Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. mars 2025 00:11 Selenskí ræddi við fréttamann Fox News í 25 mínútur í kvöld í framhaldi af fundinum með Trump í Hvíta húsinu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ítrekaði þakklæti sitt til bandarísku þjóðarinnar í viðtali á Fox sjónvarpsstöðinni vestra í kvöld í framhaldi af því sem mætti kalla hitafund forsetans með forseta og varaforseta Bandaríkjanna í Hvíta húsinu í kvöld. Í tæplega hálftíma viðtali talaði Selenskí aldrei illa um Bandaríkjaforseta, baðst ekki afsökunar og sagði mikilvægt að samskipti væri hreinskiptin. Fundurinn hefur vakið mikla umræðu og hafa flestir leiðtogar Evrópu, þar á meðal á Íslandi, fordæmt hegðun Donald Trump Bandaríkjaforseta á fundinum og ítrekað stuðning sinn við Úkraínu. Á fundinum helltu Trump forseti og J.D. Vance varaforseti sér yfir Selenskí, brigsluðu hann um vanþakklæti og vanvirðingu, hótuðu að hætta öllum stuðningi við Úkraínu ef Selenskí gæfi þeim ekki aðgang að verðmætum auðlindum og svo kórónaði Bandaríkjaforseti þetta allt saman með því að vísa Selenskí á dyr, aflýsa blaðamannafundi sem til stóð og segja svo í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum að Selenskí mætti koma aftur þegar hann væri orðinn „tilbúinn fyrir frið.“ Selenskí lét fundinn ekki slá sig út af laginu og mætti í viðtal á Fox í framhaldinu. Þar hélt hann ró sinni og sagði mikilvægt að geta átt hreinskiptin samskipti við leiðtoga Bandaríkjanna. „Jafnvel í svona erfiðri orðræðu verðum við að að vera heiðarlega og skilja hver annan. Það er mikilvægt,“ sagði Selenskí. Fundurinn hefði komið illa út fyrir báða aðila og suma hluti væri líklega betra að ræða utan kastljóss fjölmiðlanna. Með fullri virðingu fyrir lýðræðinu. Það sem skipti Úkraínu miklu máli væri að vita að Bandaríkin stæðu með þeim. Vinir og óvinir „Ég get ekki breytt afstöðu okkar Úkraínumanna til Rússa. Bandaríkjamenn eru bestu vinir okkar, Evrópubúar eru bestu vinir okkar og Rússar eru óvinir okkar,“ sagði Selenskí. Það þýddi ekki að Úkraína vildi ekki semja um frið við Rússland. En Úkraínumenn þyrftu tryggingu fyrir langtímafriði. Dæmin sýndu sig að Rússum væru illa treystandi enda hefði Vladimír Pútín Rússlandsforseti endurtekið rofið vopnahlé. Hann tók ekki undir að Trump væri stuðningsmaður Pútín. Trump hefði sjálfur sagst vera í miðjunni en Selenskí kysi þó að Trump hallaði sér í áttina að Úkraínu. Það væri ekki eins og stríðið hefði byrjað einhvers staðar miðja vegu á milli Úkraínu og Rússlands. Rússar hefðu ráðist inn í Úkraínu, fyrst 2014 og svo aftur 2022. Að sama skapi vilji Úkraínumenn ekki upplifa þetta aftur. Fréttamaður Fox spurði Selenskí í tvígang hvort hann ætlaði að biðja Trump afsökunar vegna fundarins í kvöld. Selenskí svaraði spurningunni ekki beint en ítrekaði nauðsyn á hreinskiptum samskiptum. „Ég er ekki viss um að við höfum gert nokkuð slæmt,“ sagði Selenskí um samtal þeirra Trump á fundinum í kvöld. Tengslin ríkari en þau milli forsetanna Úkraína væri ekki að beita neina þrýstingi heldur leita eftir aðstoð frá vinaþjóðum sínum. Selenskí var spurður hvort hægt væri að bjarga sambandi hans við Trump forseta eftir fundinn í kvöld. „Já, auðvitað. Tengsl okkar eru ríkari en á milli tveggja forseta. Það eru sterk tengsl á milli þjóða okkar. Þess vegna færi ég ykkar þjóð alltaf þakkir frá okkar fólki.“ Bandaríkin hafi hjálpað við að bjarga fólki, passa upp á mannréttindi og fyir það sé Úkraína þakklát. Þá þakkaði fréttmaður Fox honum fyrir að mæta í fyrirfram planað viðtal þrátt fyrir uppákomuna í Hvíta húsinu. Trump ræddi við fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið að fundinum loknum. Hann sagði Selenskí hafa farið fram úr sér á fundinum enda væri hann ekki með nein tromp á hendi. Sjálfur væri Trump í leit að friði en ekki áframhaldandi stríði. Selenskí sé í leit að frekara stríði en Trump vilji ljúka því. Bandaríkin Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Fundurinn hefur vakið mikla umræðu og hafa flestir leiðtogar Evrópu, þar á meðal á Íslandi, fordæmt hegðun Donald Trump Bandaríkjaforseta á fundinum og ítrekað stuðning sinn við Úkraínu. Á fundinum helltu Trump forseti og J.D. Vance varaforseti sér yfir Selenskí, brigsluðu hann um vanþakklæti og vanvirðingu, hótuðu að hætta öllum stuðningi við Úkraínu ef Selenskí gæfi þeim ekki aðgang að verðmætum auðlindum og svo kórónaði Bandaríkjaforseti þetta allt saman með því að vísa Selenskí á dyr, aflýsa blaðamannafundi sem til stóð og segja svo í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum að Selenskí mætti koma aftur þegar hann væri orðinn „tilbúinn fyrir frið.“ Selenskí lét fundinn ekki slá sig út af laginu og mætti í viðtal á Fox í framhaldinu. Þar hélt hann ró sinni og sagði mikilvægt að geta átt hreinskiptin samskipti við leiðtoga Bandaríkjanna. „Jafnvel í svona erfiðri orðræðu verðum við að að vera heiðarlega og skilja hver annan. Það er mikilvægt,“ sagði Selenskí. Fundurinn hefði komið illa út fyrir báða aðila og suma hluti væri líklega betra að ræða utan kastljóss fjölmiðlanna. Með fullri virðingu fyrir lýðræðinu. Það sem skipti Úkraínu miklu máli væri að vita að Bandaríkin stæðu með þeim. Vinir og óvinir „Ég get ekki breytt afstöðu okkar Úkraínumanna til Rússa. Bandaríkjamenn eru bestu vinir okkar, Evrópubúar eru bestu vinir okkar og Rússar eru óvinir okkar,“ sagði Selenskí. Það þýddi ekki að Úkraína vildi ekki semja um frið við Rússland. En Úkraínumenn þyrftu tryggingu fyrir langtímafriði. Dæmin sýndu sig að Rússum væru illa treystandi enda hefði Vladimír Pútín Rússlandsforseti endurtekið rofið vopnahlé. Hann tók ekki undir að Trump væri stuðningsmaður Pútín. Trump hefði sjálfur sagst vera í miðjunni en Selenskí kysi þó að Trump hallaði sér í áttina að Úkraínu. Það væri ekki eins og stríðið hefði byrjað einhvers staðar miðja vegu á milli Úkraínu og Rússlands. Rússar hefðu ráðist inn í Úkraínu, fyrst 2014 og svo aftur 2022. Að sama skapi vilji Úkraínumenn ekki upplifa þetta aftur. Fréttamaður Fox spurði Selenskí í tvígang hvort hann ætlaði að biðja Trump afsökunar vegna fundarins í kvöld. Selenskí svaraði spurningunni ekki beint en ítrekaði nauðsyn á hreinskiptum samskiptum. „Ég er ekki viss um að við höfum gert nokkuð slæmt,“ sagði Selenskí um samtal þeirra Trump á fundinum í kvöld. Tengslin ríkari en þau milli forsetanna Úkraína væri ekki að beita neina þrýstingi heldur leita eftir aðstoð frá vinaþjóðum sínum. Selenskí var spurður hvort hægt væri að bjarga sambandi hans við Trump forseta eftir fundinn í kvöld. „Já, auðvitað. Tengsl okkar eru ríkari en á milli tveggja forseta. Það eru sterk tengsl á milli þjóða okkar. Þess vegna færi ég ykkar þjóð alltaf þakkir frá okkar fólki.“ Bandaríkin hafi hjálpað við að bjarga fólki, passa upp á mannréttindi og fyir það sé Úkraína þakklát. Þá þakkaði fréttmaður Fox honum fyrir að mæta í fyrirfram planað viðtal þrátt fyrir uppákomuna í Hvíta húsinu. Trump ræddi við fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið að fundinum loknum. Hann sagði Selenskí hafa farið fram úr sér á fundinum enda væri hann ekki með nein tromp á hendi. Sjálfur væri Trump í leit að friði en ekki áframhaldandi stríði. Selenskí sé í leit að frekara stríði en Trump vilji ljúka því.
Bandaríkin Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira