Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Kjartan Kjartansson skrifar 17. mars 2025 10:26 Maður gengur fram hjá höfuðstöðvum kínverska fyrirtækisins Huawei í Brussel. Fyrirtækið er sakað um að múta Evrópuþingmönnum til þess að ganga erinda þess. AP/Sylvain Plazy Saksóknarar í Belgíu rannsaka nú spillingarmál á Evrópuþinginu í Brussel sem er sagt snúast um meintar mútugreiðslur kínverska tæknirisans Huawei. Rannsóknin er sögð beinast að fimmtán fyrrverandi og núverandi þingmönnum auk fulltrúa tæknifyrirtækisins. Húsleit var gerð á 21 stað í Brussel, Flæmingjalandi og Vallóníu í Belgíu og Portúgal og nokkrir voru handteknir í aðgerðunum á fimmtudag, að sögn blaðsins Politico. Belgísku saksóknararnir sögðust þá rannsaka greiðslur til stjórnmálamanna fyrir að tala fyrir tilteknum skoðunum og óhóflegar gjafir eins og matar- og ferðaútgjald og regluleg boð á fótboltaleiki til þess að fá þá til þess að ganga erinda Huawei. Þetta á að hafa átt sér stað reglulega og á laun frá árinu 2021 allt fram á þennan dag. Hollenskir og belgískir fjölmiðlar sem sögðu fyrst frá hneykslinu fullyrða að málið tengist fimmtán núverandi og fyrrverandi Evrópuþingmönnum og að einn háttsettur málafylgjumaður Huawei sé einn þeirra grunuðu. Politico segir að lögreglumenn hafi innsiglað skrifstofur aðstoðarmanna ítalskra og búlgaskra Evrópuþingmanna. Annað stóra spillingarmálið á örfáum árum Evrópuþingið gerði málafylgjumenn Huawei brottræka úr húsakynnum þess „í varúðarskyni“ á föstudag. Talsmaður Huawei sagði fyrirtækið taka ásökunum alvarlega. Það liði enga spillingu eða lögbrot. Kínverska fyrirtækið er sagt hafa haft alla anga úti til þess að hafa áhrif á valdamenn í Brussel á öðrum áratug aldarinnar. Eftir að áhyggjur vestrænna ríkja af því að þau reiddu sig á 5G-búnað frá Kína jukust árið 2019 hafi Huawei boðið bæði fjölmiðla- og stjórnmálamönnum fúlgur fjár til þess að hafa áhrif á ríkisstjórnir í Evrópu. Fjöldi Evrópuríkja hefur bannað kaup á tækjabúnaði frá Huawei af ótta við að kommúnistastjórn Kína geti nýtt hann til njósna. Huawei hefur ítrekað hafnað þeim ásökunum. Þetta er annað stóra spillingarmálið sem kemur upp á Evrópuþinginu á innan við þremur árum. Árið 2022 komu fram ásakanir um að Evrópuþingmenn hefðu þegið fé frá katörskum stjórnvöldum til þess að gera lítið úr áhyggjum af aðbúnaði verkafólks í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem var haldið þar það ár. Belgía Evrópusambandið Huawei Efnahagsbrot Kína Tengdar fréttir Varaforseti Evrópuþingsins grunaður um spillingu Evu Kaili, einni af fjórtán varaforsetum Evrópuþingsins, hefur verið vikið úr stjórnmálaflokk sínum í heimalandinu vegna gruns um spillingu. Henni hefur einnig verið vikið úr þingflokknum á Evrópuþinginu. 10. desember 2022 09:37 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Húsleit var gerð á 21 stað í Brussel, Flæmingjalandi og Vallóníu í Belgíu og Portúgal og nokkrir voru handteknir í aðgerðunum á fimmtudag, að sögn blaðsins Politico. Belgísku saksóknararnir sögðust þá rannsaka greiðslur til stjórnmálamanna fyrir að tala fyrir tilteknum skoðunum og óhóflegar gjafir eins og matar- og ferðaútgjald og regluleg boð á fótboltaleiki til þess að fá þá til þess að ganga erinda Huawei. Þetta á að hafa átt sér stað reglulega og á laun frá árinu 2021 allt fram á þennan dag. Hollenskir og belgískir fjölmiðlar sem sögðu fyrst frá hneykslinu fullyrða að málið tengist fimmtán núverandi og fyrrverandi Evrópuþingmönnum og að einn háttsettur málafylgjumaður Huawei sé einn þeirra grunuðu. Politico segir að lögreglumenn hafi innsiglað skrifstofur aðstoðarmanna ítalskra og búlgaskra Evrópuþingmanna. Annað stóra spillingarmálið á örfáum árum Evrópuþingið gerði málafylgjumenn Huawei brottræka úr húsakynnum þess „í varúðarskyni“ á föstudag. Talsmaður Huawei sagði fyrirtækið taka ásökunum alvarlega. Það liði enga spillingu eða lögbrot. Kínverska fyrirtækið er sagt hafa haft alla anga úti til þess að hafa áhrif á valdamenn í Brussel á öðrum áratug aldarinnar. Eftir að áhyggjur vestrænna ríkja af því að þau reiddu sig á 5G-búnað frá Kína jukust árið 2019 hafi Huawei boðið bæði fjölmiðla- og stjórnmálamönnum fúlgur fjár til þess að hafa áhrif á ríkisstjórnir í Evrópu. Fjöldi Evrópuríkja hefur bannað kaup á tækjabúnaði frá Huawei af ótta við að kommúnistastjórn Kína geti nýtt hann til njósna. Huawei hefur ítrekað hafnað þeim ásökunum. Þetta er annað stóra spillingarmálið sem kemur upp á Evrópuþinginu á innan við þremur árum. Árið 2022 komu fram ásakanir um að Evrópuþingmenn hefðu þegið fé frá katörskum stjórnvöldum til þess að gera lítið úr áhyggjum af aðbúnaði verkafólks í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem var haldið þar það ár.
Belgía Evrópusambandið Huawei Efnahagsbrot Kína Tengdar fréttir Varaforseti Evrópuþingsins grunaður um spillingu Evu Kaili, einni af fjórtán varaforsetum Evrópuþingsins, hefur verið vikið úr stjórnmálaflokk sínum í heimalandinu vegna gruns um spillingu. Henni hefur einnig verið vikið úr þingflokknum á Evrópuþinginu. 10. desember 2022 09:37 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Varaforseti Evrópuþingsins grunaður um spillingu Evu Kaili, einni af fjórtán varaforsetum Evrópuþingsins, hefur verið vikið úr stjórnmálaflokk sínum í heimalandinu vegna gruns um spillingu. Henni hefur einnig verið vikið úr þingflokknum á Evrópuþinginu. 10. desember 2022 09:37