Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Jakob Bjarnar skrifar 9. apríl 2025 14:44 Eva Bergþóra segir það alveg klárt að það hafi sverið skólans, ekki borgarinnar, að útvega túlk. Starfsmaður borgarinnar hafi ekki haft neitt á móti því að túlkað væri það sem fram fór, af hverju hefði hann átt að hafa það, spyr Eva Bergþóra. vísir/vilhelm/rvk Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, telur frásögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, vera ónákvæma í veigamikum atriðum. „Í öllu falli var það skólans að útvega túlk,“ segir Eva Bergþóra í samtali við Vísi. Henni þykir leitt ef misskilningur í þessum málaflokki festir sig í sessi. En hér sé eiginlega verið að hengja bakara fyrir smið. Einkarekinn leikskóli Vísir sagði af frásögn Sólveigar Önnu sem snýr að fundi sem haldinn var í einum af leiksskólum í Reykjavík. Þar hafi verið í að minnsta tveir fulltrúar frá Reykjavíkurborg og þeir hafi tekið fyrir að töluð væri annað en íslenska. Sólveig telur þessa framkomu fyrir neðan allar hellur og viðstaddir hafi upplifað mikla vanvirðu. „Þetta er einkarekinn leiksskóli, reksturinn er ekki í höndum Reykjavíkurborgar. Hann er í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar,“ segir hins vegar Eva Bergþóra. Upp komu innivistarvandamál í húsnæði leikskólans og var starfseminni fundinn staður í Húsaskóla. „Það hentaði vel að skólinn yrði fluttur um stundarsakir, á meðan framkvæmdum stendur. Starfsmaður Reykjavíkurborgar mætti á fundinn sem skólinn hélt um þetta mál,“ segir Eva Bergþóra sem leggur á það áherslu að fundurinn hafi verið á vegum skólans. Hafði ekkert á móti því að túlkað væri „Hann treysti sér ekki til þess að tala ensku. Þá er það hlutverk skólans en ekki Reykjavíkurborgar sem ekki er að reka þennan skóla, að útvega túlk. Þetta væri okkar vandamál ef þetta væri skóli sem við værum að reka en svo er ekki.“ Eva Bergþóra segist hafa heyrt af því að starfsmaðurinn hefði sagt frá því að þarna hafi einhverjir verið að túlka og hann hafi ekki gert neinar athugasemdir við það. „Enda af hverju hefði hann átt að gera það? Honum var nákvæmlega sama um það. En rétt eins og Sólveig Anna, þá var ég ekki á þessum fundi. Þetta er allt eftir þriðja aðila haft.“ Leikskólar Reykjavík Innflytjendamál Skóla- og menntamál Íslensk tunga Mygla Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira
„Í öllu falli var það skólans að útvega túlk,“ segir Eva Bergþóra í samtali við Vísi. Henni þykir leitt ef misskilningur í þessum málaflokki festir sig í sessi. En hér sé eiginlega verið að hengja bakara fyrir smið. Einkarekinn leikskóli Vísir sagði af frásögn Sólveigar Önnu sem snýr að fundi sem haldinn var í einum af leiksskólum í Reykjavík. Þar hafi verið í að minnsta tveir fulltrúar frá Reykjavíkurborg og þeir hafi tekið fyrir að töluð væri annað en íslenska. Sólveig telur þessa framkomu fyrir neðan allar hellur og viðstaddir hafi upplifað mikla vanvirðu. „Þetta er einkarekinn leiksskóli, reksturinn er ekki í höndum Reykjavíkurborgar. Hann er í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar,“ segir hins vegar Eva Bergþóra. Upp komu innivistarvandamál í húsnæði leikskólans og var starfseminni fundinn staður í Húsaskóla. „Það hentaði vel að skólinn yrði fluttur um stundarsakir, á meðan framkvæmdum stendur. Starfsmaður Reykjavíkurborgar mætti á fundinn sem skólinn hélt um þetta mál,“ segir Eva Bergþóra sem leggur á það áherslu að fundurinn hafi verið á vegum skólans. Hafði ekkert á móti því að túlkað væri „Hann treysti sér ekki til þess að tala ensku. Þá er það hlutverk skólans en ekki Reykjavíkurborgar sem ekki er að reka þennan skóla, að útvega túlk. Þetta væri okkar vandamál ef þetta væri skóli sem við værum að reka en svo er ekki.“ Eva Bergþóra segist hafa heyrt af því að starfsmaðurinn hefði sagt frá því að þarna hafi einhverjir verið að túlka og hann hafi ekki gert neinar athugasemdir við það. „Enda af hverju hefði hann átt að gera það? Honum var nákvæmlega sama um það. En rétt eins og Sólveig Anna, þá var ég ekki á þessum fundi. Þetta er allt eftir þriðja aðila haft.“
Leikskólar Reykjavík Innflytjendamál Skóla- og menntamál Íslensk tunga Mygla Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira