Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. mars 2025 10:06 Duda vill kjarnavopn frá Bandaríkjunum, þrátt fyrir að Pútín myndi líta á það sem hreina og klára stríðsyfirlýsingu. AP Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur ítrekað vilja pólskra stjórnvalda til að heimila Bandaríkjamönnum að koma upp kjarnavopnum í landinu. Hann segir það myndu gera Pólland öryggara og sterkara, andspænis ógninni sem steðjar að frá Rússlandi. Duda segir stjórnvöld í Moskvu að jafn ásælin, ef ekki ásælnari en fyrrum Sovétríkin. Forsetinn hefur áður talað fyrir því að Bandaríkjamenn komi kjarnavopnum fyrir í Póllandi, meðal annars í kjölfar þess að Rússar komu kjarnavopnum fyrir í Belarús. Það virðist ekki hræða hann að Vladimír Pútín Rússlandsforseti myndi líta á það sem jafngildi stríðsyfirlýsingar af hálfu Atlantshafsbandalagsins. „Þessi varnaraðgerð er mikilvægt svar við hegðun Rússlands, að koma kjarnorkuvopnum fyrir á áhrifasvæði Nató. Pólland er reiðubúið til að hýsa þessi kjarnavopn,“ segir Duda. Þá fagnar hann yfirlýsingu Emmanuel Macron Frakklandsforseta um að Frakkar séu reiðubúnir til að skýla öðrum Nató-ríkjum undir „kjarnavopnaregnhlíf sinni“. Duda segir bandarísk kjarnorkuvopn í Póllandi myndu sýna og staðfesta skuldbindingu Bandaríkjamanna og vilja þeirra til að verja landið. Um það bil 10 þúsund bandarískir hermenn dvelja í Póllandi. Pólverjar verja um það bil fimm prósent þjóðartekna sinna til varnarmála, meira en nokkurt annað Nató-ríki. Duda segist sannfærður um að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé með áætlun til að „hvetja“ Rússa til að ganga til samningaviðræðna um frið í Úkraínu. Þá segist hann telja einsýnt að rússneskar eignir sem hafa verið frystar vegna innrásarinnar verði notaðar til að byggja upp Úkraínu. Ítarlega umfjöllun má finna hjá BBC. Pólland Bandaríkin Rússland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Sjá meira
Hann segir það myndu gera Pólland öryggara og sterkara, andspænis ógninni sem steðjar að frá Rússlandi. Duda segir stjórnvöld í Moskvu að jafn ásælin, ef ekki ásælnari en fyrrum Sovétríkin. Forsetinn hefur áður talað fyrir því að Bandaríkjamenn komi kjarnavopnum fyrir í Póllandi, meðal annars í kjölfar þess að Rússar komu kjarnavopnum fyrir í Belarús. Það virðist ekki hræða hann að Vladimír Pútín Rússlandsforseti myndi líta á það sem jafngildi stríðsyfirlýsingar af hálfu Atlantshafsbandalagsins. „Þessi varnaraðgerð er mikilvægt svar við hegðun Rússlands, að koma kjarnorkuvopnum fyrir á áhrifasvæði Nató. Pólland er reiðubúið til að hýsa þessi kjarnavopn,“ segir Duda. Þá fagnar hann yfirlýsingu Emmanuel Macron Frakklandsforseta um að Frakkar séu reiðubúnir til að skýla öðrum Nató-ríkjum undir „kjarnavopnaregnhlíf sinni“. Duda segir bandarísk kjarnorkuvopn í Póllandi myndu sýna og staðfesta skuldbindingu Bandaríkjamanna og vilja þeirra til að verja landið. Um það bil 10 þúsund bandarískir hermenn dvelja í Póllandi. Pólverjar verja um það bil fimm prósent þjóðartekna sinna til varnarmála, meira en nokkurt annað Nató-ríki. Duda segist sannfærður um að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé með áætlun til að „hvetja“ Rússa til að ganga til samningaviðræðna um frið í Úkraínu. Þá segist hann telja einsýnt að rússneskar eignir sem hafa verið frystar vegna innrásarinnar verði notaðar til að byggja upp Úkraínu. Ítarlega umfjöllun má finna hjá BBC.
Pólland Bandaríkin Rússland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Sjá meira