„Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. mars 2025 23:28 Angelee Baldursdóttir ræddi við fréttastofu frá Bangkok í dag. Íslendingur í Bangkok segir fjölda vina sinna hafa þurft að yfirgefa heimili sín eftir jarðskjálfta sem reið yfir Mjanmar fyrir helgi og fannst vel í nágrannaríkjum. Þungt sé yfir borginni, og íbúar óttaslegnir. Eftirskjálftar hafa gert björgunarstarf í Mjanmar erfitt. Tala látinna í Mjanmar rís enn, hafa 1.700 látist samkvæmt herforingjastjórn landsins. Þrjú hundruð er enn saknað og tala særðra nær vel yfir þrjú þúsund. Björgunarstarf gengur erfiðlega, bæði vegna slæms aðbúnaðar en einnig vegna stórra eftirskjálfta. Einn slíkur, 5,1 að stærð, reið yfir landið í dag. Fólk er enn í áfalli Í Bangkok á Taílandi hafa 18 látist, en hátt í 80 manns er enn saknað. Angelee Baldursdóttir býr í Bangkok, höfuðborg Taílands, og starfar í skóla þar. Hún segir áhrif skjálftans hafa verið mikil, og að ekki sé talið öruggt fyrir íbúa háhýsa að dvelja þar, skemmdir séu miklar og í mörgum tilfellum virki lyftur ekki. Borgarbúar séu enn margir í áfalli eftir föstudaginn. „Það eru margir sem ég þekki sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Sérstaklega ef þau búa í háhýsi,“ segir Angelee. Unnið dag og nótt Tugir verkamanna eru enn fastir í rústum háhýsis sem verið var að byggja þegar skjáltinn varð. „Björgunarmenn og björgunarsveitir eru að vinna í því, dag og nótt að reyna að bjarga þeim.“ Angelee segir andrúmsloftið í borginni þungt vegna atburðanna. Fólk óttist enn eftirskjálfta, sem hafi þó ekki enn látið á sér kræla í borginni. Fólk sé minna á ferli, sem sjáist glögglega á umferðinni um götur borgarinnar í dag, samanborið við dagana fyrir skjálftann. Þrátt fyrir allt haldi lífið áfram. Vinnustaðir, sem margir hverjir eru í háhýsum, séu enn opnir. Það sama eigi við um veitingastaði og bari. Mjanmar Taíland Íslendingar erlendis Náttúruhamfarir Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Tala látinna í Mjanmar rís enn, hafa 1.700 látist samkvæmt herforingjastjórn landsins. Þrjú hundruð er enn saknað og tala særðra nær vel yfir þrjú þúsund. Björgunarstarf gengur erfiðlega, bæði vegna slæms aðbúnaðar en einnig vegna stórra eftirskjálfta. Einn slíkur, 5,1 að stærð, reið yfir landið í dag. Fólk er enn í áfalli Í Bangkok á Taílandi hafa 18 látist, en hátt í 80 manns er enn saknað. Angelee Baldursdóttir býr í Bangkok, höfuðborg Taílands, og starfar í skóla þar. Hún segir áhrif skjálftans hafa verið mikil, og að ekki sé talið öruggt fyrir íbúa háhýsa að dvelja þar, skemmdir séu miklar og í mörgum tilfellum virki lyftur ekki. Borgarbúar séu enn margir í áfalli eftir föstudaginn. „Það eru margir sem ég þekki sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Sérstaklega ef þau búa í háhýsi,“ segir Angelee. Unnið dag og nótt Tugir verkamanna eru enn fastir í rústum háhýsis sem verið var að byggja þegar skjáltinn varð. „Björgunarmenn og björgunarsveitir eru að vinna í því, dag og nótt að reyna að bjarga þeim.“ Angelee segir andrúmsloftið í borginni þungt vegna atburðanna. Fólk óttist enn eftirskjálfta, sem hafi þó ekki enn látið á sér kræla í borginni. Fólk sé minna á ferli, sem sjáist glögglega á umferðinni um götur borgarinnar í dag, samanborið við dagana fyrir skjálftann. Þrátt fyrir allt haldi lífið áfram. Vinnustaðir, sem margir hverjir eru í háhýsum, séu enn opnir. Það sama eigi við um veitingastaði og bari.
Mjanmar Taíland Íslendingar erlendis Náttúruhamfarir Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira