„Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Árni Gísli Magnússon skrifar 6. apríl 2025 19:44 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR. Vísir/Vilhelm KA og KR skildu jöfn, 2-2, í fyrstu umferð Bestu deildar karla á Greifavellinum á Akureyri í dag. Óskar Hrafn Þorvaldsson sagðist fara glaður upp í flugvélina til Reykjavíkur en hafði ýmislegt að segja um leikinn. KR skoraði annað mark fyrir lok fyrri hálfleiks en engin mörk komu í þeim seinni og því skiptu liðin stigunum á milli sín. Undirritaður ræddi við Óskar beint eftir leik og fór hann um víðan völl í sinni greiningu á leiknum. „Mér líður bara vel, mér líður alltaf vel. Við fengum færi, við fengum þrjú dauðafæri til að koma okkur í góða stöðu; Jói (Jóhannes Kristinn Bjarnason) tvisvar og Eiður (Gauti Sæbjörnsson) einu sinni en svo auðvitað endum við tveimur færri þannig að ég get ekkert verið annað en sáttur með stigið.“ „Mér finnst það ekki vera einhver ósigur að fara með eitt stig frá Akureyri, ég sagði það fyrir leikinn og segi það aftur að einhverjir voru búnir að spá KA norður og niður en KA liðið er öflugt, það er rútínerað og massívt lið þannig að því leytinu til fer ég bara glaður upp í flugvélina til Reykjavíkur.“ Lítur á leikinn sem lærdóm Óskar hélt áfram og talaði um að frammistaðan hefði mátt vera betri en dregur mikinn lærdóm af leiknum. „Frammistaðan okkar var ekki á þeim stað sem við vildum að hún væri, mér fannst vera hrollur í mönnum, mér fannst við vera taugatrekktir og þegar hitastigið í leiknum eða stemningin, hún verður pínu öfgafull og mikil læti þá fannst mér við aðeins láta stjórnast af henni og vorum að flýta okkur og mikið en mér fannst það snarlagast í seinni hálfleik og ég lít bara á þennan leik sem frábæra lærdóm.“ „Við lærum að vera einum færri og tveimur færri og hvernig við bregðumst við því, ég reyndar á eftir að horfa á leikinn aftur en ég furða mig á því hvernig línan var í leiknum, hvernig við gátum endað tveimur færri á meðan mér fannst KA mennirnir komast upp með heldur meira en við. Að því sögðu þá fer ég sáttur með stigið en hins vegar veit ég að það er rosalega margt sem við getum bætt okkur í, enda eru 26 leikir eftir þannig að ég er ekkert sérstaklega stressaður yfir því en vel meðvitaður um það að við eigum að geta spilað betur. „Ég held að þessi leikur hafi verið skemmtilegur, hann var fram og til baka og við gerðum okkar besta til að reyna skora fleiri mörk og reyna vinna leikinn. Sáttur með stigið, frammistaðan hefði mátt vera betri en ég hef skilning á því, það eru taugar og það er stress og það er svona margt sem spilar inn í, við erum að fá marga leikmenn til baka sem eru kannski ekki alveg í sínu besta formi og þegar menn eru ekki í sínu besta formi þá hafa þeir tilhneigingu til að flækja hlutina en ekki einfalda þá, þannig það eru margar ástæður. Við tökum þetta bara með okkur í Vals leikinn sem er næstur.“ Jóhann verði að lifa með þessari ákvörðun Aron Sigurðarson fékk að líta beint rautt spjald eftir viðskipti við Andra Fannar Stefánsson undir lok venjulegs leiktíma og Hjalti Sigurðsson fékk sitt seinna spjald í uppbótartíma og þar með rautt. Óskar vildi ekki tjá sig um hvort ákvarðanirnar hafi verið réttmætar að hans mati en hafði þó frá ýmsu að segja. „Nei ég get ekkert sagt að það hafi verið röng ákvörðun að Hjalti hafi fengið annað gula spjaldið sitt fyrir að toga í leikmann, mér fannst menn sem voru á spjaldi eða fengu seint spjald komast upp með meira. Mér fannst línan ekki frábær í þessum leik en það er auðvitað bara eins og það er.“ „Spjaldið hans Arons, ég sé þetta ekki, ég er í snóker, Andri reif í hann og Aron reif í Andra og Andri reif svo aftur í hann og reynir Aron að losa sig og hvort það var viljandi eða ekki. Jóhann tekur þessa ákvörðun og hann verður að lifa með henni, hann verður að geta horft í spegil í kvöld þegar hann fer að bursta tennurnar og verið sáttur við sjálfan sig.“ „Ég vona svo sannarlega að hann verði það því þetta var stór ákvörðun, risastór ákvörðun, og alls ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli en ég vona bara að þetta hafi verið rétt hjá honum. Ég get ekki svarað þér“, sagði Óskar að endingu. Besta deild karla KR KA Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
KR skoraði annað mark fyrir lok fyrri hálfleiks en engin mörk komu í þeim seinni og því skiptu liðin stigunum á milli sín. Undirritaður ræddi við Óskar beint eftir leik og fór hann um víðan völl í sinni greiningu á leiknum. „Mér líður bara vel, mér líður alltaf vel. Við fengum færi, við fengum þrjú dauðafæri til að koma okkur í góða stöðu; Jói (Jóhannes Kristinn Bjarnason) tvisvar og Eiður (Gauti Sæbjörnsson) einu sinni en svo auðvitað endum við tveimur færri þannig að ég get ekkert verið annað en sáttur með stigið.“ „Mér finnst það ekki vera einhver ósigur að fara með eitt stig frá Akureyri, ég sagði það fyrir leikinn og segi það aftur að einhverjir voru búnir að spá KA norður og niður en KA liðið er öflugt, það er rútínerað og massívt lið þannig að því leytinu til fer ég bara glaður upp í flugvélina til Reykjavíkur.“ Lítur á leikinn sem lærdóm Óskar hélt áfram og talaði um að frammistaðan hefði mátt vera betri en dregur mikinn lærdóm af leiknum. „Frammistaðan okkar var ekki á þeim stað sem við vildum að hún væri, mér fannst vera hrollur í mönnum, mér fannst við vera taugatrekktir og þegar hitastigið í leiknum eða stemningin, hún verður pínu öfgafull og mikil læti þá fannst mér við aðeins láta stjórnast af henni og vorum að flýta okkur og mikið en mér fannst það snarlagast í seinni hálfleik og ég lít bara á þennan leik sem frábæra lærdóm.“ „Við lærum að vera einum færri og tveimur færri og hvernig við bregðumst við því, ég reyndar á eftir að horfa á leikinn aftur en ég furða mig á því hvernig línan var í leiknum, hvernig við gátum endað tveimur færri á meðan mér fannst KA mennirnir komast upp með heldur meira en við. Að því sögðu þá fer ég sáttur með stigið en hins vegar veit ég að það er rosalega margt sem við getum bætt okkur í, enda eru 26 leikir eftir þannig að ég er ekkert sérstaklega stressaður yfir því en vel meðvitaður um það að við eigum að geta spilað betur. „Ég held að þessi leikur hafi verið skemmtilegur, hann var fram og til baka og við gerðum okkar besta til að reyna skora fleiri mörk og reyna vinna leikinn. Sáttur með stigið, frammistaðan hefði mátt vera betri en ég hef skilning á því, það eru taugar og það er stress og það er svona margt sem spilar inn í, við erum að fá marga leikmenn til baka sem eru kannski ekki alveg í sínu besta formi og þegar menn eru ekki í sínu besta formi þá hafa þeir tilhneigingu til að flækja hlutina en ekki einfalda þá, þannig það eru margar ástæður. Við tökum þetta bara með okkur í Vals leikinn sem er næstur.“ Jóhann verði að lifa með þessari ákvörðun Aron Sigurðarson fékk að líta beint rautt spjald eftir viðskipti við Andra Fannar Stefánsson undir lok venjulegs leiktíma og Hjalti Sigurðsson fékk sitt seinna spjald í uppbótartíma og þar með rautt. Óskar vildi ekki tjá sig um hvort ákvarðanirnar hafi verið réttmætar að hans mati en hafði þó frá ýmsu að segja. „Nei ég get ekkert sagt að það hafi verið röng ákvörðun að Hjalti hafi fengið annað gula spjaldið sitt fyrir að toga í leikmann, mér fannst menn sem voru á spjaldi eða fengu seint spjald komast upp með meira. Mér fannst línan ekki frábær í þessum leik en það er auðvitað bara eins og það er.“ „Spjaldið hans Arons, ég sé þetta ekki, ég er í snóker, Andri reif í hann og Aron reif í Andra og Andri reif svo aftur í hann og reynir Aron að losa sig og hvort það var viljandi eða ekki. Jóhann tekur þessa ákvörðun og hann verður að lifa með henni, hann verður að geta horft í spegil í kvöld þegar hann fer að bursta tennurnar og verið sáttur við sjálfan sig.“ „Ég vona svo sannarlega að hann verði það því þetta var stór ákvörðun, risastór ákvörðun, og alls ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli en ég vona bara að þetta hafi verið rétt hjá honum. Ég get ekki svarað þér“, sagði Óskar að endingu.
Besta deild karla KR KA Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó