Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Valur Páll Eiríksson skrifar 3. apríl 2025 17:02 Mike Myers á Anfield, heimavelli Liverpool, í pósu karaktersins Dr. Evil sem hann gerði ódauðlegan í Austin Powers-myndunum í kringum aldamót. Twitter Kanadíski leikarinn Mike Myers er grjótharður stuðningsmaður enska fótboltafélagsins Liverpool. Hann lýsti ást sínu á félaginu í hlaðvarpi á dögunum. Hinn 61 árs gamli Myers er á meðal þekktari leikara sinnar kynslóðar og stjarna hans skein hvað skærast á tíunda áratugnum. Hann spratt frá á sjónarsviðið í Saturday Night Live og skrifaði svo og lék í bæði Wayne's World og Austin Powers-myndunum. Hann ljáir þá tröllinu Shrek rödd sína í samnefndum teiknimyndum. Myers var gestur Jamie Carragher, fyrrum leikmanns Liverpool, og þáttastjórnandans Rebeccu Lowe í bandarísku útgáfunni af þættinum Overlap á Sky. Hann mætti þangað með Liverpool-derhúfu á höfðinu og greindi frá ást sinni á enska félaginu. „Ég hef stutt félagið alla ævi. Þessi titilbarátta tekur á taugarnar. Þetta heldur fyrir mér vöku og er það eina sem ég hugsa um,“ segir Myers og bætir við: Og fjölskylduna auðvitað líka“. Liverpool steig skrefi nær enska meistaratitlinum í gær þegar liðið vann 1-0 sigur á Everton í grannaslag. Myers kveðst þá vera í sambandi við söngvarann Elvis Costello og grínistann John Oliver á meðan leikjum liðsins stendur, en þeir tveir eru einnig stuðningsmenn liðsins. Hann skjóti þá gjarnan á leikarann Gary Oldman, sem er mikill stuðningsmaður Manchester United. John Oliver hefur farið mikinn í þáttunum Last Week Tonight á HBO síðustu ár. Þeir Myers eru í sambandi á meðan leikir þeirra ástkæra Liverpool-liðs standa yfir. Aðspurður af Carragher í þættinum um ást sína á félaginu skýrir hinn kanadíski Myers frá því að hann er ættaður frá borginni. „Frá foreldrum mínum. Foreldrar mínir eru frá Old Swan-hverfinu í Liverpool. Ég á mörg skyldmenni í borginni. Ég segi alltaf að það séu um það bil fimm mismunandi andlit í Liverpool og ég er með eitt af þeim,“ sagði Myers og uppskar mikinn hlátur. Myers ásamt Liverpool-goðsögninni Kenny Dalglish og Bond-leikaranum Daniel Craig, sem einnig er mikill stuðningsmaður Rauða hersins.John Powell/Liverpool FC via Getty Images „Ég fór oft til Liverpool-borgar sem krakki og átti skó eins og Steve Heighway sem Molly frænka mín sendi mér. Ég hef alltaf átt Liverpool-treyjur eða Liverpool-trefil,“ segir Myers um stuðning sinn. Hann horfi á hvern einasta leik liðsins. „Í dagatalinu mínu eru ekkert nema afmæli barnanna og Liverpool-leikir.“ Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum. Myers mætir í þáttinn þegar um 21 mínúta og 30 sekúndur eru liðnar. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Sjá meira
Hinn 61 árs gamli Myers er á meðal þekktari leikara sinnar kynslóðar og stjarna hans skein hvað skærast á tíunda áratugnum. Hann spratt frá á sjónarsviðið í Saturday Night Live og skrifaði svo og lék í bæði Wayne's World og Austin Powers-myndunum. Hann ljáir þá tröllinu Shrek rödd sína í samnefndum teiknimyndum. Myers var gestur Jamie Carragher, fyrrum leikmanns Liverpool, og þáttastjórnandans Rebeccu Lowe í bandarísku útgáfunni af þættinum Overlap á Sky. Hann mætti þangað með Liverpool-derhúfu á höfðinu og greindi frá ást sinni á enska félaginu. „Ég hef stutt félagið alla ævi. Þessi titilbarátta tekur á taugarnar. Þetta heldur fyrir mér vöku og er það eina sem ég hugsa um,“ segir Myers og bætir við: Og fjölskylduna auðvitað líka“. Liverpool steig skrefi nær enska meistaratitlinum í gær þegar liðið vann 1-0 sigur á Everton í grannaslag. Myers kveðst þá vera í sambandi við söngvarann Elvis Costello og grínistann John Oliver á meðan leikjum liðsins stendur, en þeir tveir eru einnig stuðningsmenn liðsins. Hann skjóti þá gjarnan á leikarann Gary Oldman, sem er mikill stuðningsmaður Manchester United. John Oliver hefur farið mikinn í þáttunum Last Week Tonight á HBO síðustu ár. Þeir Myers eru í sambandi á meðan leikir þeirra ástkæra Liverpool-liðs standa yfir. Aðspurður af Carragher í þættinum um ást sína á félaginu skýrir hinn kanadíski Myers frá því að hann er ættaður frá borginni. „Frá foreldrum mínum. Foreldrar mínir eru frá Old Swan-hverfinu í Liverpool. Ég á mörg skyldmenni í borginni. Ég segi alltaf að það séu um það bil fimm mismunandi andlit í Liverpool og ég er með eitt af þeim,“ sagði Myers og uppskar mikinn hlátur. Myers ásamt Liverpool-goðsögninni Kenny Dalglish og Bond-leikaranum Daniel Craig, sem einnig er mikill stuðningsmaður Rauða hersins.John Powell/Liverpool FC via Getty Images „Ég fór oft til Liverpool-borgar sem krakki og átti skó eins og Steve Heighway sem Molly frænka mín sendi mér. Ég hef alltaf átt Liverpool-treyjur eða Liverpool-trefil,“ segir Myers um stuðning sinn. Hann horfi á hvern einasta leik liðsins. „Í dagatalinu mínu eru ekkert nema afmæli barnanna og Liverpool-leikir.“ Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum. Myers mætir í þáttinn þegar um 21 mínúta og 30 sekúndur eru liðnar.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Sjá meira