Albanese boðar til þingkosninga Atli Ísleifsson skrifar 28. mars 2025 07:54 Anthony Albanese hefur gegnt embætti forsætisráðherra Ástralíu frá árinu 2022. AP Forsætisráðherra Ástralíu hefur boðað til þingkosninga í landinu og munu kjósendur þar ganga að kjörborðinu þann 3. maí næstkomandi. Miklar deilur hafa að undanförnu staðið um hvernig Ástralir ætli sér að standa við gefnar skuldbindingar í loftslagsmálum, stefnu í orkumálum og sömuleiðis háan framfærslukostnað ástralsks almennings. Líklegt þykir að þessi mál muni einkenna kosningabaráttuna sem framundan er. Anthony Albanese gekk á fund landshöfðingjans Sam Mostyn, sem er fulltrúi þjóðhöfðingjans Karls Bretakonungs í Ástralíu, fyrr í dag og óskaði þar formlega eftir heimild fyrir því að rjúfa þing og boða til þingkosninga. Ástralskur almenningur hefur mikið fundið fyrir hárri verðbólgu og háum stýrivöxtum síðustu misserin auk þess að miklar deilur hafa staðið um stöðu húsnæðismarkaðarins. Peter Dutton er leiðtogi Frjálslynda flokksins sem er stærsti flokkurinn í stjórnarandstöðu.AP Í loftslagsmálum hafa bæði Verkamannaflokkur Albanese og Frjálslyndi flokkurinn, sem er stærstur í stjórnarandstöðu, heitið því að gera Ástralíu kolefnishlutlaust fyrir árið 2050 en deila þó um hvernig þeim markmiðum skuli náð. Verkamannaflokkurinn talar fyrir því að leggja skuli aukinn þunga í framleiðslu sólar- og vindorku til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Frjálslyndi flokkurinn vill hins vegar ráðast í smíði sjö ríkisrekinna kjarnorkuvera til að mæta orkuþörf landsins. Verkamannaflokkurinn er nú með 77 þingmenn af þeim 151 sem sæti eiga í neðri deild ástralska þingsins. Albanese hefur gegnt embætti forsætisráðherra frá árinu 2022 þegar hann tók við af Scott Morrison, þáverandi formanni Frjálslynds flokksins. Kjörtímabilið í Ástralíu er þrjú ár. Skoðanakannanir benda til þess að margir eru óánægðir með störf Albanese, en vinsældir hans eru álíka miklar og Peter Dutton, núverandi formanns Frjálslynds flokksins. Ástralía Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira
Miklar deilur hafa að undanförnu staðið um hvernig Ástralir ætli sér að standa við gefnar skuldbindingar í loftslagsmálum, stefnu í orkumálum og sömuleiðis háan framfærslukostnað ástralsks almennings. Líklegt þykir að þessi mál muni einkenna kosningabaráttuna sem framundan er. Anthony Albanese gekk á fund landshöfðingjans Sam Mostyn, sem er fulltrúi þjóðhöfðingjans Karls Bretakonungs í Ástralíu, fyrr í dag og óskaði þar formlega eftir heimild fyrir því að rjúfa þing og boða til þingkosninga. Ástralskur almenningur hefur mikið fundið fyrir hárri verðbólgu og háum stýrivöxtum síðustu misserin auk þess að miklar deilur hafa staðið um stöðu húsnæðismarkaðarins. Peter Dutton er leiðtogi Frjálslynda flokksins sem er stærsti flokkurinn í stjórnarandstöðu.AP Í loftslagsmálum hafa bæði Verkamannaflokkur Albanese og Frjálslyndi flokkurinn, sem er stærstur í stjórnarandstöðu, heitið því að gera Ástralíu kolefnishlutlaust fyrir árið 2050 en deila þó um hvernig þeim markmiðum skuli náð. Verkamannaflokkurinn talar fyrir því að leggja skuli aukinn þunga í framleiðslu sólar- og vindorku til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Frjálslyndi flokkurinn vill hins vegar ráðast í smíði sjö ríkisrekinna kjarnorkuvera til að mæta orkuþörf landsins. Verkamannaflokkurinn er nú með 77 þingmenn af þeim 151 sem sæti eiga í neðri deild ástralska þingsins. Albanese hefur gegnt embætti forsætisráðherra frá árinu 2022 þegar hann tók við af Scott Morrison, þáverandi formanni Frjálslynds flokksins. Kjörtímabilið í Ástralíu er þrjú ár. Skoðanakannanir benda til þess að margir eru óánægðir með störf Albanese, en vinsældir hans eru álíka miklar og Peter Dutton, núverandi formanns Frjálslynds flokksins.
Ástralía Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira