Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2025 07:46 Til eru myndir af flugvélum fullum af börnum á leið úr landi til ættleiðingar. Getty Suðurkóresk „sannleiksnefnd“ hefur komist að þeirri niðurstöðu að tugþúsundir barna hafi verið send úr landi eins og „farangur“, til ættleiðingar erlendis. Nefndarmenn hvetja stjórnvöld til að biðjast afsökunar. Samkvæmt niðurstöðum nefndarinnar voru stjórnvöld svo áfram um að senda börn til Bandaríkjanna og Evrópu eftir að Kóreustríðinu lauk árið 1953, að ættleiðingarfyrirtækjum voru veitt óeðlilegt vald og komust upp með ýmis brot. Yfirmönnum fjögurra þeirra var heimilað að skrá sig sem forráðamenn barnanna, sem voru svo send jafnóðum út landi. Verðandi foreldrar greiddu það sem voru þá fúlgur fjár í Suður-Kóreu fyrir börnin. Um 200.000 börn voru ættleidd með þessum hætti, til að mynda 8.837 árið 1985. Upplýsingarnar sem fylgdu börnunum voru oft eintómur uppspuni og þá gerðist það að börn dóu eftir að þeim var úthlutað til foreldra og þá annað barn einfaldlega fundið í staðinn og sent út undir sama nafni. Þá var fullyrt að börnin væru munaðarlaus, þegar þau áttu í raun og veru foreldra. Í sumum tilvikum virðist þeim hreinlega hafa verið rænt og mæðrunum sagt að þau hefðu látist. Alls gáfu 367 ættleiddir einstaklingar sig fram við nefndina og óskuðu þess að mál þeirra yrðu rannsökuð. Margir þeirra voru ættleiddir til Danmerkur, meðal annars Mia Lee Sorensen, hvers blóðforeldrar voru á lífi þegar henni tókst að hafa upp á þeim árið 2022. Þau trúðu vart að Sorensen væri dóttir þeirra, þar sem þeim hafði verið sagt að hún hefði dáið í fæðingu. Anja Pedersen er önnur, en hún var send til Danmerkur árið 1976, undir nafni stúlku sem lést áður en ættleiðingin gekk í gegn. New York Times fjallar ítarlega um málið. Suður-Kórea Ættleiðingar Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Nefndarmenn hvetja stjórnvöld til að biðjast afsökunar. Samkvæmt niðurstöðum nefndarinnar voru stjórnvöld svo áfram um að senda börn til Bandaríkjanna og Evrópu eftir að Kóreustríðinu lauk árið 1953, að ættleiðingarfyrirtækjum voru veitt óeðlilegt vald og komust upp með ýmis brot. Yfirmönnum fjögurra þeirra var heimilað að skrá sig sem forráðamenn barnanna, sem voru svo send jafnóðum út landi. Verðandi foreldrar greiddu það sem voru þá fúlgur fjár í Suður-Kóreu fyrir börnin. Um 200.000 börn voru ættleidd með þessum hætti, til að mynda 8.837 árið 1985. Upplýsingarnar sem fylgdu börnunum voru oft eintómur uppspuni og þá gerðist það að börn dóu eftir að þeim var úthlutað til foreldra og þá annað barn einfaldlega fundið í staðinn og sent út undir sama nafni. Þá var fullyrt að börnin væru munaðarlaus, þegar þau áttu í raun og veru foreldra. Í sumum tilvikum virðist þeim hreinlega hafa verið rænt og mæðrunum sagt að þau hefðu látist. Alls gáfu 367 ættleiddir einstaklingar sig fram við nefndina og óskuðu þess að mál þeirra yrðu rannsökuð. Margir þeirra voru ættleiddir til Danmerkur, meðal annars Mia Lee Sorensen, hvers blóðforeldrar voru á lífi þegar henni tókst að hafa upp á þeim árið 2022. Þau trúðu vart að Sorensen væri dóttir þeirra, þar sem þeim hafði verið sagt að hún hefði dáið í fæðingu. Anja Pedersen er önnur, en hún var send til Danmerkur árið 1976, undir nafni stúlku sem lést áður en ættleiðingin gekk í gegn. New York Times fjallar ítarlega um málið.
Suður-Kórea Ættleiðingar Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira