Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Kristján Már Unnarsson skrifar 8. apríl 2025 22:44 Brynjar Örn Sveinjónsson, yfirflugstjóri Cargolux: „Það byrjar í raun sem verkefni frá Loftleiðum.“ Egill Aðalsteinsson Hátt í fimmhundruð Íslendingar eru núna búsettir í Lúxemborg og er Cargolux enn í dag meðal stærstu vinnustaða Íslendinga í fluginu. Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Flugþjóðin fórum við til Lúxemborgar þar sem einn angi íslenska flugævintýrisins gerðist. Þar tók að myndast íslensk flugnýlenda um miðjan sjötta áratuginn þegar Loftleiðir gerðu Findel-flugvöll að aðalstarfsstöð sinni á meginlandi Evrópu vegna Ameríkuflugsins. Loftleiðamenn léku síðan lykilhlutverk í stofnun Cargolux árið 1970, fraktflugfélags sem í dag rekur þrjátíu þotur af gerðinni Boeing 747. Loftleiðir og síðar Flugleiðir áttu lengi vel þriðjungs hlut í félaginu. Boeing 747-þota Cargolux að lenda á Findel-flugvelli í Lúxemborg. Önnur þota fjær á leið í flugtaksstöðu.Egill Aðalsteinsson „Það byrjar í raun sem verkefni frá Loftleiðum, spin-off verkefni þaðan. En hefur svo hlotið gríðarlegan stuðning frá Lúxemborg líka og með þeim stuðningi og fjármagni fengið tækifæri til að vaxa og dafna,“ segir Brynjar Örn Sveinjónsson, yfirflugstjóri Cargolux. Enn í dag starfar fjöldi Íslendinga hjá Cargolux. „Í dag eru það um 65 Íslendingar sem eru eftir,“ segir Móeiður Sigurðardóttir, oftast kölluð Móa, en hún er forstöðumaður samskipta- og sjálfbærnimála Cargolux. Móa Sigurðardóttir er forstöðumaður samskipta- og sjálfbærnimála Cargolux.Egill Aðalsteinsson Hún segir Íslendinga að finna í flestum deildum fyrirtækisins, svo sem á skrifstofum, í innkaupadeild, fraktdeild, í flugskýlinu og í fluginu. Margir Íslendinganna gegni stjórnunarstöðum. „Þannig að þeir eru eiginlega allsstaðar. Þetta eru eiginlega allt meira og minna Íslendingar sem búa hér. Og þetta er mikið önnur kynslóð Íslendinga, eins og ég. Sem hafa byrjað að vinna hjá fyrirtækinu eftir að mamma eða pabbi voru að vinna hérna, sérstaklega pabbarnir,“ segir Móa. Viðhaldsstöð Cargolux rúmar tvær Boeing 747-þotur samtímis.Egill Aðalsteinsson Og það er slatti íslenskra flugmanna að stýra júmbó-þotunum. „Við erum í kringum tuttugu íslenskir flugmenn í dag. Voru svolítið fleiri hérna í kringum covid-tímabilið. En þeir hafa svona fljótlega farið að færa sig aftur yfir til Icelandair og þangað þar sem þeir voru fyrir,“ segir Brynjar. Það er magnað að hugsa til þess að flugfélag sem er sannarlega afkvæmi Loftleiðaævintýrisins er í dag stærsta fraktflugfélag Evrópu og það fimmta stærsta í heimi. Björn Sverrisson og Salvör Þormóðsdóttir á heimili sínu í Móseldalnum í Lúxemborg. Þau störfuðu bæði hjá Loftleiðum og luku starfsferlinum hjá Cargolux.Egill Aðalsteinsson Og Íslendingarnir sem tóku þátt í að byggja upp flugstarfsemina í Lúxemborg eru stoltir, eins og hjónin Björn Sverrisson og Salvör Þormóðsdóttir, sem bæði hófu störf hjá Loftleiðum og luku starfsferlinum hjá Cargolux. -Finnið þið til þess að þetta er hluti af íslensku flugsögunni? „Já, já. Við erum stundum hreykin af þessu, mjög hreykin,“ svarar Björn, sem var flugvirki og flugvélstjóri. „Já, við erum partur af því líka. Þannig að maður er alveg hreykinn af því að hafa verið innvinklaður í þetta,“ svarar Salvör, sem var flugfreyja. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þetta var fyrri þáttur af tveimur um íslensku flugnýlenduna í Lúxemborg. Seinni þátturinn verður sýndur að viku liðinni. Í þætti Flugþjóðarinnar fyrir þremur vikum um flugútrás Íslendinga var lýst aðdragandanum að stofnun Cargolux þegar fjallað var um Atlantshafsflug Loftleiða og hjálparflugið í Biafra í þessu tíu mínútna myndskeiði: Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér er kynningarstikla þáttanna: Flugþjóðin Lúxemborg Fréttir af flugi Icelandair Boeing Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44 Var stórhissa á því hvað pabbi hafði gert mikið „Við stöndum að eilífu í þakkarskuld við þessa frumkvöðla,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra í ávarpi við opnun sýningar í tilefni 80 ára afmælis Loftleiða. Með uppbyggingu á fluginu með Ísland sem tengimiðstöð hefðu þeir lagt grunninn að þeirri öflugu ferðaþjónustu sem til væri orðin í landinu. 9. mars 2024 07:47 Minnast þess að hálf öld er frá því Loftleiðamenn stofnuðu Cargolux Cargolux, skilgreint afkvæmi Loftleiðaævintýris Alfreðs Elíassonar og félaga, er í dag stærsta frakflugfélag Evrópu og það sjöunda stærsta í heiminum. 7. mars 2020 07:22 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Flugþjóðin fórum við til Lúxemborgar þar sem einn angi íslenska flugævintýrisins gerðist. Þar tók að myndast íslensk flugnýlenda um miðjan sjötta áratuginn þegar Loftleiðir gerðu Findel-flugvöll að aðalstarfsstöð sinni á meginlandi Evrópu vegna Ameríkuflugsins. Loftleiðamenn léku síðan lykilhlutverk í stofnun Cargolux árið 1970, fraktflugfélags sem í dag rekur þrjátíu þotur af gerðinni Boeing 747. Loftleiðir og síðar Flugleiðir áttu lengi vel þriðjungs hlut í félaginu. Boeing 747-þota Cargolux að lenda á Findel-flugvelli í Lúxemborg. Önnur þota fjær á leið í flugtaksstöðu.Egill Aðalsteinsson „Það byrjar í raun sem verkefni frá Loftleiðum, spin-off verkefni þaðan. En hefur svo hlotið gríðarlegan stuðning frá Lúxemborg líka og með þeim stuðningi og fjármagni fengið tækifæri til að vaxa og dafna,“ segir Brynjar Örn Sveinjónsson, yfirflugstjóri Cargolux. Enn í dag starfar fjöldi Íslendinga hjá Cargolux. „Í dag eru það um 65 Íslendingar sem eru eftir,“ segir Móeiður Sigurðardóttir, oftast kölluð Móa, en hún er forstöðumaður samskipta- og sjálfbærnimála Cargolux. Móa Sigurðardóttir er forstöðumaður samskipta- og sjálfbærnimála Cargolux.Egill Aðalsteinsson Hún segir Íslendinga að finna í flestum deildum fyrirtækisins, svo sem á skrifstofum, í innkaupadeild, fraktdeild, í flugskýlinu og í fluginu. Margir Íslendinganna gegni stjórnunarstöðum. „Þannig að þeir eru eiginlega allsstaðar. Þetta eru eiginlega allt meira og minna Íslendingar sem búa hér. Og þetta er mikið önnur kynslóð Íslendinga, eins og ég. Sem hafa byrjað að vinna hjá fyrirtækinu eftir að mamma eða pabbi voru að vinna hérna, sérstaklega pabbarnir,“ segir Móa. Viðhaldsstöð Cargolux rúmar tvær Boeing 747-þotur samtímis.Egill Aðalsteinsson Og það er slatti íslenskra flugmanna að stýra júmbó-þotunum. „Við erum í kringum tuttugu íslenskir flugmenn í dag. Voru svolítið fleiri hérna í kringum covid-tímabilið. En þeir hafa svona fljótlega farið að færa sig aftur yfir til Icelandair og þangað þar sem þeir voru fyrir,“ segir Brynjar. Það er magnað að hugsa til þess að flugfélag sem er sannarlega afkvæmi Loftleiðaævintýrisins er í dag stærsta fraktflugfélag Evrópu og það fimmta stærsta í heimi. Björn Sverrisson og Salvör Þormóðsdóttir á heimili sínu í Móseldalnum í Lúxemborg. Þau störfuðu bæði hjá Loftleiðum og luku starfsferlinum hjá Cargolux.Egill Aðalsteinsson Og Íslendingarnir sem tóku þátt í að byggja upp flugstarfsemina í Lúxemborg eru stoltir, eins og hjónin Björn Sverrisson og Salvör Þormóðsdóttir, sem bæði hófu störf hjá Loftleiðum og luku starfsferlinum hjá Cargolux. -Finnið þið til þess að þetta er hluti af íslensku flugsögunni? „Já, já. Við erum stundum hreykin af þessu, mjög hreykin,“ svarar Björn, sem var flugvirki og flugvélstjóri. „Já, við erum partur af því líka. Þannig að maður er alveg hreykinn af því að hafa verið innvinklaður í þetta,“ svarar Salvör, sem var flugfreyja. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þetta var fyrri þáttur af tveimur um íslensku flugnýlenduna í Lúxemborg. Seinni þátturinn verður sýndur að viku liðinni. Í þætti Flugþjóðarinnar fyrir þremur vikum um flugútrás Íslendinga var lýst aðdragandanum að stofnun Cargolux þegar fjallað var um Atlantshafsflug Loftleiða og hjálparflugið í Biafra í þessu tíu mínútna myndskeiði: Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér er kynningarstikla þáttanna:
Flugþjóðin Lúxemborg Fréttir af flugi Icelandair Boeing Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44 Var stórhissa á því hvað pabbi hafði gert mikið „Við stöndum að eilífu í þakkarskuld við þessa frumkvöðla,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra í ávarpi við opnun sýningar í tilefni 80 ára afmælis Loftleiða. Með uppbyggingu á fluginu með Ísland sem tengimiðstöð hefðu þeir lagt grunninn að þeirri öflugu ferðaþjónustu sem til væri orðin í landinu. 9. mars 2024 07:47 Minnast þess að hálf öld er frá því Loftleiðamenn stofnuðu Cargolux Cargolux, skilgreint afkvæmi Loftleiðaævintýris Alfreðs Elíassonar og félaga, er í dag stærsta frakflugfélag Evrópu og það sjöunda stærsta í heiminum. 7. mars 2020 07:22 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44
Var stórhissa á því hvað pabbi hafði gert mikið „Við stöndum að eilífu í þakkarskuld við þessa frumkvöðla,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra í ávarpi við opnun sýningar í tilefni 80 ára afmælis Loftleiða. Með uppbyggingu á fluginu með Ísland sem tengimiðstöð hefðu þeir lagt grunninn að þeirri öflugu ferðaþjónustu sem til væri orðin í landinu. 9. mars 2024 07:47
Minnast þess að hálf öld er frá því Loftleiðamenn stofnuðu Cargolux Cargolux, skilgreint afkvæmi Loftleiðaævintýris Alfreðs Elíassonar og félaga, er í dag stærsta frakflugfélag Evrópu og það sjöunda stærsta í heiminum. 7. mars 2020 07:22
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent