Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. mars 2025 09:08 Khalil segist pólitískur fangi. Getty/Adam Gray Stjórnvöld hafa lagt fram ný gögn í máli þeirra gegn Mahmoud Khalil, sem var meðal þeirra sem leiddu mótmæli nemenda við Columbia-háskóla gegn hernaðaraðgerðum Ísraelsmanna á Gasa. Khalil, sem er með dvalarleyfi í Bandaríkjunum, var handtekinn á dögunum og sakaður um gyðingaandúð. Stjórnvöld vilja vísa honum úr landi en Khalil hefur höfðað mál og segir brotið á tjáningarfrelsi sínu. Nýjustu vendingar í málinu eru þær að yfirvöld segja nú að Khalil hafi ekki sagt satt og rétt frá á umsókn sinni um dvalarleyfi. Hann hafi meðal annars leynt því að hafa starfað fyrir Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna og Sýrlandsskrifstofu breska sendiráðsins í Beirút í Líbanon. Þá tilheyrði hann einnig aðgerðahópnum Columbia University Apartheid Divest. Yfirvöld segja þetta eitt og sér nægja til að réttlæta brottvísun Khalil en lögmenn hans segja um að ræða hreinan fyrirslátt. Stjórnvöld séu einfaldlega í hefndaraðgerðum gegn Khalil. Lögmenn Khalil vilja fá hann lausan og hafa neitað því að hann hafi á nokkurn hátt stutt Hamas. Nú þegar málið hefur ratað til dómstóla þurfa yfirvöld annað hvort að sanna að Khalil hafi vísvitandi haldið því leyndu að hann hafi starfað fyrir UNRWA og að sú staðreynd hefði komið í veg fyrir að hann fengi dvalarleyfi, eða að dvöl hans í Bandaríkjunum sé ógn við öryggi landsins. Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Níu starfsmenn UNRWA reknir vegna aðildar að árásunum 7. október Níu starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) kunna að hafa tekið þátt eða átt aðild að árásum Hamas á byggðir í Ísrael 7. október síðastliðinn. 6. ágúst 2024 06:51 Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Ísraelska þingið samþykkti í gær að banna Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í Ísrael og að skilgreina stofnunina sem hryðjuverkasamtök. 29. október 2024 06:58 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Khalil, sem er með dvalarleyfi í Bandaríkjunum, var handtekinn á dögunum og sakaður um gyðingaandúð. Stjórnvöld vilja vísa honum úr landi en Khalil hefur höfðað mál og segir brotið á tjáningarfrelsi sínu. Nýjustu vendingar í málinu eru þær að yfirvöld segja nú að Khalil hafi ekki sagt satt og rétt frá á umsókn sinni um dvalarleyfi. Hann hafi meðal annars leynt því að hafa starfað fyrir Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna og Sýrlandsskrifstofu breska sendiráðsins í Beirút í Líbanon. Þá tilheyrði hann einnig aðgerðahópnum Columbia University Apartheid Divest. Yfirvöld segja þetta eitt og sér nægja til að réttlæta brottvísun Khalil en lögmenn hans segja um að ræða hreinan fyrirslátt. Stjórnvöld séu einfaldlega í hefndaraðgerðum gegn Khalil. Lögmenn Khalil vilja fá hann lausan og hafa neitað því að hann hafi á nokkurn hátt stutt Hamas. Nú þegar málið hefur ratað til dómstóla þurfa yfirvöld annað hvort að sanna að Khalil hafi vísvitandi haldið því leyndu að hann hafi starfað fyrir UNRWA og að sú staðreynd hefði komið í veg fyrir að hann fengi dvalarleyfi, eða að dvöl hans í Bandaríkjunum sé ógn við öryggi landsins.
Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Níu starfsmenn UNRWA reknir vegna aðildar að árásunum 7. október Níu starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) kunna að hafa tekið þátt eða átt aðild að árásum Hamas á byggðir í Ísrael 7. október síðastliðinn. 6. ágúst 2024 06:51 Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Ísraelska þingið samþykkti í gær að banna Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í Ísrael og að skilgreina stofnunina sem hryðjuverkasamtök. 29. október 2024 06:58 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Níu starfsmenn UNRWA reknir vegna aðildar að árásunum 7. október Níu starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) kunna að hafa tekið þátt eða átt aðild að árásum Hamas á byggðir í Ísrael 7. október síðastliðinn. 6. ágúst 2024 06:51
Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Ísraelska þingið samþykkti í gær að banna Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í Ísrael og að skilgreina stofnunina sem hryðjuverkasamtök. 29. október 2024 06:58