Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. apríl 2025 19:02 Snorri Jakobsson hagfræðingur fer yfir nýjustu vendingar á fjármálamörkuðum í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir/Bjarni Annan daginn í röð var allt eldrautt í Kauphöllinni og eru Wall Street og aðrir erlendir markaðir þar ekki undanskyldir. Hagfræðingur segir alveg ljóst að nýir tollar Bandaríkjaforseta hafi þar áhrif, óvissan sé gríðarleg og erfitt að spá fyrir um framhaldið. Verðfall varð á Wall Street þegar virði hlutabréfa tók góða dýfu við opnun markaða. Hið sama má segja um markaði í öðrum hlutum heimsins og er Ísland þar ekki undanskilið en allar tölur í Kauphöllinni voru rauðar í dag. Snorri Jakobsson hagfræðingur segir alveg ljóst að nýir tollar Bandaríkjastjórnar hafi skapað óvissu á mörkuðum. Óvissa fari illa í fjárfesta „Óvissa fer alltaf illa í fjárfesta og svo er náttúrulega það sem mest hefur áhrif hér þessu afleiddu áhrif af þessari væntanlegu lífskjararýrnun sem verður.“ Snorri segir sömuleiðis að ljóst sé að vöruverð í Bandaríkjunum muni hækka á næstunni. Líkur séu á að verðbólga muni þar aukast. Það muni hafa áhrif hér heima. „Það gæti dregið úr komu ferðamanna til Íslands og lakari lífskjör í Bandaríkjunum dregur úr eftirspurn þar eftir vörum sem eru íslenskar og erlendar og hvaðan sem þær koma.“ Allar tölur í Kauphöllinni voru rauðar í dag. Stöð 2/Grafík Segir ekki doktorum að framleiða pallbíla Erfitt sé að segja til um það hvenær markaðir muni jafna sig. „Það er rosalega erfitt að segja hvað markaðir munu gera. Hvort að þetta fari að snúa við í næstu viku. Það gæti alveg gerst. Það er erfitt að skilja þessar miklu lækkanir á íslenska markaðnum vegna þess að Ísland kom mjög vel út úr þessu miðað við aðrar þjóðir og það er fyrst og fremst þessu afleiddu áhrif sem gætu haft áhrif, það er að segja möguleg kaupmáttarýrnun í Bandaríkjunum.“ Eitt af markmiðum Bandaríkjaforseta með tollunum er að auka innlenda framleiðslu. Snorri segir það að það muni taka langan tíma. Þú segir ekkert doktor visthverfisfræða að fara að setja saman pikköpp bíla. Sömuleiðis eru framleiðsluferlar orðnir miklu flóknari heldur en var. Skattar og tollar Kauphöllin Bandaríkin Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir tollahækkanir Trump geta haft áhrif á íslenska ferðaþjónustu og vaxtalækkunarferli Seðlabankans. Ísland hafi sloppið vel en erfitt sé að gera sér grein fyrir mögulegum tækifærum sem felist í aðgerðunum. 4. apríl 2025 09:31 „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir það jákvætt að Bandaríkjastjórn hafi tekið ákvörðun um að leggja lægri toll á vörur frá Íslandi en mörgum öðrum ríkjum. Miklu máli skipti að áformin liggi nú fyrir og óvissu hafi verið eytt. 2. apríl 2025 21:58 Bæði vonbrigði og léttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýsir bæði ákveðnum vonbrigðum og létti vegna ákvörðunar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að leggja tíu prósenta lágmarkstoll á innfluttar vörur frá öllum ríkjum. 2. apríl 2025 21:57 Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Verðfall varð á Wall Street þegar virði hlutabréfa tók góða dýfu við opnun markaða. Hið sama má segja um markaði í öðrum hlutum heimsins og er Ísland þar ekki undanskilið en allar tölur í Kauphöllinni voru rauðar í dag. Snorri Jakobsson hagfræðingur segir alveg ljóst að nýir tollar Bandaríkjastjórnar hafi skapað óvissu á mörkuðum. Óvissa fari illa í fjárfesta „Óvissa fer alltaf illa í fjárfesta og svo er náttúrulega það sem mest hefur áhrif hér þessu afleiddu áhrif af þessari væntanlegu lífskjararýrnun sem verður.“ Snorri segir sömuleiðis að ljóst sé að vöruverð í Bandaríkjunum muni hækka á næstunni. Líkur séu á að verðbólga muni þar aukast. Það muni hafa áhrif hér heima. „Það gæti dregið úr komu ferðamanna til Íslands og lakari lífskjör í Bandaríkjunum dregur úr eftirspurn þar eftir vörum sem eru íslenskar og erlendar og hvaðan sem þær koma.“ Allar tölur í Kauphöllinni voru rauðar í dag. Stöð 2/Grafík Segir ekki doktorum að framleiða pallbíla Erfitt sé að segja til um það hvenær markaðir muni jafna sig. „Það er rosalega erfitt að segja hvað markaðir munu gera. Hvort að þetta fari að snúa við í næstu viku. Það gæti alveg gerst. Það er erfitt að skilja þessar miklu lækkanir á íslenska markaðnum vegna þess að Ísland kom mjög vel út úr þessu miðað við aðrar þjóðir og það er fyrst og fremst þessu afleiddu áhrif sem gætu haft áhrif, það er að segja möguleg kaupmáttarýrnun í Bandaríkjunum.“ Eitt af markmiðum Bandaríkjaforseta með tollunum er að auka innlenda framleiðslu. Snorri segir það að það muni taka langan tíma. Þú segir ekkert doktor visthverfisfræða að fara að setja saman pikköpp bíla. Sömuleiðis eru framleiðsluferlar orðnir miklu flóknari heldur en var.
Skattar og tollar Kauphöllin Bandaríkin Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir tollahækkanir Trump geta haft áhrif á íslenska ferðaþjónustu og vaxtalækkunarferli Seðlabankans. Ísland hafi sloppið vel en erfitt sé að gera sér grein fyrir mögulegum tækifærum sem felist í aðgerðunum. 4. apríl 2025 09:31 „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir það jákvætt að Bandaríkjastjórn hafi tekið ákvörðun um að leggja lægri toll á vörur frá Íslandi en mörgum öðrum ríkjum. Miklu máli skipti að áformin liggi nú fyrir og óvissu hafi verið eytt. 2. apríl 2025 21:58 Bæði vonbrigði og léttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýsir bæði ákveðnum vonbrigðum og létti vegna ákvörðunar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að leggja tíu prósenta lágmarkstoll á innfluttar vörur frá öllum ríkjum. 2. apríl 2025 21:57 Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir tollahækkanir Trump geta haft áhrif á íslenska ferðaþjónustu og vaxtalækkunarferli Seðlabankans. Ísland hafi sloppið vel en erfitt sé að gera sér grein fyrir mögulegum tækifærum sem felist í aðgerðunum. 4. apríl 2025 09:31
„Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir það jákvætt að Bandaríkjastjórn hafi tekið ákvörðun um að leggja lægri toll á vörur frá Íslandi en mörgum öðrum ríkjum. Miklu máli skipti að áformin liggi nú fyrir og óvissu hafi verið eytt. 2. apríl 2025 21:58
Bæði vonbrigði og léttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýsir bæði ákveðnum vonbrigðum og létti vegna ákvörðunar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að leggja tíu prósenta lágmarkstoll á innfluttar vörur frá öllum ríkjum. 2. apríl 2025 21:57