Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. mars 2025 10:06 Duda vill kjarnavopn frá Bandaríkjunum, þrátt fyrir að Pútín myndi líta á það sem hreina og klára stríðsyfirlýsingu. AP Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur ítrekað vilja pólskra stjórnvalda til að heimila Bandaríkjamönnum að koma upp kjarnavopnum í landinu. Hann segir það myndu gera Pólland öryggara og sterkara, andspænis ógninni sem steðjar að frá Rússlandi. Duda segir stjórnvöld í Moskvu að jafn ásælin, ef ekki ásælnari en fyrrum Sovétríkin. Forsetinn hefur áður talað fyrir því að Bandaríkjamenn komi kjarnavopnum fyrir í Póllandi, meðal annars í kjölfar þess að Rússar komu kjarnavopnum fyrir í Belarús. Það virðist ekki hræða hann að Vladimír Pútín Rússlandsforseti myndi líta á það sem jafngildi stríðsyfirlýsingar af hálfu Atlantshafsbandalagsins. „Þessi varnaraðgerð er mikilvægt svar við hegðun Rússlands, að koma kjarnorkuvopnum fyrir á áhrifasvæði Nató. Pólland er reiðubúið til að hýsa þessi kjarnavopn,“ segir Duda. Þá fagnar hann yfirlýsingu Emmanuel Macron Frakklandsforseta um að Frakkar séu reiðubúnir til að skýla öðrum Nató-ríkjum undir „kjarnavopnaregnhlíf sinni“. Duda segir bandarísk kjarnorkuvopn í Póllandi myndu sýna og staðfesta skuldbindingu Bandaríkjamanna og vilja þeirra til að verja landið. Um það bil 10 þúsund bandarískir hermenn dvelja í Póllandi. Pólverjar verja um það bil fimm prósent þjóðartekna sinna til varnarmála, meira en nokkurt annað Nató-ríki. Duda segist sannfærður um að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé með áætlun til að „hvetja“ Rússa til að ganga til samningaviðræðna um frið í Úkraínu. Þá segist hann telja einsýnt að rússneskar eignir sem hafa verið frystar vegna innrásarinnar verði notaðar til að byggja upp Úkraínu. Ítarlega umfjöllun má finna hjá BBC. Pólland Bandaríkin Rússland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Hann segir það myndu gera Pólland öryggara og sterkara, andspænis ógninni sem steðjar að frá Rússlandi. Duda segir stjórnvöld í Moskvu að jafn ásælin, ef ekki ásælnari en fyrrum Sovétríkin. Forsetinn hefur áður talað fyrir því að Bandaríkjamenn komi kjarnavopnum fyrir í Póllandi, meðal annars í kjölfar þess að Rússar komu kjarnavopnum fyrir í Belarús. Það virðist ekki hræða hann að Vladimír Pútín Rússlandsforseti myndi líta á það sem jafngildi stríðsyfirlýsingar af hálfu Atlantshafsbandalagsins. „Þessi varnaraðgerð er mikilvægt svar við hegðun Rússlands, að koma kjarnorkuvopnum fyrir á áhrifasvæði Nató. Pólland er reiðubúið til að hýsa þessi kjarnavopn,“ segir Duda. Þá fagnar hann yfirlýsingu Emmanuel Macron Frakklandsforseta um að Frakkar séu reiðubúnir til að skýla öðrum Nató-ríkjum undir „kjarnavopnaregnhlíf sinni“. Duda segir bandarísk kjarnorkuvopn í Póllandi myndu sýna og staðfesta skuldbindingu Bandaríkjamanna og vilja þeirra til að verja landið. Um það bil 10 þúsund bandarískir hermenn dvelja í Póllandi. Pólverjar verja um það bil fimm prósent þjóðartekna sinna til varnarmála, meira en nokkurt annað Nató-ríki. Duda segist sannfærður um að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé með áætlun til að „hvetja“ Rússa til að ganga til samningaviðræðna um frið í Úkraínu. Þá segist hann telja einsýnt að rússneskar eignir sem hafa verið frystar vegna innrásarinnar verði notaðar til að byggja upp Úkraínu. Ítarlega umfjöllun má finna hjá BBC.
Pólland Bandaríkin Rússland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira