„Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Haraldur Örn Haraldsson skrifar 22. mars 2025 16:42 Breiðablik - Valur Besta Deild Karla Haust 2024 vísir/diego Valur vann í dag Fylki 3-2 í úrslitaleik Lengjubikarsins og hafa því lyft fyrsta titil sumarsins. Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var ánægður með úrslitin. „Fylkismenn byrja leikinn af fullum krafti og ná svo að skora annað markið. Eftir það fannst mér við ná hægt og rólega að ná stjórn á leiknum og komumst í mjög góðar stöður. Við gátum jafnað í lok fyrri hálfleiks, fengum færi til þess,“ sagði Túfa eftir leikinn í Árbænum. „Í seinni hálfleik þurftum við bara að halda ró, við náum að jafna leikinn og vinna hann á endanum. Ég er bara mjög ánægður fyrir strákana, þeir hafa lagt mikla vinnu á sig í vetur, búnar að æfa tvisvar á dag, allan janúar og allan febrúar. Þeir áttu skilið að lyfta bikar núna og taka þetta með okkur inn í tímabil.“ Fylkir komst í 2-0 forystu í fyrri hálfleik en Valsarar litu ekki vel út í byrjun leiks en Túfa var ekki ánægður með frammistöðu sinna mann þá. „Ég var mjög ósáttur og ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik. Fyrsta markið er bara innkast sjötíu metrum frá marki og við erum bara að horfa. Þeir bara labba í gegnum okkur og við erum ekkert að taka neina 50/50 baráttu,“ sagði Túfa. „Þegar annað markið kemur virkar það svolítið eins og „wake up call“. Þá stíga menn aðeins upp og fljótlega eftir þeirra seinna mark þá hægt og rólega förum við að smella saman og gerum betur varnarlega. Það var lykillinn og við náum að búa til færi og skora mark.“ Þetta hefur verið gott undirbúningstímabil hjá Val sem ætti að gefa góð fyrirheit fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni. „Það er ekki hægt að horfa á leikinn í dag, hvernig sumarið verður. Við erum á réttri leið, og erum að gera rétta hluti dag eftir dag. Þegar maður er að gera rétta hluti og leggja mikið á sig þá gerast góðir hlutir á endanum,“ sagði Túfa. „Þetta verður langt og strangt tímabil, en aðalatriðið er að vera betri í því sem við erum að gera. Við erum á réttri leið, eigum langt í land og þurfum að halda áfram að leggja mjög hart að okkur.“ Lengjubikar karla Valur Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Sjá meira
„Fylkismenn byrja leikinn af fullum krafti og ná svo að skora annað markið. Eftir það fannst mér við ná hægt og rólega að ná stjórn á leiknum og komumst í mjög góðar stöður. Við gátum jafnað í lok fyrri hálfleiks, fengum færi til þess,“ sagði Túfa eftir leikinn í Árbænum. „Í seinni hálfleik þurftum við bara að halda ró, við náum að jafna leikinn og vinna hann á endanum. Ég er bara mjög ánægður fyrir strákana, þeir hafa lagt mikla vinnu á sig í vetur, búnar að æfa tvisvar á dag, allan janúar og allan febrúar. Þeir áttu skilið að lyfta bikar núna og taka þetta með okkur inn í tímabil.“ Fylkir komst í 2-0 forystu í fyrri hálfleik en Valsarar litu ekki vel út í byrjun leiks en Túfa var ekki ánægður með frammistöðu sinna mann þá. „Ég var mjög ósáttur og ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik. Fyrsta markið er bara innkast sjötíu metrum frá marki og við erum bara að horfa. Þeir bara labba í gegnum okkur og við erum ekkert að taka neina 50/50 baráttu,“ sagði Túfa. „Þegar annað markið kemur virkar það svolítið eins og „wake up call“. Þá stíga menn aðeins upp og fljótlega eftir þeirra seinna mark þá hægt og rólega förum við að smella saman og gerum betur varnarlega. Það var lykillinn og við náum að búa til færi og skora mark.“ Þetta hefur verið gott undirbúningstímabil hjá Val sem ætti að gefa góð fyrirheit fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni. „Það er ekki hægt að horfa á leikinn í dag, hvernig sumarið verður. Við erum á réttri leið, og erum að gera rétta hluti dag eftir dag. Þegar maður er að gera rétta hluti og leggja mikið á sig þá gerast góðir hlutir á endanum,“ sagði Túfa. „Þetta verður langt og strangt tímabil, en aðalatriðið er að vera betri í því sem við erum að gera. Við erum á réttri leið, eigum langt í land og þurfum að halda áfram að leggja mjög hart að okkur.“
Lengjubikar karla Valur Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Sport
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Sport