Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. mars 2025 11:35 Maðurinn hefur komið sér fyrir á syllu mörgum metrum fyrir ofan jörðu og stendur þar með Palestínufána. AP Lögreglan í Lundúnum hefur girt af svæðið kringum Westminsterhöll eftir að berfættur maður klifraði upp á syllu á Big Ben með Palestínufána. Myndbönd sem hafa farið í dreifingu á samfélagsmiðlum sýna berfættan manninn hátt uppi í loftinu á syllu á Elísabetarturni, klukkuturni í norðausturenda hallarinnar sem geymir Westminsterklukkuna og aðalbjölluna, sem er gjarnan kallaður Big Ben. Slökkviliðsmenn í kranabíl reyna að ná til mannsins sem hefur verið í fjóra tíma á syllunni.AP Fjöldi fólks hefur safnast í kringum svæðið til að fylgjast með manninum og eru að minnsta kosti níu lögreglubílar og kranabíll á vettvangi samkvæmt Guardian. Samkvæmt talsmanni lögreglunnar barst henni tilkynning um manninn upp úr sjö í morgun og hefur hann því verið á syllunni í rúma fjóra tíma. Lögregluþjónar á vettvangi vinna nú að því að koma manninum niður með hjálp slökkviliðsmanna og annarra viðbragðsaðila. Frelsun Palestínu og Filton-hópsins Maðurinn hefur hrópað „Frjáls Palestína“ af syllunni og kallað eftir frelsun átján aðgerðarsinna, sem ganga undir nafninu Filton 18. Sex aðgerðasinnar keyrðu sendiferðabíl inn í vopnaverksmiðju Elbit Systems í Filton í Bristol í ágúst 2024 og eyðilögðu þar dróna og annan vopnabúnað Ísraela. Tjónið vegna skemmdarverkanna mun hafa verið um milljón punda (175 milljónir íslenskra króna) og voru sexmenningarnir handteknir í kjölfarið. Tólf aðrir aðgerðasinnar tengdir skemmdaverkunum voru síðan handteknir og hafa þau verið í haldi lögreglu síðan. Það sem meira er þá á að halda þeim í varðhaldi þar til mál þeirra fer fyrir dóm í nóvember. BREAKING: An activist with a Palestine flag has scaled Big Ben, and is calling for the freedom of political prisoners including Palestine Action's #Filton18.The 18 are in prison under counter-terror powers for allegedly costing Israel's weapons trade £millions in damages. pic.twitter.com/2CFqY0WjyK— Palestine Action (@Pal_action) March 8, 2025 Bretland Palestína Átök í Ísrael og Palestínu England Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira
Myndbönd sem hafa farið í dreifingu á samfélagsmiðlum sýna berfættan manninn hátt uppi í loftinu á syllu á Elísabetarturni, klukkuturni í norðausturenda hallarinnar sem geymir Westminsterklukkuna og aðalbjölluna, sem er gjarnan kallaður Big Ben. Slökkviliðsmenn í kranabíl reyna að ná til mannsins sem hefur verið í fjóra tíma á syllunni.AP Fjöldi fólks hefur safnast í kringum svæðið til að fylgjast með manninum og eru að minnsta kosti níu lögreglubílar og kranabíll á vettvangi samkvæmt Guardian. Samkvæmt talsmanni lögreglunnar barst henni tilkynning um manninn upp úr sjö í morgun og hefur hann því verið á syllunni í rúma fjóra tíma. Lögregluþjónar á vettvangi vinna nú að því að koma manninum niður með hjálp slökkviliðsmanna og annarra viðbragðsaðila. Frelsun Palestínu og Filton-hópsins Maðurinn hefur hrópað „Frjáls Palestína“ af syllunni og kallað eftir frelsun átján aðgerðarsinna, sem ganga undir nafninu Filton 18. Sex aðgerðasinnar keyrðu sendiferðabíl inn í vopnaverksmiðju Elbit Systems í Filton í Bristol í ágúst 2024 og eyðilögðu þar dróna og annan vopnabúnað Ísraela. Tjónið vegna skemmdarverkanna mun hafa verið um milljón punda (175 milljónir íslenskra króna) og voru sexmenningarnir handteknir í kjölfarið. Tólf aðrir aðgerðasinnar tengdir skemmdaverkunum voru síðan handteknir og hafa þau verið í haldi lögreglu síðan. Það sem meira er þá á að halda þeim í varðhaldi þar til mál þeirra fer fyrir dóm í nóvember. BREAKING: An activist with a Palestine flag has scaled Big Ben, and is calling for the freedom of political prisoners including Palestine Action's #Filton18.The 18 are in prison under counter-terror powers for allegedly costing Israel's weapons trade £millions in damages. pic.twitter.com/2CFqY0WjyK— Palestine Action (@Pal_action) March 8, 2025
Bretland Palestína Átök í Ísrael og Palestínu England Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira