Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2025 11:55 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Mikhail Metzel Tillaga Bandaríkjamanna um þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu þjónar engum tilgangi, samkvæmt ráðgjafa Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Vopnahlé yrði eingöngu tímabundin pása fyrir úkraínska hermenn, sem ættu undir högg að sækja. Þetta sagði Júrí Úsjakóv, ráðgjafi Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í samtali við rússneska fjölmiðla í morgun, þegar sendinefnd frá Bandaríkjunum var nýlent í Moskvu til að ræða tillöguna. Rússneska ríkisrekna fréttaveitan RIA hefur eftir Úsjakóv að vopnahléstillagan þjóni engum tilgangi. Rússar vildu samkomulag til langs tíma sem tæki mið af hagsmunum þeirra og kröfum. Frekari viðræðna væri þörf milli Rússa og Bandaríkjamanna. Sjá einnig: Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Úsjakóv sagðist hafa talað við Mike Walz, þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í gær og þá hefði hann komið þessu sjónarmiði sínu á framfæri. Þá sagði hann að Bandaríkjamenn væru sammála því að NATO-aðild kæmi ekki til greina fyrir Úkraínumenn. Russia has rejected the 30-day ceasefire in Ukraine proposed by the US.Yuri Ushakov, Putin's foreign policy advisor, says this would be “nothing other than a temporary breather for Ukrainian troops.” pic.twitter.com/fbrwJf82bE— max seddon (@maxseddon) March 13, 2025 Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, sagði í morgun að forsetinn gæti tjáð sig um vopnahlésstillöguna seinna í dag. Trump sagðist fyrr í vikunni ætla að ræða við Pútín um tillöguna. Pútín hefur, eins og ráðgjafi hans, gefið lítið fyrir tímabundið vopnahlé og hefur sagt að það væri eingöngu til þess fallið að hjálpa Úkraínumönnum við að byggja upp sveitir sínar og vopnabúr. Sjá einnig: Hörfa frá Kúrsk Rússneskir ráðamenn hafa ekki gefið til kynna að þeir hafi látið af kröfum sínum um að fá fjögur héruð Úkraínu, sem þeir stjórna ekki að fullu, auk Krímskaga, að Úkraína afvopnist, fái ekki inngöngu í NATO og jafnvel það að NATO hörfi alfarið frá Austur-Evrópu. Friðargæsluliðar svo gott sem stríðsyfirlýsing Lengi hefur verið ljóst að Úkraínumenn séu tilbúnir til að gefa eftir landsvæði fyrir frið. Þeir segja þó að slíkum samningum þurfi að fylgja góðar og bindandi öryggistryggingar, til að tryggja að Rússar verji ekki næstu árum í að byggja upp heri sína á nýjan leik og gera aðra innrás. Til þess eru öryggistryggingar nauðsynlegar og vilja Úkraínumenn helst fá aðild að Atlantshafsbandalaginu. Það hafa Bandaríkjamenn, Ungverjar og aðrir lýst yfir að þeir styðji ekki. Uppi eru hugmyndir um evrópska hermenn sem friðargæsluliða í Úkraínu en það hafa Rússar gagnrýnt harðlega. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, lýsti því yfir í morgun að Rússar væru alfarið gegn veru erlendra hermanna í Úkraínu. Slíkt væri svo gott sem stríðsyfirlýsing og bein þátttaka í átökum við Rússa. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Donald Trump Vladimír Pútín NATO Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Sjá meira
Þetta sagði Júrí Úsjakóv, ráðgjafi Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í samtali við rússneska fjölmiðla í morgun, þegar sendinefnd frá Bandaríkjunum var nýlent í Moskvu til að ræða tillöguna. Rússneska ríkisrekna fréttaveitan RIA hefur eftir Úsjakóv að vopnahléstillagan þjóni engum tilgangi. Rússar vildu samkomulag til langs tíma sem tæki mið af hagsmunum þeirra og kröfum. Frekari viðræðna væri þörf milli Rússa og Bandaríkjamanna. Sjá einnig: Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Úsjakóv sagðist hafa talað við Mike Walz, þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í gær og þá hefði hann komið þessu sjónarmiði sínu á framfæri. Þá sagði hann að Bandaríkjamenn væru sammála því að NATO-aðild kæmi ekki til greina fyrir Úkraínumenn. Russia has rejected the 30-day ceasefire in Ukraine proposed by the US.Yuri Ushakov, Putin's foreign policy advisor, says this would be “nothing other than a temporary breather for Ukrainian troops.” pic.twitter.com/fbrwJf82bE— max seddon (@maxseddon) March 13, 2025 Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, sagði í morgun að forsetinn gæti tjáð sig um vopnahlésstillöguna seinna í dag. Trump sagðist fyrr í vikunni ætla að ræða við Pútín um tillöguna. Pútín hefur, eins og ráðgjafi hans, gefið lítið fyrir tímabundið vopnahlé og hefur sagt að það væri eingöngu til þess fallið að hjálpa Úkraínumönnum við að byggja upp sveitir sínar og vopnabúr. Sjá einnig: Hörfa frá Kúrsk Rússneskir ráðamenn hafa ekki gefið til kynna að þeir hafi látið af kröfum sínum um að fá fjögur héruð Úkraínu, sem þeir stjórna ekki að fullu, auk Krímskaga, að Úkraína afvopnist, fái ekki inngöngu í NATO og jafnvel það að NATO hörfi alfarið frá Austur-Evrópu. Friðargæsluliðar svo gott sem stríðsyfirlýsing Lengi hefur verið ljóst að Úkraínumenn séu tilbúnir til að gefa eftir landsvæði fyrir frið. Þeir segja þó að slíkum samningum þurfi að fylgja góðar og bindandi öryggistryggingar, til að tryggja að Rússar verji ekki næstu árum í að byggja upp heri sína á nýjan leik og gera aðra innrás. Til þess eru öryggistryggingar nauðsynlegar og vilja Úkraínumenn helst fá aðild að Atlantshafsbandalaginu. Það hafa Bandaríkjamenn, Ungverjar og aðrir lýst yfir að þeir styðji ekki. Uppi eru hugmyndir um evrópska hermenn sem friðargæsluliða í Úkraínu en það hafa Rússar gagnrýnt harðlega. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, lýsti því yfir í morgun að Rússar væru alfarið gegn veru erlendra hermanna í Úkraínu. Slíkt væri svo gott sem stríðsyfirlýsing og bein þátttaka í átökum við Rússa.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Donald Trump Vladimír Pútín NATO Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Sjá meira