Sagði Fernandes að hann færi hvergi Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2025 09:31 Ruben Amorim er búinn að gefa landa sínum Bruno Fernandes skýr skilaboð. Getty/Marc Atkins Ruben Amorim, stjóri Manchester United, segir ekki koma til greina að fyrirliðinn Bruno Fernandes fari frá félaginu í sumar. Hann ræddi einnig um þá Antony og Marcus Rashford sem verið hafa að gera það gott sem lánsmenn í burtu frá United. United mætir Nottingham Forest í kvöld þegar enska úrvalsdeildin hefst loks að nýju eftir landsleikja- og bikarhlé. Þar verður Fernandes væntanlega á ferðinni eins og vanalega enda missir þessi þrítugi miðjumaður varla úr leik með United. Hann var um helgina orðaður við Real Madrid sem sagt var íhuga að greiða 80-90 milljónir punda fyrir Portúgalann en samkvæmt Amorim er sala ekki inni í myndinni. „Nei, það mun ekki gerast. Hann er ekki að fara neitt vegna þess að ég er þegar búinn að segja honum það,“ sagði Amorim á blaðamannafundi í gær og brosti, við hlátur viðstaddra. "He's not going anywhere, because I already told him" 🤝Ruben Amorim on Bruno Fernandes leaving the club this summer 🔴 pic.twitter.com/pnnQ16G44t— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 1, 2025 Fernandes hefur skorað sextán mörk í öllum keppnum á þessu tímabili og er eini leikmaður United sem náð hefur tveggja stafa tölu í þeim efnum. Hann skoraði fimm mörk, þar á meðal þrennu gegn Real Sociedad, í síðustu vikunni fyrir landsleikjahléið. Látbragðið sýni hve mikið hann þrái árangur Aðeins Mohamed Salah (54) og Erling Haaland (33) eru með fleiri samanlögð mörk og stoðsendingar en Fernandes (31) í ensku úrvalsdeildinni í vetur. United er hins vegar aðeins í 13. sæti. „Við viljum vinna úrvalsdeildina eftur svo við viljum að bestu leikmennirnir séu áfram hjá okkur. Hann er þrítugur en hann er enn ungur því hann spilar 55 leiki á tímabili og hefur komið að minnst 30 mörkum. Við höfum stjórn á stöðunni en ég tel að hann sé mjög ánægður hérna því hann skilur hvað við ætlum okkur. Hann er líka stuðningsmaður Manchester United svo hann hefur tilfinningarnar. Stundum þegar hann sýnir vonbrigði sín, sem allir sjá og segja kannski að hæfi ekki fyrirliða, þá sést bara hvað hann vill þetta mikið. Svona leikmann viljum við hafa,“ sagði Amorim. Rashford toppleikmaður ef hann vill Hann var einnig spurður út í Marcus Rashford sem um helgina skoraði sín fyrstu mörk fyrir Aston Villa þegar liðið komst áfram í undanúrslit enska bikarsins. Rashford var einnig valinn í enska landsliðið á dögunum vegna frammistöðu sinnar með Villa eftir að hann kom að láni frá United í janúar. „Ég þekki Rashford mjög vel og allir þekkja hæfileikana sem hann hefur. Ég hef rætt um það áður. Hann er toppleikmaður, ef hann vill það. Ég er því ekki hissa. Það er gott fyrir okkur að sjá að honum gangi vel í lánsdvölinni,“ sagði Amorim. Hann vildi hins vegar lítið tjá sig um Antony sem er að gera það góða hluti með Real Betis að liðsfélagi hans, Isco, kallaði eftir hópfjármögnun svo að hann yrði áfram hjá spænska félaginu eftir að lánstíminn rennur út í sumar. „Að Antony snúi aftur? Ég er með áætlanir fyrir framtíðina en ég vil ekki ræða framtíðina núna. Ég vil bara einbeita mér að komandi leikjum,“ sagði Amorim. Enski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
United mætir Nottingham Forest í kvöld þegar enska úrvalsdeildin hefst loks að nýju eftir landsleikja- og bikarhlé. Þar verður Fernandes væntanlega á ferðinni eins og vanalega enda missir þessi þrítugi miðjumaður varla úr leik með United. Hann var um helgina orðaður við Real Madrid sem sagt var íhuga að greiða 80-90 milljónir punda fyrir Portúgalann en samkvæmt Amorim er sala ekki inni í myndinni. „Nei, það mun ekki gerast. Hann er ekki að fara neitt vegna þess að ég er þegar búinn að segja honum það,“ sagði Amorim á blaðamannafundi í gær og brosti, við hlátur viðstaddra. "He's not going anywhere, because I already told him" 🤝Ruben Amorim on Bruno Fernandes leaving the club this summer 🔴 pic.twitter.com/pnnQ16G44t— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 1, 2025 Fernandes hefur skorað sextán mörk í öllum keppnum á þessu tímabili og er eini leikmaður United sem náð hefur tveggja stafa tölu í þeim efnum. Hann skoraði fimm mörk, þar á meðal þrennu gegn Real Sociedad, í síðustu vikunni fyrir landsleikjahléið. Látbragðið sýni hve mikið hann þrái árangur Aðeins Mohamed Salah (54) og Erling Haaland (33) eru með fleiri samanlögð mörk og stoðsendingar en Fernandes (31) í ensku úrvalsdeildinni í vetur. United er hins vegar aðeins í 13. sæti. „Við viljum vinna úrvalsdeildina eftur svo við viljum að bestu leikmennirnir séu áfram hjá okkur. Hann er þrítugur en hann er enn ungur því hann spilar 55 leiki á tímabili og hefur komið að minnst 30 mörkum. Við höfum stjórn á stöðunni en ég tel að hann sé mjög ánægður hérna því hann skilur hvað við ætlum okkur. Hann er líka stuðningsmaður Manchester United svo hann hefur tilfinningarnar. Stundum þegar hann sýnir vonbrigði sín, sem allir sjá og segja kannski að hæfi ekki fyrirliða, þá sést bara hvað hann vill þetta mikið. Svona leikmann viljum við hafa,“ sagði Amorim. Rashford toppleikmaður ef hann vill Hann var einnig spurður út í Marcus Rashford sem um helgina skoraði sín fyrstu mörk fyrir Aston Villa þegar liðið komst áfram í undanúrslit enska bikarsins. Rashford var einnig valinn í enska landsliðið á dögunum vegna frammistöðu sinnar með Villa eftir að hann kom að láni frá United í janúar. „Ég þekki Rashford mjög vel og allir þekkja hæfileikana sem hann hefur. Ég hef rætt um það áður. Hann er toppleikmaður, ef hann vill það. Ég er því ekki hissa. Það er gott fyrir okkur að sjá að honum gangi vel í lánsdvölinni,“ sagði Amorim. Hann vildi hins vegar lítið tjá sig um Antony sem er að gera það góða hluti með Real Betis að liðsfélagi hans, Isco, kallaði eftir hópfjármögnun svo að hann yrði áfram hjá spænska félaginu eftir að lánstíminn rennur út í sumar. „Að Antony snúi aftur? Ég er með áætlanir fyrir framtíðina en ég vil ekki ræða framtíðina núna. Ég vil bara einbeita mér að komandi leikjum,“ sagði Amorim.
Enski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira