Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. mars 2025 06:40 Það kvað við kunnuglegan tón í ræðu Trump, þar sem hann barði á Joe Biden og hældi sjálfum sér fyrir stórkostlegan árangur síðustu vikur. AP/Ben Curtis Það bar fátt til tíðinda í ræðu Donald Trump Bandaríkjaforseta á þinginu í gærkvöldi, þar sem hann varði meirihluta ræðutímans í að gera lítið úr andstæðingum sínum og hæla sjálfum sér. Trump hét því hins vegar einnig að aflétta ekki tollum á helstu viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna og virtist hafa mildast í afstöðu sinni til Úkraínu. Las hann upphátt skilaboð sem Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti birti á samfélagsmiðlum í gær og sagðist kunna að meta þakkirnar í garð Bandaríkjanna. Þá sagðist hann hafa fengið sterk skilabð um að Rússar vildu frið í Úkraínu. „Væri það ekki dásamlegt?“ sagði hann í pontu. Hvað varðar Kína, Kanada og Mexíkó, þar sem stjórnvöld greindu frá því í gær að þau myndu svara tollum Bandaríkjamanna með líku, sagði Trump að stjórnvöld vestanhafs myndu þá hækka álögur enn frekar. Trump: Thanks to me, free speech is back(He just banned AP reporters from the White House for not obeying him) pic.twitter.com/B4yNRFbmp5— FactPost (@factpostnews) March 5, 2025 Ræða Trump var sú lengsta sem forseti hefur haldið á þinginu, 100 mínútur, en eins og fyrr segir fór drjúgur tími í sjálfshól og ósannaðar staðhæfingar, þar sem forsetinn lofaði aðgerðir stjórnvalda síðustu vikur og sagði þær myndu greiða fyrir mestu velmegun í sögu landsins. Forsetinn sakaði Demókrata um að hunsa þá „uppreisn almennrar skynsemi“ sem nú væri hafin og hrósaði sjálfum sér og félaga sínum Elon Musk fyrir að hafa upprætt spillingu og gríðarlegt fjáraustur. „Átta milljónir til að ýta undir LGBTQI+ í Afríkuríkinu Lesotho, sem enginn hefur nokkurn tímann heyrt um,“ sagði Trump í hæðnistón. Al Green, þingmanni Demókrataflokksins frá Texas, var vísað úr þingsal fyrir frammíköll. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa áður gerst sekir um sama án þess að vera vísað út, til að mynda Marjorie Taylor Greene, ötull stuðningsmaður Trump, í stjórnartíð Joe Biden. Bandaríkin Donald Trump Innrás Rússa í Úkraínu Skattar og tollar Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Trump hét því hins vegar einnig að aflétta ekki tollum á helstu viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna og virtist hafa mildast í afstöðu sinni til Úkraínu. Las hann upphátt skilaboð sem Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti birti á samfélagsmiðlum í gær og sagðist kunna að meta þakkirnar í garð Bandaríkjanna. Þá sagðist hann hafa fengið sterk skilabð um að Rússar vildu frið í Úkraínu. „Væri það ekki dásamlegt?“ sagði hann í pontu. Hvað varðar Kína, Kanada og Mexíkó, þar sem stjórnvöld greindu frá því í gær að þau myndu svara tollum Bandaríkjamanna með líku, sagði Trump að stjórnvöld vestanhafs myndu þá hækka álögur enn frekar. Trump: Thanks to me, free speech is back(He just banned AP reporters from the White House for not obeying him) pic.twitter.com/B4yNRFbmp5— FactPost (@factpostnews) March 5, 2025 Ræða Trump var sú lengsta sem forseti hefur haldið á þinginu, 100 mínútur, en eins og fyrr segir fór drjúgur tími í sjálfshól og ósannaðar staðhæfingar, þar sem forsetinn lofaði aðgerðir stjórnvalda síðustu vikur og sagði þær myndu greiða fyrir mestu velmegun í sögu landsins. Forsetinn sakaði Demókrata um að hunsa þá „uppreisn almennrar skynsemi“ sem nú væri hafin og hrósaði sjálfum sér og félaga sínum Elon Musk fyrir að hafa upprætt spillingu og gríðarlegt fjáraustur. „Átta milljónir til að ýta undir LGBTQI+ í Afríkuríkinu Lesotho, sem enginn hefur nokkurn tímann heyrt um,“ sagði Trump í hæðnistón. Al Green, þingmanni Demókrataflokksins frá Texas, var vísað úr þingsal fyrir frammíköll. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa áður gerst sekir um sama án þess að vera vísað út, til að mynda Marjorie Taylor Greene, ötull stuðningsmaður Trump, í stjórnartíð Joe Biden.
Bandaríkin Donald Trump Innrás Rússa í Úkraínu Skattar og tollar Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira