Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andesfjöllum Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2025 14:29 Saúl Luciano Lliuya ræktar korn, bygg og kartöflur fyrir utan bæinn Huaraz í Andesfjöllum. Hann telur þýskt kolaorkufyrirtæki ábyrgt fyrir vaxandi flóðahættu af völdum bráðnunar jökla vegna hnattrænnar hlýnunar. Vísir/EPA Niðurstaða þýsks dómstóls í máli perúsks bónda gegn þýsku orkufyrirtæki er talin geta verið fordæmisgefandi um ábyrgð á áhrifum loftslagsbreytinga. Bóndinn krefst þess að orkufyrirtækið taki þátt í flóðvörnum á þeim forsendum að losun þess á gróðurhúsalofttegundum valdi bráðnun jökla í Andesfjöllum. Mál Saúl Luciano Lliuya gegn þýska orkufyrirtækinu RWE er áratugsgamalt en réttarhöld eru nú hafin í því í Hamm í Þýskalandi. Hann byggir á því að brennsla RWE á kolum hafi aukið flóðahættu þar sem hann býr í borginni Huaraz í Andesfjöll. „Vegna loftslagsneyðarinnar í Huaraz eru fjöllin, eru jöklarnir að bráðna. Ég er hér til að biðja um loftslagsréttlæti,“ sagði Lliuya sem er studdur aðgerðahópnum Germanwatch, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hættan sem Lliuya vísar til er bráðnunarvatn sem rennur úr fjöllunum í Palcacocha-vatn og skapar hættu á flóðum. Hann segist hafa ákveðið að stefna RWE vegna þess að það sé einn stærsti mengandinn í Evrópu. Fyrirtækið hafi losað um 0,5 prósent þeirra gróðurhúsalofttegunda sem mannkynið hefur sleppt út í andrúmsloftið frá iðnbyltingu. Það ætti þess vegna að greiða samsvarandi hlutdeild í kostnaði sem fylgir því að aðlagast þeim loftslagsbreytingum sem hafa orðið. Krefst Lliuya þess að RWE greiði um 17.000 evrur, jafnvirði tæpra 2,5 milljóna króna, í flóðavörnum. Lögmenn RWE byggja á því að ekki sé hægt að láta einn losanda gróðurhúsalofttegunda sæta ábyrgð á hnattrænni hlýnun. Með sömu rökum væri hægt að lögsækja hvern einasta ökumann í landinu. Perú Loftslagsmál Þýskaland Dómsmál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Mál Saúl Luciano Lliuya gegn þýska orkufyrirtækinu RWE er áratugsgamalt en réttarhöld eru nú hafin í því í Hamm í Þýskalandi. Hann byggir á því að brennsla RWE á kolum hafi aukið flóðahættu þar sem hann býr í borginni Huaraz í Andesfjöll. „Vegna loftslagsneyðarinnar í Huaraz eru fjöllin, eru jöklarnir að bráðna. Ég er hér til að biðja um loftslagsréttlæti,“ sagði Lliuya sem er studdur aðgerðahópnum Germanwatch, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hættan sem Lliuya vísar til er bráðnunarvatn sem rennur úr fjöllunum í Palcacocha-vatn og skapar hættu á flóðum. Hann segist hafa ákveðið að stefna RWE vegna þess að það sé einn stærsti mengandinn í Evrópu. Fyrirtækið hafi losað um 0,5 prósent þeirra gróðurhúsalofttegunda sem mannkynið hefur sleppt út í andrúmsloftið frá iðnbyltingu. Það ætti þess vegna að greiða samsvarandi hlutdeild í kostnaði sem fylgir því að aðlagast þeim loftslagsbreytingum sem hafa orðið. Krefst Lliuya þess að RWE greiði um 17.000 evrur, jafnvirði tæpra 2,5 milljóna króna, í flóðavörnum. Lögmenn RWE byggja á því að ekki sé hægt að láta einn losanda gróðurhúsalofttegunda sæta ábyrgð á hnattrænni hlýnun. Með sömu rökum væri hægt að lögsækja hvern einasta ökumann í landinu.
Perú Loftslagsmál Þýskaland Dómsmál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent