Slökktu á rafmagninu á Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 10. mars 2025 10:25 Íbúar Gasastrandarinnar búa við slæmar aðstæður en Ísraelar hafa stöðvað flæði neyðaraðstoðar inn á svæðið og nú rafmagn sem mikilvægt er til framleiðslu drykkjarvatns fyrir íbúa. AP/Jehad Alshrafi Ísraelar lokuðu í gær að aðgang íbúa Gasastrandarinnar að rafmagni og hefur ákvörðunin meðal annars mikil áhrif á eimingarstöð, þar sem sjór er eimaður og gerður drykkjarhæfur. Í síðustu viku stöðvuðu Ísraelar einnig flæði neyðaraðstoðar inn á svæðið, þar sem rúmar tvær milljónir manna halda til við slæmar aðstæður. Aðgerðunum virðist ætlað að þrýsta á leiðtoga Hamas-samtakanna að framlengja fyrsta fasa vopnahlés sem samþykkt var í janúar. Þeim fasa lauk fyrir rúmri viku síðan. Umrætt vopnahlé var samþykkt þann 19. janúar og snerist fyrsti fasi þess um fangaskipti, samhliða því að viðræður um annan fasa áttu að hefjast. Sá fasi snýst um að binda enda á stríðið í skiptum fyrir alla gísla Hamas. Sjá einnig: Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa AP fréttaveitan segir að ráðamenn í Ísrael krefjist þess að leiðtogar Hamas sleppi helmingi þeirra gísla sem samtökin halda í skiptum fyrir loforð um viðræður um varanlegt vopnahlé. Leiðtogar Hamas krefjast þess að hefja viðræðurnar um annan fasa vopnahlésins. Talið er að Hamas-liðar haldi 24 gíslum og líkum 35 til viðbótar. Sjá einnig: „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Viðræður hafa átt sér stað í Katar og eiga frekari viðræður að fara fram í dag. Mun minni og tímabundin framleiðsla Átökin milli Ísraela og Hamas hafa komið verulega niður á íbúum Gasastrandarinnar en stórir hlutar svæðisins eru í rúst eftir umfangsmiklar loftárásir og annarskonar árásir Ísraela. Lengi hefur verið notast við ljósavélar í sjúkrahúsum og öðrum stofnunum. Það hefur hinst vegar ekki verið hægt í áðurnefndri eimingarstöð, þar sem um átján þúsund rúmmetrar af sjó hafa verið eimaðir á dag. AP hefur eftir einum forsvarsmanna stöðvarinnar að með ljósavélum gæti framleiðslan verið um 2.500 rúmmetrar á dag. Ísraelar hafa þó einnig stöðvað flæði eldsneytis inn á Gasaströndina og er ekki hægt að keyra ljósavélar án þess. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur meðal annars sakað Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, um að beita hungri sem vopni. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Lögreglan í Lundúnum hefur girt af svæðið kringum Westminsterhöll eftir að berfættur maður klifraði upp á syllu á Big Ben með Palestínufána. 8. mars 2025 11:35 Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Arabaríkin samþykktu á neyðarfundi í Kaíró í Egyptalandi í gær áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu á Gasa. Um er að ræða svar Arababandalagsins við yfirlýsingum Donald Trump Bandaríkjaforseta um yfirtöku á svæðinu. 5. mars 2025 13:15 Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Pattstaða virðist komin upp í viðræðum Ísraelsmanna og Hamas um annan fasa vopnahlésins á Gasa en báðir aðilar hafa gert kröfur sem hinn hefur hafnað. 3. mars 2025 08:37 Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Fyrsta fasi í þriggja fasa vopnahléi Hamas og Ísrael lýkur í dag en viðræður um annan fasa ganga hægt. Hamas höfnuðu tillögu Ísraela um að lengja fyrsta fasann. 1. mars 2025 14:27 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Aðgerðunum virðist ætlað að þrýsta á leiðtoga Hamas-samtakanna að framlengja fyrsta fasa vopnahlés sem samþykkt var í janúar. Þeim fasa lauk fyrir rúmri viku síðan. Umrætt vopnahlé var samþykkt þann 19. janúar og snerist fyrsti fasi þess um fangaskipti, samhliða því að viðræður um annan fasa áttu að hefjast. Sá fasi snýst um að binda enda á stríðið í skiptum fyrir alla gísla Hamas. Sjá einnig: Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa AP fréttaveitan segir að ráðamenn í Ísrael krefjist þess að leiðtogar Hamas sleppi helmingi þeirra gísla sem samtökin halda í skiptum fyrir loforð um viðræður um varanlegt vopnahlé. Leiðtogar Hamas krefjast þess að hefja viðræðurnar um annan fasa vopnahlésins. Talið er að Hamas-liðar haldi 24 gíslum og líkum 35 til viðbótar. Sjá einnig: „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Viðræður hafa átt sér stað í Katar og eiga frekari viðræður að fara fram í dag. Mun minni og tímabundin framleiðsla Átökin milli Ísraela og Hamas hafa komið verulega niður á íbúum Gasastrandarinnar en stórir hlutar svæðisins eru í rúst eftir umfangsmiklar loftárásir og annarskonar árásir Ísraela. Lengi hefur verið notast við ljósavélar í sjúkrahúsum og öðrum stofnunum. Það hefur hinst vegar ekki verið hægt í áðurnefndri eimingarstöð, þar sem um átján þúsund rúmmetrar af sjó hafa verið eimaðir á dag. AP hefur eftir einum forsvarsmanna stöðvarinnar að með ljósavélum gæti framleiðslan verið um 2.500 rúmmetrar á dag. Ísraelar hafa þó einnig stöðvað flæði eldsneytis inn á Gasaströndina og er ekki hægt að keyra ljósavélar án þess. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur meðal annars sakað Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, um að beita hungri sem vopni.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Lögreglan í Lundúnum hefur girt af svæðið kringum Westminsterhöll eftir að berfættur maður klifraði upp á syllu á Big Ben með Palestínufána. 8. mars 2025 11:35 Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Arabaríkin samþykktu á neyðarfundi í Kaíró í Egyptalandi í gær áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu á Gasa. Um er að ræða svar Arababandalagsins við yfirlýsingum Donald Trump Bandaríkjaforseta um yfirtöku á svæðinu. 5. mars 2025 13:15 Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Pattstaða virðist komin upp í viðræðum Ísraelsmanna og Hamas um annan fasa vopnahlésins á Gasa en báðir aðilar hafa gert kröfur sem hinn hefur hafnað. 3. mars 2025 08:37 Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Fyrsta fasi í þriggja fasa vopnahléi Hamas og Ísrael lýkur í dag en viðræður um annan fasa ganga hægt. Hamas höfnuðu tillögu Ísraela um að lengja fyrsta fasann. 1. mars 2025 14:27 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Lögreglan í Lundúnum hefur girt af svæðið kringum Westminsterhöll eftir að berfættur maður klifraði upp á syllu á Big Ben með Palestínufána. 8. mars 2025 11:35
Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Arabaríkin samþykktu á neyðarfundi í Kaíró í Egyptalandi í gær áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu á Gasa. Um er að ræða svar Arababandalagsins við yfirlýsingum Donald Trump Bandaríkjaforseta um yfirtöku á svæðinu. 5. mars 2025 13:15
Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Pattstaða virðist komin upp í viðræðum Ísraelsmanna og Hamas um annan fasa vopnahlésins á Gasa en báðir aðilar hafa gert kröfur sem hinn hefur hafnað. 3. mars 2025 08:37
Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Fyrsta fasi í þriggja fasa vopnahléi Hamas og Ísrael lýkur í dag en viðræður um annan fasa ganga hægt. Hamas höfnuðu tillögu Ísraela um að lengja fyrsta fasann. 1. mars 2025 14:27