„Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. apríl 2025 12:51 Daði Már kveðst fylgjast náið með þróun mála. Vísir/Vilhelm Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir að það þurfi að horfa marga áratugi aftur í tímann til að sjá eitthvað í líkingu við þá atburði sem eru að eiga sér stað í fjármálaheiminum í dag vegna ákvörðunar Bandaríkjaforseta í tollamálum. Í dag heldur forsætisráðherra út til Brussel til að funda með forsvarsmönnum ESB og til að reyna að koma þeim í skilning um stöðu Íslands. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í morgun, að hann hefði áhyggjur af stöðu mála á heimsmörkuðum og sagði að til staðar væri hætta á að heimskreppa gæti skollið á. Daði sagðist deila áhyggjum Ásgeirs af þróuninni. „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður eða við þurfum að fara mjög marga áratugi aftur í tímann – og í raun allt annan heim - til þess að sjá eitthvað svipað þannig að ég deili þeim áhyggjum með honum að þetta er ný staða og við þurfum að fylgjast mjög náið með hvernig þróunin verður.“ Hann var þá beðinn um að leggja mat á mögulegt framhald þessarar þróunar sem farin er af stað. „Það er mjög erfitt að spá um framtíðina. Viðbrögð Kína kölluðu á ný viðbrögð frá Bandaríkjunum, verði meira af því þá vitum við raunverulega ekki hvar þetta endar. Við þessa fyrstu útgáfu sem kom af tollunum var okkar mat að áhrifin á íslenska hagkerfið væru ekki veruleg, ekki beinu áhrifin, en auðvitað ef þetta hægir mjög á hagvexti í heiminum þá eru það aldrei góðar fréttir fyrir lítið og opið hagkerfi,“ sagði Daði Már. Í dag heldur Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra út til Kaupmannahafnar og í fyrramálið til Brussel til að eiga þar fundi með forsvarsmönnum Evrópusambandsins til að reyna að tryggja stöðu Íslands. „Við erum náttúrulega hluti af innri markaðnum sem EES og EFTA-land en við erum ekki í tollabandalagi Evrópusambandsins. Ég hef verið í virkum samskiptum við hin löndin sem eru í þessu EFTA bandalagi, Noreg og Liechtenstein og við erum í sameiningu að reyna að koma þeim skilaboðum til skila að ef það verður farið í einhverja allsherjar tolla eða innflutningstakmarkanir hjá Evrópusambandinu að þá verði litið til þess að þrátt fyrir að við séum ekki í tollabandalagi þá séum við virkur hluti af innri markaðnum og að við lendum ekki í þeim tollum þannig að þetta eru skilaboðin sem hafa verið lengi að koma frá okkur og núna erum við að ítreka þau í persónu í Brussel á morgun.“ Bandaríkin Evrópusambandið Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Jón Bjarki Bentsson, yfirhagfræðingur Íslandsbanka, segir ró vera að færast yfir í hlutabréfaviðskiptum Kauphallar Íslands, allavega í bili. „Auðvitað geta alltaf komið vendingar á næstu dögum sem geta skotið mörkuðum skelk í bringu en í bili er þróunin þannig að óvissan er að minnka og yfirvegun aftur orðin ráðandi. 8. apríl 2025 12:43 Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Yfirvöld í Kína ætla sér að „berjast til endaloka“ ætli Bandaríkin að halda áfram að stigmagna tollastríðið. Í yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína eru Bandaríkin sökuð um kúgun. Þar segir einnig að hótanir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hækka enn frekar tolla gegn Kína séu mistök. Hærri tollar taka gildi á morgun víða um heim. 8. apríl 2025 06:34 Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að leggja 50 prósenta viðbótartoll á innflutning frá Kína, nema kínversk stjórnvöld dragi til baka mótaðgerðir sem þau kynntu í síðustu viku. 7. apríl 2025 16:25 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Fleiri fréttir Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Sjá meira
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í morgun, að hann hefði áhyggjur af stöðu mála á heimsmörkuðum og sagði að til staðar væri hætta á að heimskreppa gæti skollið á. Daði sagðist deila áhyggjum Ásgeirs af þróuninni. „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður eða við þurfum að fara mjög marga áratugi aftur í tímann – og í raun allt annan heim - til þess að sjá eitthvað svipað þannig að ég deili þeim áhyggjum með honum að þetta er ný staða og við þurfum að fylgjast mjög náið með hvernig þróunin verður.“ Hann var þá beðinn um að leggja mat á mögulegt framhald þessarar þróunar sem farin er af stað. „Það er mjög erfitt að spá um framtíðina. Viðbrögð Kína kölluðu á ný viðbrögð frá Bandaríkjunum, verði meira af því þá vitum við raunverulega ekki hvar þetta endar. Við þessa fyrstu útgáfu sem kom af tollunum var okkar mat að áhrifin á íslenska hagkerfið væru ekki veruleg, ekki beinu áhrifin, en auðvitað ef þetta hægir mjög á hagvexti í heiminum þá eru það aldrei góðar fréttir fyrir lítið og opið hagkerfi,“ sagði Daði Már. Í dag heldur Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra út til Kaupmannahafnar og í fyrramálið til Brussel til að eiga þar fundi með forsvarsmönnum Evrópusambandsins til að reyna að tryggja stöðu Íslands. „Við erum náttúrulega hluti af innri markaðnum sem EES og EFTA-land en við erum ekki í tollabandalagi Evrópusambandsins. Ég hef verið í virkum samskiptum við hin löndin sem eru í þessu EFTA bandalagi, Noreg og Liechtenstein og við erum í sameiningu að reyna að koma þeim skilaboðum til skila að ef það verður farið í einhverja allsherjar tolla eða innflutningstakmarkanir hjá Evrópusambandinu að þá verði litið til þess að þrátt fyrir að við séum ekki í tollabandalagi þá séum við virkur hluti af innri markaðnum og að við lendum ekki í þeim tollum þannig að þetta eru skilaboðin sem hafa verið lengi að koma frá okkur og núna erum við að ítreka þau í persónu í Brussel á morgun.“
Bandaríkin Evrópusambandið Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Jón Bjarki Bentsson, yfirhagfræðingur Íslandsbanka, segir ró vera að færast yfir í hlutabréfaviðskiptum Kauphallar Íslands, allavega í bili. „Auðvitað geta alltaf komið vendingar á næstu dögum sem geta skotið mörkuðum skelk í bringu en í bili er þróunin þannig að óvissan er að minnka og yfirvegun aftur orðin ráðandi. 8. apríl 2025 12:43 Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Yfirvöld í Kína ætla sér að „berjast til endaloka“ ætli Bandaríkin að halda áfram að stigmagna tollastríðið. Í yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína eru Bandaríkin sökuð um kúgun. Þar segir einnig að hótanir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hækka enn frekar tolla gegn Kína séu mistök. Hærri tollar taka gildi á morgun víða um heim. 8. apríl 2025 06:34 Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að leggja 50 prósenta viðbótartoll á innflutning frá Kína, nema kínversk stjórnvöld dragi til baka mótaðgerðir sem þau kynntu í síðustu viku. 7. apríl 2025 16:25 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Fleiri fréttir Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Sjá meira
Hækkanir í Kauphöllinni á ný Jón Bjarki Bentsson, yfirhagfræðingur Íslandsbanka, segir ró vera að færast yfir í hlutabréfaviðskiptum Kauphallar Íslands, allavega í bili. „Auðvitað geta alltaf komið vendingar á næstu dögum sem geta skotið mörkuðum skelk í bringu en í bili er þróunin þannig að óvissan er að minnka og yfirvegun aftur orðin ráðandi. 8. apríl 2025 12:43
Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Yfirvöld í Kína ætla sér að „berjast til endaloka“ ætli Bandaríkin að halda áfram að stigmagna tollastríðið. Í yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína eru Bandaríkin sökuð um kúgun. Þar segir einnig að hótanir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hækka enn frekar tolla gegn Kína séu mistök. Hærri tollar taka gildi á morgun víða um heim. 8. apríl 2025 06:34
Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að leggja 50 prósenta viðbótartoll á innflutning frá Kína, nema kínversk stjórnvöld dragi til baka mótaðgerðir sem þau kynntu í síðustu viku. 7. apríl 2025 16:25