Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Aron Guðmundsson skrifar 8. mars 2025 08:00 Katie Cousins er mætt aftur í Laugardalinn. Hún hefur verið einn besti leikmaður íslenska boltans undanfarin ár. Hvalreki fyrir Þróttara. Vísir/Sigurjón Kristin trú er Katie Cousins, einum besta leikmanni Bestu deildarinnar undanfarin ár, það mikilvægasta í lífinu. Hún er mætt aftur í Þrótt Reykjavík og stefnir á titil þar. Katie endurnýjar kynnin við lið Þróttar Reykjavíkur á komandi tímabili. Hún spilaði fyrir liðið tímabilið 2021 sem og 2023 og eftir stutt stopp hjá Val á síðasta tímabili, þar sem að hún varð bikarmeistari, er hún nú mætt aftur í Laugardalinn eftir að ekki náðist samkomulag milli hennar og Vals um nýjan samning. „Á endanum gekk það ekki upp. Ég átti ekki að vera þar á næsta tímabili og er mjög ánægð með að vera mætt aftur í Þrótt með mínum gömlu liðsfélögum en nýjan þjálfara sem ég ræddi aðeins við á síðasta ári og var dálítið svekkt með að geta ekki spilað undir á þeim tíma. Ég er mjög spennt fyrir því að spila undir stjórn Ólafs á komandi tímabili. Spennt fyrir því að vera komin aftur hingað.“ En af hverju gekk þetta ekki upp með Val. Snerist þetta um peninga eða eitthvað annað? „Á endanum sáu þeir mig ekki sem hluta af sínum framtíðarplönum. Það er í lagi mín vegna enda þeirra að ákveða.“ Þannig að þetta þeirra ákvörðun? „Já en eins og ég segi þá þurfti ég ekki að hugsa mig tvisvar um þegar að Þróttur kom að borðinu. Fólkið hér í kringum félag er frábært. Þegar að ég rakst á það á förnum vegi á síðasta ári lét það mig vita að hér ætti ég alltaf samastað.“ Katie hefur mikið álit á Ólafi Kristjánssyni, þjálfara Þróttar Reykjavíkur sem tók við liðinu fyrir síðasta tímabil.vísir / anton brink Eftir að hafa slegið í gegn hér á landi bjuggust kannski margir við því að Katie tæki skrefið í stærri deild í Evrópu en svo var ekki. „Við skoðuðum nokkra kosti, ég og mitt teymi lögðum góða vinnu í það kannski þarf eitthvað að breytast í framtíðinni ætli ég mér að taka það skref. En eins og ég sagði áður er ég ánægð með að vera komin aftur hingað.“ „Í sannleika sagt þá hef ég aldrei vitað hvað ég ætlaði mér að gera ár frá ári. Ég hef verið föst á milli þessa að reyna fyrir mér annars staðar en á sama tíma er hluti af mér sem virkilega líður vel með að vera hér á Íslandi. Ég tek þetta bara ár frá ári og hingað til hef ég alltaf komið aftur. Þetta er fjórða árið mitt hér á landi.“ Þróttur hefur undir stjórn Ólafs Kristjánssonar verið að þétta raðirnar fyrir komandi tímabil og í Katie fær liðið einn allra besta leikmann deildarinnar undanfarin ár. Sigurvegara. Hvað getur Þróttur afrekað á komandi tímabili? „Ég tel okkur geta barist um Íslandsmeistaratitilinn. Við höfum yfir að ráða góðum hópi leikmanna. Uppaldir leikmenn eru orðnir árinu eldri og hafa öðlast reynslu, þjálfarateymið er öflugt. Ég tel okkur hafa allt sem þarf, þetta þarf bara að smella saman.“ Trúföst Drottni, Guði og Jesú Krist Katie er í góðu sambandi við almættið. Trúin er henni mikilvæg. „Ég á í góðu sambandi við söfnuðinn í Baptistakirkju í Kópavogi. Hef vanið mig á að fara í kirkju þar síðan að ég kom hingað til lands. Kristin trú mín er líklega það mikilvægasta í mínu lífi. Mun mikilvægari en fótboltinn. Ég hef alltaf viljað tengjast trúnni og fylgja henni. Ég hef viljað vera trúföst Drottni, Guði og Jesú.“ Katie Cousins í leik með Þrótturum fyrir nokkrum árum síðanVÍSIR/VILHELM „Frá mínum bæjardyrum séð hefur Guð gefið mér getu til að spila fótbolta og ég vil nota þær gjafir sem hann hefur veitt mér til að vinna vel, skemmta mér og reyna að heiðra hann í öllu sem ég geri í lífinu. Ég vil reyna spila eins lengi og ég get og heiðra hann.“ Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Íslenski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira
Katie endurnýjar kynnin við lið Þróttar Reykjavíkur á komandi tímabili. Hún spilaði fyrir liðið tímabilið 2021 sem og 2023 og eftir stutt stopp hjá Val á síðasta tímabili, þar sem að hún varð bikarmeistari, er hún nú mætt aftur í Laugardalinn eftir að ekki náðist samkomulag milli hennar og Vals um nýjan samning. „Á endanum gekk það ekki upp. Ég átti ekki að vera þar á næsta tímabili og er mjög ánægð með að vera mætt aftur í Þrótt með mínum gömlu liðsfélögum en nýjan þjálfara sem ég ræddi aðeins við á síðasta ári og var dálítið svekkt með að geta ekki spilað undir á þeim tíma. Ég er mjög spennt fyrir því að spila undir stjórn Ólafs á komandi tímabili. Spennt fyrir því að vera komin aftur hingað.“ En af hverju gekk þetta ekki upp með Val. Snerist þetta um peninga eða eitthvað annað? „Á endanum sáu þeir mig ekki sem hluta af sínum framtíðarplönum. Það er í lagi mín vegna enda þeirra að ákveða.“ Þannig að þetta þeirra ákvörðun? „Já en eins og ég segi þá þurfti ég ekki að hugsa mig tvisvar um þegar að Þróttur kom að borðinu. Fólkið hér í kringum félag er frábært. Þegar að ég rakst á það á förnum vegi á síðasta ári lét það mig vita að hér ætti ég alltaf samastað.“ Katie hefur mikið álit á Ólafi Kristjánssyni, þjálfara Þróttar Reykjavíkur sem tók við liðinu fyrir síðasta tímabil.vísir / anton brink Eftir að hafa slegið í gegn hér á landi bjuggust kannski margir við því að Katie tæki skrefið í stærri deild í Evrópu en svo var ekki. „Við skoðuðum nokkra kosti, ég og mitt teymi lögðum góða vinnu í það kannski þarf eitthvað að breytast í framtíðinni ætli ég mér að taka það skref. En eins og ég sagði áður er ég ánægð með að vera komin aftur hingað.“ „Í sannleika sagt þá hef ég aldrei vitað hvað ég ætlaði mér að gera ár frá ári. Ég hef verið föst á milli þessa að reyna fyrir mér annars staðar en á sama tíma er hluti af mér sem virkilega líður vel með að vera hér á Íslandi. Ég tek þetta bara ár frá ári og hingað til hef ég alltaf komið aftur. Þetta er fjórða árið mitt hér á landi.“ Þróttur hefur undir stjórn Ólafs Kristjánssonar verið að þétta raðirnar fyrir komandi tímabil og í Katie fær liðið einn allra besta leikmann deildarinnar undanfarin ár. Sigurvegara. Hvað getur Þróttur afrekað á komandi tímabili? „Ég tel okkur geta barist um Íslandsmeistaratitilinn. Við höfum yfir að ráða góðum hópi leikmanna. Uppaldir leikmenn eru orðnir árinu eldri og hafa öðlast reynslu, þjálfarateymið er öflugt. Ég tel okkur hafa allt sem þarf, þetta þarf bara að smella saman.“ Trúföst Drottni, Guði og Jesú Krist Katie er í góðu sambandi við almættið. Trúin er henni mikilvæg. „Ég á í góðu sambandi við söfnuðinn í Baptistakirkju í Kópavogi. Hef vanið mig á að fara í kirkju þar síðan að ég kom hingað til lands. Kristin trú mín er líklega það mikilvægasta í mínu lífi. Mun mikilvægari en fótboltinn. Ég hef alltaf viljað tengjast trúnni og fylgja henni. Ég hef viljað vera trúföst Drottni, Guði og Jesú.“ Katie Cousins í leik með Þrótturum fyrir nokkrum árum síðanVÍSIR/VILHELM „Frá mínum bæjardyrum séð hefur Guð gefið mér getu til að spila fótbolta og ég vil nota þær gjafir sem hann hefur veitt mér til að vinna vel, skemmta mér og reyna að heiðra hann í öllu sem ég geri í lífinu. Ég vil reyna spila eins lengi og ég get og heiðra hann.“
Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Íslenski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira