Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Samúel Karl Ólason skrifar 11. mars 2025 14:50 Elon Musk, auðugasti maður heims og eigandi X. AFP/Alain Jocard Samfélagsmiðillinn X varð fyrir tölvuárás í gær og upplifðu notendur miklar truflanir vegna hennar yfir nokkurra tíma skeið. Tveir hópar hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins, sagði í gær að uppruna hennar mætti rekja til „Úkraínusvæðisins“. Truflanirnar greindust víðsvar um heiminn yfir um sex klukkustunda skeið og hafa notendur einnig kvartað yfir truflunum í morgun. Hópur tölvuþrjóta sem nefnist Dark Storm hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Sá hópur er þekktur fyrir að tala máli Palestínumanna og hefur áður gert sambærilegar árásir á Ísrael, ríki innan NATO og í Bandaríkjunum, samkvæmt frétt tæknimiðilsins Wired. Musk skrifaði á X í gær að árásir væru gerðar á samfélagsmiðilinn á hverjum degi. Þessi væri mun umfangsmeiri og annaðhvort væri stór hópur á bakvið hana eða ríki. Seinna um daginn sagði hann svo í viðtali á Fox News að IP-tölur tengdar árásinni hefðu uppruna á „Úkraínusvæðinu“. Auðjöfurinn hefur lengi verið gagnrýninn á stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu gegn innrás Rússa en í gær kallaði hann öldungadeildarþingmann „svikara“ fyrir að skrifa á X um nýlega heimsókn sína til Úkraínu og kalla eftir áframhaldandi aðstoð. Illa varðir vefþjónar Eins og Musk sagði í gær eru tölvuárásir daglegt brauð hjá fyrirtækjum eins og X. Þess vegna hefur það vakið furðu sérfræðinga að X hafi farið á hliðina í gær og það eins lengi og raunin varð. Wired hefur eftir nokkrum greinendum að þeir hafi fundið vísbendingar um að einhverjir vefþjónar samfélagsmiðlafyrirtækisins hafi ekki verið varðir nægilega vel og því hafi verið hægt að ráðast beint á þá. Netöryggissérfræðingar hafa gagnrýnt Musk fyrir ummæli hans um uppruna árásarinnar. Einn þeirra benti í samtali við AP fréttaveituna á að IP-tölur tengdar árásinni hefðu verið raktar við staðsetninga víðsvegar um heiminn. Líklegt væri að notast hefði verið við svokallað „bottanet“ þar sem tölvuþrjótar nota snjalltæki til að beina mikilli umferð inn á tiltekna vefi, með tilheyrandi truflunum. Árásir sem þessar kallast á ensku „Distributed denial of service“ árásir eða „DDoS“ og er þeim ætlað að valda truflunum með því að auka álag á vefþjónum, í mjög einföldu máli sagt. Tölvuþrjótar notast við tæki sem þeir hafa náð tökum á víðsvegar um heiminn og geta þeir einnig dulbúið hvaðan IP-tölurnar koma. Því er lítið sem ekkert að marka uppruna IP-tala þegar kemur að því að leggja mat á það hver beri ábyrgð á DDoS-árásum. Prófessor við Oxford háskóla sagði BBC að ummæli Musks væru þvættingur. Fyrrverandi yfirmaður netöryggisstofnunar Bretlands sagði miðlinum að DDoS-árásir sem þessar væru mjög gamlar og það að þessi árás hefði valdið skaða á X, benti til þess að netöryggi samfélagsmiðilsins væri ábótavant. Hann sagðist í fljótu bragði ekki muna til þess að kerfi fyrirtækis álíka X í stærðargráðu og umsvifum hefði farið á hliðina vegna DDoS árásar. Bandaríkin Tölvuárásir Elon Musk X (Twitter) Samfélagsmiðlar Úkraína Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Sjá meira
Truflanirnar greindust víðsvar um heiminn yfir um sex klukkustunda skeið og hafa notendur einnig kvartað yfir truflunum í morgun. Hópur tölvuþrjóta sem nefnist Dark Storm hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Sá hópur er þekktur fyrir að tala máli Palestínumanna og hefur áður gert sambærilegar árásir á Ísrael, ríki innan NATO og í Bandaríkjunum, samkvæmt frétt tæknimiðilsins Wired. Musk skrifaði á X í gær að árásir væru gerðar á samfélagsmiðilinn á hverjum degi. Þessi væri mun umfangsmeiri og annaðhvort væri stór hópur á bakvið hana eða ríki. Seinna um daginn sagði hann svo í viðtali á Fox News að IP-tölur tengdar árásinni hefðu uppruna á „Úkraínusvæðinu“. Auðjöfurinn hefur lengi verið gagnrýninn á stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu gegn innrás Rússa en í gær kallaði hann öldungadeildarþingmann „svikara“ fyrir að skrifa á X um nýlega heimsókn sína til Úkraínu og kalla eftir áframhaldandi aðstoð. Illa varðir vefþjónar Eins og Musk sagði í gær eru tölvuárásir daglegt brauð hjá fyrirtækjum eins og X. Þess vegna hefur það vakið furðu sérfræðinga að X hafi farið á hliðina í gær og það eins lengi og raunin varð. Wired hefur eftir nokkrum greinendum að þeir hafi fundið vísbendingar um að einhverjir vefþjónar samfélagsmiðlafyrirtækisins hafi ekki verið varðir nægilega vel og því hafi verið hægt að ráðast beint á þá. Netöryggissérfræðingar hafa gagnrýnt Musk fyrir ummæli hans um uppruna árásarinnar. Einn þeirra benti í samtali við AP fréttaveituna á að IP-tölur tengdar árásinni hefðu verið raktar við staðsetninga víðsvegar um heiminn. Líklegt væri að notast hefði verið við svokallað „bottanet“ þar sem tölvuþrjótar nota snjalltæki til að beina mikilli umferð inn á tiltekna vefi, með tilheyrandi truflunum. Árásir sem þessar kallast á ensku „Distributed denial of service“ árásir eða „DDoS“ og er þeim ætlað að valda truflunum með því að auka álag á vefþjónum, í mjög einföldu máli sagt. Tölvuþrjótar notast við tæki sem þeir hafa náð tökum á víðsvegar um heiminn og geta þeir einnig dulbúið hvaðan IP-tölurnar koma. Því er lítið sem ekkert að marka uppruna IP-tala þegar kemur að því að leggja mat á það hver beri ábyrgð á DDoS-árásum. Prófessor við Oxford háskóla sagði BBC að ummæli Musks væru þvættingur. Fyrrverandi yfirmaður netöryggisstofnunar Bretlands sagði miðlinum að DDoS-árásir sem þessar væru mjög gamlar og það að þessi árás hefði valdið skaða á X, benti til þess að netöryggi samfélagsmiðilsins væri ábótavant. Hann sagðist í fljótu bragði ekki muna til þess að kerfi fyrirtækis álíka X í stærðargráðu og umsvifum hefði farið á hliðina vegna DDoS árásar.
Bandaríkin Tölvuárásir Elon Musk X (Twitter) Samfélagsmiðlar Úkraína Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Sjá meira