Réttarhöld hafin yfir Depardieu Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. mars 2025 10:10 Franski leikarinn Gerard Depardieu hefur verið sakaður um kynferðisbrot af meira en tuttugu konum á undanförnum árum. AP Réttarhöld yfir franska leikaranum Gérard Depardieu hefjast í París í dag en hann hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum við kvikmyndatökur árið 2011. Dómsmálinu var seinkað um hálft ár vegna fjórfaldrar kransæðahjáveituaðgerðar Depardieu. Hinn 76 ára Depardieu, einn þekktasti leikari Frakklands, er sakaður um að hafa brotið á hinni 54 ára Amélie, starfsmanni leikmunadeildar, og hinni 34 ára Söruh, aðstoðarleikstjóra, við framleiðslu á myndinni Les Volets Verts (Grænu hlerarnir). Amélie tilkynnti kynferðislega áreitni leikarans í febrúar 2024 og sagði í viðtali við franska miðilinn Mediapart að Depardieu hafi gripið sig harkalega, haldið henni fastri og nuddað á henni mittið, magann og farið upp að brjóstum. Dyraverðir Depardieu hafi þurft að stöðva leikarann sem hrópaði, á meðan hann gekk í burtu: „Við sjáumst aftur, elskan mín!“ Sarah tilkynnti kynferðisbrot Depardieu mánuði síðar, 21. mars 2024 og sakaði hann um að hafa snert á sér rasskinnarnar eitt kvöldið þegar hún gekk frá búningsherbergi sínu á tölustað. Í tvö önnur skipti hafi hann snert á henni rassinn og brjóstin á óviðeigandi hátt. Depardieu hefur neitað ölllum ásökunum og sagði í opnu bréfi í Le Figaro í október 2023: „Aldrei hef ég misnotað konu.“ Fjórföld kransæðahjáveituaðgerð seinkaði réttarhöldunum Réttarhöldin áttu upphaflega að fara fram í október 2024 en var seinkað vegna bágrar heilsu Depardieu. Jéremie Assous, lögfræðingur Depardieu, sagði leikarann hafa farið í fjórfalda kransæðahjáveituaðgerð og jafnframt þjást af sykursýki. Læknir skipaður af dómara sagði Depardieu nægilega hraustan til að sitja tveggja daga réttarhöldin og er von á því að hann verði viðstaddur. Þetta er í fyrsta sinn sem Depardieu, sem hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af meira en tuttugu konum, fer fyrir dómara vegna ásakana um kynferðisbrot. Hin málin voru felld vegna skorts á sönnunargögnum eða vegna of langt var liðið frá því brotin voru sögð hafa átt sér stað. Frakkland Kynferðisofbeldi Hollywood Tengdar fréttir Eitt mála Depardieu um kynferðisbrot fyrnt og fellt niður Saksóknari í Frakklandi hefur látið falla niður kæru um kynferðisbrot gegn leikaranum Gérard Depardieu vegna þess að málið var fyrnt. 23. janúar 2024 06:58 Gérard Depardieu sakaður um nauðgun 22 ára gömul leikkona lagði fram kæru á mánudaginn og á nauðgunin að hafa átt sér stað á heimili Depardieu í París í byrjun ágúst. 30. ágúst 2018 18:29 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Hinn 76 ára Depardieu, einn þekktasti leikari Frakklands, er sakaður um að hafa brotið á hinni 54 ára Amélie, starfsmanni leikmunadeildar, og hinni 34 ára Söruh, aðstoðarleikstjóra, við framleiðslu á myndinni Les Volets Verts (Grænu hlerarnir). Amélie tilkynnti kynferðislega áreitni leikarans í febrúar 2024 og sagði í viðtali við franska miðilinn Mediapart að Depardieu hafi gripið sig harkalega, haldið henni fastri og nuddað á henni mittið, magann og farið upp að brjóstum. Dyraverðir Depardieu hafi þurft að stöðva leikarann sem hrópaði, á meðan hann gekk í burtu: „Við sjáumst aftur, elskan mín!“ Sarah tilkynnti kynferðisbrot Depardieu mánuði síðar, 21. mars 2024 og sakaði hann um að hafa snert á sér rasskinnarnar eitt kvöldið þegar hún gekk frá búningsherbergi sínu á tölustað. Í tvö önnur skipti hafi hann snert á henni rassinn og brjóstin á óviðeigandi hátt. Depardieu hefur neitað ölllum ásökunum og sagði í opnu bréfi í Le Figaro í október 2023: „Aldrei hef ég misnotað konu.“ Fjórföld kransæðahjáveituaðgerð seinkaði réttarhöldunum Réttarhöldin áttu upphaflega að fara fram í október 2024 en var seinkað vegna bágrar heilsu Depardieu. Jéremie Assous, lögfræðingur Depardieu, sagði leikarann hafa farið í fjórfalda kransæðahjáveituaðgerð og jafnframt þjást af sykursýki. Læknir skipaður af dómara sagði Depardieu nægilega hraustan til að sitja tveggja daga réttarhöldin og er von á því að hann verði viðstaddur. Þetta er í fyrsta sinn sem Depardieu, sem hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af meira en tuttugu konum, fer fyrir dómara vegna ásakana um kynferðisbrot. Hin málin voru felld vegna skorts á sönnunargögnum eða vegna of langt var liðið frá því brotin voru sögð hafa átt sér stað.
Frakkland Kynferðisofbeldi Hollywood Tengdar fréttir Eitt mála Depardieu um kynferðisbrot fyrnt og fellt niður Saksóknari í Frakklandi hefur látið falla niður kæru um kynferðisbrot gegn leikaranum Gérard Depardieu vegna þess að málið var fyrnt. 23. janúar 2024 06:58 Gérard Depardieu sakaður um nauðgun 22 ára gömul leikkona lagði fram kæru á mánudaginn og á nauðgunin að hafa átt sér stað á heimili Depardieu í París í byrjun ágúst. 30. ágúst 2018 18:29 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Eitt mála Depardieu um kynferðisbrot fyrnt og fellt niður Saksóknari í Frakklandi hefur látið falla niður kæru um kynferðisbrot gegn leikaranum Gérard Depardieu vegna þess að málið var fyrnt. 23. janúar 2024 06:58
Gérard Depardieu sakaður um nauðgun 22 ára gömul leikkona lagði fram kæru á mánudaginn og á nauðgunin að hafa átt sér stað á heimili Depardieu í París í byrjun ágúst. 30. ágúst 2018 18:29