Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2025 16:25 Donald Trump sýndi tollaáform Bandaríkjanna á stóru spjaldi. Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að leggja 50 prósenta viðbótartoll á innflutning frá Kína, nema kínversk stjórnvöld dragi til baka mótaðgerðir sem þau kynntu í síðustu viku. Hótun um viðbótartoll kæmi ofan á 34 prósenta toll sem Trump kynnti á kínverskar vörur í síðustu viku. Sá tollur bættist við að lágmarki 20 prósenta toll sem Hvíta húsið hafði þegar sett á í janúar. Verði þessir tollar að veruleika gætu bandarísk fyrirtæki þurft að greiða yfir 100% toll af vörum frá Kína – sem myndi þannig tvöfalda kostnað innflytjenda á örfáum mánuðum. Trump hefur áður brugðist við mótaðgerðum með stórum og harkalegum hótunum. Þannig hótaði hann til að mynda að leggja 200% toll á áfengi frá Evrópu og 50% toll á stál og ál frá Kanada. Í báðum tilvikum náðist samkomulag áður en tollarnir tóku gildi. Það sem greinir málið nú frá fyrri deilum er að þær snerust um langvarandi bandamenn Bandaríkjanna. Kína hefur verið skotmark í viðskiptastefnu Washington löngu áður en Trump tók við embætti. Þrátt fyrir skýr skilaboð frá Hvíta húsinu um að vilji sé fyrir hendi að ná samkomulagi við Kínverja – bæði um tolla og TikTok – hafa stjórnvöld í Peking hingað til sýnt lítinn áhuga á samningaviðræðum. Hlutabréfaverð í Bandaríkjunum og um allan heim hefur fallið undanfarna daga eftir tilkynningar Trump um misháa tolla á þjóðir heimsins. Engin breyting varð þar á í dag. Trump hefur kallað eftir því að fólk sýni hvorki veikleikamerki né heimsku sína og lagt áherslu á þolinmæði. Frétt BBC. Skattar og tollar Donald Trump Bandaríkin Kína Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hótun um viðbótartoll kæmi ofan á 34 prósenta toll sem Trump kynnti á kínverskar vörur í síðustu viku. Sá tollur bættist við að lágmarki 20 prósenta toll sem Hvíta húsið hafði þegar sett á í janúar. Verði þessir tollar að veruleika gætu bandarísk fyrirtæki þurft að greiða yfir 100% toll af vörum frá Kína – sem myndi þannig tvöfalda kostnað innflytjenda á örfáum mánuðum. Trump hefur áður brugðist við mótaðgerðum með stórum og harkalegum hótunum. Þannig hótaði hann til að mynda að leggja 200% toll á áfengi frá Evrópu og 50% toll á stál og ál frá Kanada. Í báðum tilvikum náðist samkomulag áður en tollarnir tóku gildi. Það sem greinir málið nú frá fyrri deilum er að þær snerust um langvarandi bandamenn Bandaríkjanna. Kína hefur verið skotmark í viðskiptastefnu Washington löngu áður en Trump tók við embætti. Þrátt fyrir skýr skilaboð frá Hvíta húsinu um að vilji sé fyrir hendi að ná samkomulagi við Kínverja – bæði um tolla og TikTok – hafa stjórnvöld í Peking hingað til sýnt lítinn áhuga á samningaviðræðum. Hlutabréfaverð í Bandaríkjunum og um allan heim hefur fallið undanfarna daga eftir tilkynningar Trump um misháa tolla á þjóðir heimsins. Engin breyting varð þar á í dag. Trump hefur kallað eftir því að fólk sýni hvorki veikleikamerki né heimsku sína og lagt áherslu á þolinmæði. Frétt BBC.
Skattar og tollar Donald Trump Bandaríkin Kína Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent