Mygla Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira