Flugþjóðin

Fréttamynd

Þegar Þor­valdur í Síld og fisk varð ör­laga­valdur Loft­leiða

Þorvaldur Guðmundsson athafnamaður, oftast kenndur við Síld og fisk, reyndist örlagavaldur í rekstri Loftleiða árið 1959. Grétar Br. Kristjánsson, sonur þáverandi stjórnarformanns Loftleiða, Kristjáns Guðlaugssonar, segir að Þorvaldur hafi sem stjórnarformaður Verzlunarsparisjóðsins, síðar Verslunarbankans, tryggt nauðsynleg lán til að Loftleiðir gætu keypt Douglas DC 6B-flugvélarnar sem urðu grunnurinn að velgengni flugfélagsins.

Innlent
Fréttamynd

Flug­leiðir á barmi gjald­þrots gátu ekki haldið Cargolux

Flugleiðir voru á barmi gjaldþrots og höfðu engin tök á að halda þriðjungshlut sínum í Cargolux fyrir fjörutíu árum. Þetta er meginástæða þess að Íslendingar misstu tökin á frakflugfélaginu í Lúxemborg, að mati eins helsta valdamanns Flugleiða á þeim tíma.

Innlent
Fréttamynd

Helsti valda­maður flugsins var oftast utan sviðsljóssins

Hann var einn valdamesti maður íslenska fluggeirans um áratugaskeið og sá sem lengst allra sat í stjórn Flugleiða. Hann stóð þó utan sviðsljóssins þrátt fyrir að hafa allan sinn starfsferil jafnframt verið einn af lykilstjórnendum Loftleiða og síðar Flugleiða.

Innlent
Fréttamynd

Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins

Nýir og fyrirferðarmiklir safngripir eins og þyrlur og flugvélaskrokkar kalla á stækkun Flugsafns Íslands á Akureyri. Safnið er það eina viðurkennda hér á landi sem hefur það meginhlutverk að varðveita íslenska flugsögu.

Innlent
Fréttamynd

Töldu Akur­eyringa ekki reka alvöruflugfélag

Með stofnun Norðurflugs á Akureyri varð Tryggvi Helgason brautryðjandi í rekstri landshlutaflugfélaga á Íslandi. Flugfélagið Norlandair og áður Flugfélag Norðurlands eru bæði sprottin af Norðurflugi.

Innlent
Fréttamynd

Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum

Melgerðismelar í Eyjafirði skipa merkan sess í flugsögu Íslands. Þar var fyrsti flugvöllur Akureyrar og sá mikilvægasti utan Suðvesturlands þegar innanlandsflugið var að færast yfir í landflugvélar á upphafsárunum.

Innlent
Fréttamynd

Beint flug milli Akur­eyrar og út­landa aldrei verið meira

Beint flug milli Akureyrar og útlanda hefur aldrei verið meira og voru sjö áætlunarflug á viku út í heim að jafnaði frá Akureyrarflugvelli í síðasta mánuði auk leiguflugs. Akureyri nálgast núna Reykjavíkurflugvöll í heildarfjölda flugfarþega.

Innlent
Fréttamynd

Við Ís­lendingar fórum bara á ver­tíð og drifum þetta af

Sá starfsandi sem Íslendingar fluttu með sér til Lúxemborgar á upphafsárum Cargolux er sagður lykillinn að velgengni flugfélagsins. „Cargolux hefði aldrei orðið til ef það hefði ekki verið þetta íslenska hugarfar,“ segir Björn Sverrisson, fyrrverandi flugvélstjóri.

Innlent
Fréttamynd

Þurfti á­falla­hjálp þegar flugi til Ís­lands var hætt

Íslendinganýlendan í Lúxemborg missti dýrmæt tengsl við heimalandið þegar beinu flugi var hætt á milli landanna. Mjög hefur dregið úr starfsemi Íslendingafélagsins í landinu og virðist íslenska samfélagið þar smámsaman vera að renna inn í það lúxemborgíska.

Innlent
Fréttamynd

Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair

Tímamót urðu í sögu Icelandair þegar félagið fékk afhenta sína fyrstu Airbus-þotu undir lok síðasta árs. Aldrei fyrr hafði það gerst í sögu þessa stærsta flugfélags Íslendinga að það keypti nýja farþegaþotu frá öðrum framleiðanda en Boeing.

Innlent
Fréttamynd

Arf­taki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing

Boeing-verksmiðjurnar hættu smíði 757-þotunnar árið 2004, þeirrar flugvélartegundar sem byggði upp Icelandair. Boeing hefur til þessa ekki getað boðið flugfélögum upp á annan valkost sem getur algerlega komið í staðinn fyrir 757-vélina.

Innlent
Fréttamynd

Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna

Verulegar efasemdir voru innan stjórnar Flugleiða á níunda áratugnum um hvort rétt væri að halda áfram flugi til Ameríku. Meirihluti stjórnarinnar hallaðist að því að félagið einbeitti sér að Evrópuflugi og að Ameríkuflugi yrði hætt.

Innlent
Fréttamynd

Þurfti þrjár til­raunir til að lenda í Kefla­vík

Flugvél frá Play þurfti tvívegis í gær að hætta við lendingu í Keflavík á síðustu stundu í hvassri suðvestanátt og neyddust fjórar aðrar farþegaþotur til að fara í biðflug á meðan verstu hryðjurnar gengu yfir. Vandræðin hefðu ekki orðið ef þriðja flugbraut vallarins væri opin.

Innlent
Fréttamynd

Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar

Konur klæddar gömlum flugfreyjubúningum Loftleiða tóku á móti gestum útgáfuhófs ljósmyndabókar um Loftleiðasöguna, sem Sigurgeir Orri Sigurgeirsson gefur út í samvinnu við Sögufélag Loftleiða. Útkomu bókarinnar var fagnað síðdegis í gær, sunnudag, og að sjálfsögðu á Loftleiðahótelinu.

Lífið
Fréttamynd

Dagurinn þegar fyrsta þotan lenti í Reykja­vík

Það var ekki Boeing 727-þotan Gullfaxi sem varð fyrsta þotan til að lenda á Reykjavíkurflugvelli sumarið 1967. Sex árum áður hafði nefnilega önnur farþegaþota orðið fyrri til að lenda á flugvelli höfuðborgarinnar. Sú var ekki bandarísk heldur frönsk.

Innlent
  • «
  • 1
  • 2