„Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. mars 2025 12:30 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra Vísir/Vilhelm Gunnarsson Davíð Smári Lamude, þjálfari karlaliðs Vestra í fótbolta, segir bann fyrirliða félagsins vegna veðmálabrota vera högg. Hann kveðst viss um að töluvert sé um veðmál hjá leikmönnum hérlendis. „Þetta er mikið högg fyrir okkur og ákveðið sjokk. Reglur eru reglur og þær ber að virða en ég held að það séu helvíti margir leikmenn í deildum Íslandsmóts KSÍ sem hugsa bara hjúkk, ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ segir Davíð Smári í samtali við íþróttadeild en hann er staddur ásamt leikmönnum Vestra á Spáni í æfingaferð. Davíð er þá spurður hvort hann haldi að þetta sé toppurinn á ísjakanum, að meira sé um veðmál leikmanna hérlendis en komið hafi í ljós. Hann segir mikla hættu á því vegna þess hve samofnar veðmálaauglýsingar séu orðnar allri fótboltaumræðu hérlendis. „Ég held það viti allir að það eru einhverjir í þessu að veðja á leiki. Auðvitað er þetta bannað en því miður er þetta eitthvað sem fylgir íþróttinni. Það er eitthvað sem við ráðum ekki við,“ „Það eru margar auglýsingar í kringum fótboltann sem eru á þessa vegu. Þegar menn hafa áhuga á fótbolta og hrærast í fótbolta virðist þetta vera komið inn á það að spá í úrslit og veðja á úrslit. Sem betur fer er ekki mikið um þetta hjá okkur í Vestra, ekki neitt svo ég viti af, en svo veit maður aldrei,“ segir Davíð Smári. Tekið mikið á Elmar Málið hafi tekið töluvert á Elmar Atla, en hann opinberaði sjálfur um brotin á Facebook í síðustu viku. Hann sé fullur iðrunar og hafi orðið á í messunni. „Þetta heftur tekið mjög mikið á hann. Elmar er algjör fyrirmynd ungu strákanna fyrir vestan og verður það áfram þrátt fyrir þetta. Sem leikmaður og sem persóna er hann til fyrirmyndar, hann er einstaklega góður drengur og vel gefinn. Klárlega er eitthvað þarna sem klikkar,“ segir Davíð. Ósáttir við lengd ferlisins Vestramenn eru þá ósáttir við tímann sem KSÍ tók til meðhöndlunar á málinu. Að upplýsingar um brot Elmars hafi legið fyrir í nóvember og þar með tekið fimm mánuði að komast að niðurstöðu. „Vinnutíminn hjá KSÍ, mér finnst hann mjög sérkennilegur. Ef það er rétt að þeir hafi verið með allar upplýsingar um málið í nóvember, af hverju er verið að draga þetta? Ég velti því fyrir mér, er hagur einhvers hafður í fyrirrúmi það. Ég skil ekki af hverju er verið að vinna þetta svona hægt,“ „Ef það hefði verið gefinn út sex mánaða dómur í nóvember eða tveggja mánaða dómur núna – þetta er skrýtið. En klárlega mikið högg fyrir okkur, en aðallega fyrir hann auðvitað,“ segir Davíð Smári. Reynt að takmarka veðmálaauglýsingar í Evrópu Starfsemi veðmálafyrirtækja og tengsl þeirra við íþróttaheiminn hafa verið töluvert til umræðu bæði hérlendis og erlendis undanfarin misseri. Rannsókn frá því í september síðastliðnum sýnir fram á að þrefalt fleiri veðmálaauglýsingar hafi verið til staðar í kringum fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á þessari leiktíð, samanborið við leiktíðina á undan. Víða í Evrópu hafa skref verið tekin til að takmarka aðgengi veðmálafyrirtækja að knattspyrnufélögum. Frá og með tímabilinu 2026 til 2027 mega veðmálafyrirtæki ekki auglýsa framan á treyjum enskra knattspyrnuliða, en ellefu af tuttugu liðum í ensku úrvalsdeildinni eru með veðmálafyrirtæki sem aðalstyrktaraðila. Samskonar bönn taka gildi í Belgíu og Hollandi á næstu árum. Borið hefur á óánægju á meðal félaga í ensku úrvalsdeildinni vegna yfirvofandi banns en bresk stjórnvöld hafa aukið eftirlit til muna og má búast við að regluverkið þrengist enn frekar á næstu árum. Verið kallað eftir öfugri þróun á Íslandi Ísland hefur ekki verið undanskilið aukinni innreið veðmálafyrirtækja á markað undanfarin ár. Borið hefur á háværari röddum sem kalla eftir lögleiðingu veðmálaauglýsinga hérlendis og starfsleyfisveitingum. Hægt sé þannig að skattleggja starfsemina og skila arði af starfseminni ýmist til ríkissjóðs eða íslenskra íþróttafélaga. Þeir Sigmar Guðmundsson, Viðreisn, og Óli Björn Kárason, Sjálfstæðisflokki, kölluðu þá eftir því árið 2022 að fjölmiðlum væri heimilt að auglýsa veðmálastarfsemi. Það myndi renna styrkari stoðum undir rekstur einkarekinna miðla. Að fara þá leið væri í algjörri andstöðu við þróunina á meginlandinu þar sem yfirvöld, þá sérstaklega íþróttayfirvöld, hafa hert löggjöfina, líkt og enska úrvalsdeildin er dæmi um. Íslenskar getraunir, Lengjan, er eina veðmálafyrirtækið sem hefur starfsleyfi hérlendis. Íslendingar eru taldir eyða hundruðum milljóna árlega í veðmál hjá fyrirtækjum á við bet365, EpicBet og Coolbet, til að nefna þrjú dæmi. Þeim fyrirtækjum er ekki heimilt að auglýsa í innlendum fjölmiðlum en hafa orðið sífellt meira áberandi á samfélagsmiðlum og þá hafa íslensk hlaðvörp ýmist sætt sektum eða aðvörunum vegna auglýsinga á erlendum veðmálasíðum. Sýn var til að mynda sektað árið 2022 fyrir að auglýsa veðmálafyrirtækið Coolbet í hlaðvarpinu Þungavigtin. Vestri KSÍ Íslenski boltinn Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira
„Þetta er mikið högg fyrir okkur og ákveðið sjokk. Reglur eru reglur og þær ber að virða en ég held að það séu helvíti margir leikmenn í deildum Íslandsmóts KSÍ sem hugsa bara hjúkk, ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ segir Davíð Smári í samtali við íþróttadeild en hann er staddur ásamt leikmönnum Vestra á Spáni í æfingaferð. Davíð er þá spurður hvort hann haldi að þetta sé toppurinn á ísjakanum, að meira sé um veðmál leikmanna hérlendis en komið hafi í ljós. Hann segir mikla hættu á því vegna þess hve samofnar veðmálaauglýsingar séu orðnar allri fótboltaumræðu hérlendis. „Ég held það viti allir að það eru einhverjir í þessu að veðja á leiki. Auðvitað er þetta bannað en því miður er þetta eitthvað sem fylgir íþróttinni. Það er eitthvað sem við ráðum ekki við,“ „Það eru margar auglýsingar í kringum fótboltann sem eru á þessa vegu. Þegar menn hafa áhuga á fótbolta og hrærast í fótbolta virðist þetta vera komið inn á það að spá í úrslit og veðja á úrslit. Sem betur fer er ekki mikið um þetta hjá okkur í Vestra, ekki neitt svo ég viti af, en svo veit maður aldrei,“ segir Davíð Smári. Tekið mikið á Elmar Málið hafi tekið töluvert á Elmar Atla, en hann opinberaði sjálfur um brotin á Facebook í síðustu viku. Hann sé fullur iðrunar og hafi orðið á í messunni. „Þetta heftur tekið mjög mikið á hann. Elmar er algjör fyrirmynd ungu strákanna fyrir vestan og verður það áfram þrátt fyrir þetta. Sem leikmaður og sem persóna er hann til fyrirmyndar, hann er einstaklega góður drengur og vel gefinn. Klárlega er eitthvað þarna sem klikkar,“ segir Davíð. Ósáttir við lengd ferlisins Vestramenn eru þá ósáttir við tímann sem KSÍ tók til meðhöndlunar á málinu. Að upplýsingar um brot Elmars hafi legið fyrir í nóvember og þar með tekið fimm mánuði að komast að niðurstöðu. „Vinnutíminn hjá KSÍ, mér finnst hann mjög sérkennilegur. Ef það er rétt að þeir hafi verið með allar upplýsingar um málið í nóvember, af hverju er verið að draga þetta? Ég velti því fyrir mér, er hagur einhvers hafður í fyrirrúmi það. Ég skil ekki af hverju er verið að vinna þetta svona hægt,“ „Ef það hefði verið gefinn út sex mánaða dómur í nóvember eða tveggja mánaða dómur núna – þetta er skrýtið. En klárlega mikið högg fyrir okkur, en aðallega fyrir hann auðvitað,“ segir Davíð Smári. Reynt að takmarka veðmálaauglýsingar í Evrópu Starfsemi veðmálafyrirtækja og tengsl þeirra við íþróttaheiminn hafa verið töluvert til umræðu bæði hérlendis og erlendis undanfarin misseri. Rannsókn frá því í september síðastliðnum sýnir fram á að þrefalt fleiri veðmálaauglýsingar hafi verið til staðar í kringum fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á þessari leiktíð, samanborið við leiktíðina á undan. Víða í Evrópu hafa skref verið tekin til að takmarka aðgengi veðmálafyrirtækja að knattspyrnufélögum. Frá og með tímabilinu 2026 til 2027 mega veðmálafyrirtæki ekki auglýsa framan á treyjum enskra knattspyrnuliða, en ellefu af tuttugu liðum í ensku úrvalsdeildinni eru með veðmálafyrirtæki sem aðalstyrktaraðila. Samskonar bönn taka gildi í Belgíu og Hollandi á næstu árum. Borið hefur á óánægju á meðal félaga í ensku úrvalsdeildinni vegna yfirvofandi banns en bresk stjórnvöld hafa aukið eftirlit til muna og má búast við að regluverkið þrengist enn frekar á næstu árum. Verið kallað eftir öfugri þróun á Íslandi Ísland hefur ekki verið undanskilið aukinni innreið veðmálafyrirtækja á markað undanfarin ár. Borið hefur á háværari röddum sem kalla eftir lögleiðingu veðmálaauglýsinga hérlendis og starfsleyfisveitingum. Hægt sé þannig að skattleggja starfsemina og skila arði af starfseminni ýmist til ríkissjóðs eða íslenskra íþróttafélaga. Þeir Sigmar Guðmundsson, Viðreisn, og Óli Björn Kárason, Sjálfstæðisflokki, kölluðu þá eftir því árið 2022 að fjölmiðlum væri heimilt að auglýsa veðmálastarfsemi. Það myndi renna styrkari stoðum undir rekstur einkarekinna miðla. Að fara þá leið væri í algjörri andstöðu við þróunina á meginlandinu þar sem yfirvöld, þá sérstaklega íþróttayfirvöld, hafa hert löggjöfina, líkt og enska úrvalsdeildin er dæmi um. Íslenskar getraunir, Lengjan, er eina veðmálafyrirtækið sem hefur starfsleyfi hérlendis. Íslendingar eru taldir eyða hundruðum milljóna árlega í veðmál hjá fyrirtækjum á við bet365, EpicBet og Coolbet, til að nefna þrjú dæmi. Þeim fyrirtækjum er ekki heimilt að auglýsa í innlendum fjölmiðlum en hafa orðið sífellt meira áberandi á samfélagsmiðlum og þá hafa íslensk hlaðvörp ýmist sætt sektum eða aðvörunum vegna auglýsinga á erlendum veðmálasíðum. Sýn var til að mynda sektað árið 2022 fyrir að auglýsa veðmálafyrirtækið Coolbet í hlaðvarpinu Þungavigtin.
Vestri KSÍ Íslenski boltinn Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti