„Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2025 08:31 Elmar Atli Garðarsson verður ekki með Vestra fyrstu vikur Íslandsmótsins sem hefst um helgina. Vísir/Hulda Margrét Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, segist aðeins hafa verið að sækjast eftir spennu þegar hann braut veðmálareglur með því að veðja á leiki í Bestu deild karla í fyrra. Eftir að upp um hann komst hafi hann búist við þyngri refsingu en hann á endanum fékk. Elmar Atli var í mars dæmdur í tveggja mánaða bann og missir því af samtals sjö fyrstu leikjum Vestra í Bestu deildinni vegna veðmála sinna á síðustu leiktíð. Í dómi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ kemur fram að hann hafi á síðasta ári veðjað á 31 leik í Bestu deild karla, fjóra leiki í Mjólkurbikar og tvo leiki í Lengjubikar, eða samtals 37 leiki í keppnum sem Vestri tók þátt í. Hann veðjaði þó aldrei á leiki síns eigin liðs og ekkert benti til þess að hann hefði reynt að hagræða úrslitum leikja. „Ég vissi eiginlega ekkert við hverju ég átti að búast,“ segir Elmar Atli við RÚV og bætir við: „Það hafa komið upp tvö svipuð mál og ég var alveg að búast við þyngri dómi. En líka auðvitað að vonast eftir mildari dómi. Þetta hefði getað farið verr fyrir mig. Kannski bara sanngjarn dómur, maður braut reglur.“ Í dómnum kemur fram að tekið sé tillit til þess að mikill dráttur hafi verið á málinu en fjórir mánuðir liðu frá því að KSÍ fékk veðmálasögu Elmars Atla frá UEFA og MGA áður en framkvæmdastjóri KSÍ skilaði greinargerð til aga- og úrskurðarnefndar þann 7. mars. Elmar Atli kveðst þakklátur fyrir stuðning þjálfara síns, Davíðs Smára Lamude, og formannsins Samúels Samúelssonar. Hann er jafnframt spurður út í það hvort að hann telji veðmál vera stórt vandamál innan fótboltans en Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, lýsti því í viðtali við Vísi í vikunni að umfang veðmálastarfsemi í kringum fótbolta hérlendis væri áhyggjuefni. „Ég á erfitt með að svara því. Þetta hefur aldrei verið vandamál fyrir mig og ég get alveg lifað lífinu án þess að vera í þessu. Maður var bara að sækja í einhverja spennu. Auðvitað er fólk þarna úti sem er fíklar og ef það er þannig er það alls ekki gott. En ef þú getur veðjað án þess að það truflar líf þitt er það nú ekki stórmál,“ segir Elmar Atli. Besta deild karla Vestri Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sjá meira
Elmar Atli var í mars dæmdur í tveggja mánaða bann og missir því af samtals sjö fyrstu leikjum Vestra í Bestu deildinni vegna veðmála sinna á síðustu leiktíð. Í dómi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ kemur fram að hann hafi á síðasta ári veðjað á 31 leik í Bestu deild karla, fjóra leiki í Mjólkurbikar og tvo leiki í Lengjubikar, eða samtals 37 leiki í keppnum sem Vestri tók þátt í. Hann veðjaði þó aldrei á leiki síns eigin liðs og ekkert benti til þess að hann hefði reynt að hagræða úrslitum leikja. „Ég vissi eiginlega ekkert við hverju ég átti að búast,“ segir Elmar Atli við RÚV og bætir við: „Það hafa komið upp tvö svipuð mál og ég var alveg að búast við þyngri dómi. En líka auðvitað að vonast eftir mildari dómi. Þetta hefði getað farið verr fyrir mig. Kannski bara sanngjarn dómur, maður braut reglur.“ Í dómnum kemur fram að tekið sé tillit til þess að mikill dráttur hafi verið á málinu en fjórir mánuðir liðu frá því að KSÍ fékk veðmálasögu Elmars Atla frá UEFA og MGA áður en framkvæmdastjóri KSÍ skilaði greinargerð til aga- og úrskurðarnefndar þann 7. mars. Elmar Atli kveðst þakklátur fyrir stuðning þjálfara síns, Davíðs Smára Lamude, og formannsins Samúels Samúelssonar. Hann er jafnframt spurður út í það hvort að hann telji veðmál vera stórt vandamál innan fótboltans en Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, lýsti því í viðtali við Vísi í vikunni að umfang veðmálastarfsemi í kringum fótbolta hérlendis væri áhyggjuefni. „Ég á erfitt með að svara því. Þetta hefur aldrei verið vandamál fyrir mig og ég get alveg lifað lífinu án þess að vera í þessu. Maður var bara að sækja í einhverja spennu. Auðvitað er fólk þarna úti sem er fíklar og ef það er þannig er það alls ekki gott. En ef þú getur veðjað án þess að það truflar líf þitt er það nú ekki stórmál,“ segir Elmar Atli.
Besta deild karla Vestri Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sjá meira