„Við bara byrjum að moka“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. mars 2025 23:31 Frá undirskrift ríkis og sveitarfélaga í Safnahúsinu í dag. Vísir Þjónusta við börn með fjölþættan vanda flyst frá sveitarfélögum til ríkisins samkvæmt samkomulagi stjórnvalda. Þá tekur ríkið alfarið yfir uppbyggingu hjúkrunarheimila . Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að kallað hafi verið eftir þessu í fimmtán ár. Félagsmálaráðherra vill byrja að moka. Samkomulag ríkisins við Samband íslenskra sveitarfélaga um breytta ábyrgð á málefnum barna og uppbyggingu hjúkrunarheimila var undirritað í Safnahúsinu í dag. Í því felst að þjónusta við börn með fjölþættan vanda flyst alfarið til ríkisins þann 1. júní og að sveitarfélög sleppa nú við að greiða 15% stofnkostnað við hjúkrunarheimili. Þá mega þau nú innheimta gatnagerðargjöld. Heiða B. Hilmisdóttir sem á einn dag eftir sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er afar ánægð með samkomulagið. Ríki og sveitarfélög innsigluðu samkomulagið í Safnahúsinu. Vísir „Við höfum kallað eftir þessu síðan árið 2010 og loksins kemur hér ríkisstjórn sem gengur í málið,“ segir Heiða. Áshildur Lóa Þórsdóttir barnamálaráðherra segir brýnt að hafa hraðar hendur þegar kemur að börnum með fjölþættan vanda. „Uppbygging hefst sem allra fyrst því við þurfum strax í janúar á næsta ári að taka við börnum sem hafa verið í vistunum hér og þar um landið,“ segir Ásthildur. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir mikilvægt að byrja sem allra fyrst að reisa hjúkrunarheimili. Frá fundi í Safnahúsinu. Vísir „Það er brýnt að byrja að losa um þá hnúta sem hafa t.d. verið inn á Landspítalanum þar sem tugir eldri borgara hafa verið fastir. Okkur er ekkert að vanbúnaði. Það er meira segja búið að gefa mér skóflu koma með í ráðuneytið mitt. Við bara byrjum að moka“ segir Inga. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra býst við að árlegur kostnaður ríkissjóðs vegna barna með fjölþættan vanda nemi um þremur milljörðum króna og kostnaður vegna hjúkrunarrýma um einn og hálfur til tveir milljarða króna. „Nú er það ríkið eitt sem stendur fyrir þessum kostnaði. Fjárhagsleg vandamál sveitarfélaganna standa ekki lengur í vegi fyrir ákvarðanatöku í þessum málaflokkum. Við vonumst auðvitað líka til þess að sveitarfélögin komi til móts við okkur að finna hentugar lóðir svo uppbyggingin geti hafist hratt,“ segir Daði. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Ofbeldi gegn börnum Hjúkrunarheimili Landspítalinn Börn og uppeldi Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
Samkomulag ríkisins við Samband íslenskra sveitarfélaga um breytta ábyrgð á málefnum barna og uppbyggingu hjúkrunarheimila var undirritað í Safnahúsinu í dag. Í því felst að þjónusta við börn með fjölþættan vanda flyst alfarið til ríkisins þann 1. júní og að sveitarfélög sleppa nú við að greiða 15% stofnkostnað við hjúkrunarheimili. Þá mega þau nú innheimta gatnagerðargjöld. Heiða B. Hilmisdóttir sem á einn dag eftir sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er afar ánægð með samkomulagið. Ríki og sveitarfélög innsigluðu samkomulagið í Safnahúsinu. Vísir „Við höfum kallað eftir þessu síðan árið 2010 og loksins kemur hér ríkisstjórn sem gengur í málið,“ segir Heiða. Áshildur Lóa Þórsdóttir barnamálaráðherra segir brýnt að hafa hraðar hendur þegar kemur að börnum með fjölþættan vanda. „Uppbygging hefst sem allra fyrst því við þurfum strax í janúar á næsta ári að taka við börnum sem hafa verið í vistunum hér og þar um landið,“ segir Ásthildur. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir mikilvægt að byrja sem allra fyrst að reisa hjúkrunarheimili. Frá fundi í Safnahúsinu. Vísir „Það er brýnt að byrja að losa um þá hnúta sem hafa t.d. verið inn á Landspítalanum þar sem tugir eldri borgara hafa verið fastir. Okkur er ekkert að vanbúnaði. Það er meira segja búið að gefa mér skóflu koma með í ráðuneytið mitt. Við bara byrjum að moka“ segir Inga. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra býst við að árlegur kostnaður ríkissjóðs vegna barna með fjölþættan vanda nemi um þremur milljörðum króna og kostnaður vegna hjúkrunarrýma um einn og hálfur til tveir milljarða króna. „Nú er það ríkið eitt sem stendur fyrir þessum kostnaði. Fjárhagsleg vandamál sveitarfélaganna standa ekki lengur í vegi fyrir ákvarðanatöku í þessum málaflokkum. Við vonumst auðvitað líka til þess að sveitarfélögin komi til móts við okkur að finna hentugar lóðir svo uppbyggingin geti hafist hratt,“ segir Daði.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Ofbeldi gegn börnum Hjúkrunarheimili Landspítalinn Börn og uppeldi Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira