Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. mars 2025 00:11 Selenskí ræddi við fréttamann Fox News í 25 mínútur í kvöld í framhaldi af fundinum með Trump í Hvíta húsinu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ítrekaði þakklæti sitt til bandarísku þjóðarinnar í viðtali á Fox sjónvarpsstöðinni vestra í kvöld í framhaldi af því sem mætti kalla hitafund forsetans með forseta og varaforseta Bandaríkjanna í Hvíta húsinu í kvöld. Í tæplega hálftíma viðtali talaði Selenskí aldrei illa um Bandaríkjaforseta, baðst ekki afsökunar og sagði mikilvægt að samskipti væri hreinskiptin. Fundurinn hefur vakið mikla umræðu og hafa flestir leiðtogar Evrópu, þar á meðal á Íslandi, fordæmt hegðun Donald Trump Bandaríkjaforseta á fundinum og ítrekað stuðning sinn við Úkraínu. Á fundinum helltu Trump forseti og J.D. Vance varaforseti sér yfir Selenskí, brigsluðu hann um vanþakklæti og vanvirðingu, hótuðu að hætta öllum stuðningi við Úkraínu ef Selenskí gæfi þeim ekki aðgang að verðmætum auðlindum og svo kórónaði Bandaríkjaforseti þetta allt saman með því að vísa Selenskí á dyr, aflýsa blaðamannafundi sem til stóð og segja svo í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum að Selenskí mætti koma aftur þegar hann væri orðinn „tilbúinn fyrir frið.“ Selenskí lét fundinn ekki slá sig út af laginu og mætti í viðtal á Fox í framhaldinu. Þar hélt hann ró sinni og sagði mikilvægt að geta átt hreinskiptin samskipti við leiðtoga Bandaríkjanna. „Jafnvel í svona erfiðri orðræðu verðum við að að vera heiðarlega og skilja hver annan. Það er mikilvægt,“ sagði Selenskí. Fundurinn hefði komið illa út fyrir báða aðila og suma hluti væri líklega betra að ræða utan kastljóss fjölmiðlanna. Með fullri virðingu fyrir lýðræðinu. Það sem skipti Úkraínu miklu máli væri að vita að Bandaríkin stæðu með þeim. Vinir og óvinir „Ég get ekki breytt afstöðu okkar Úkraínumanna til Rússa. Bandaríkjamenn eru bestu vinir okkar, Evrópubúar eru bestu vinir okkar og Rússar eru óvinir okkar,“ sagði Selenskí. Það þýddi ekki að Úkraína vildi ekki semja um frið við Rússland. En Úkraínumenn þyrftu tryggingu fyrir langtímafriði. Dæmin sýndu sig að Rússum væru illa treystandi enda hefði Vladimír Pútín Rússlandsforseti endurtekið rofið vopnahlé. Hann tók ekki undir að Trump væri stuðningsmaður Pútín. Trump hefði sjálfur sagst vera í miðjunni en Selenskí kysi þó að Trump hallaði sér í áttina að Úkraínu. Það væri ekki eins og stríðið hefði byrjað einhvers staðar miðja vegu á milli Úkraínu og Rússlands. Rússar hefðu ráðist inn í Úkraínu, fyrst 2014 og svo aftur 2022. Að sama skapi vilji Úkraínumenn ekki upplifa þetta aftur. Fréttamaður Fox spurði Selenskí í tvígang hvort hann ætlaði að biðja Trump afsökunar vegna fundarins í kvöld. Selenskí svaraði spurningunni ekki beint en ítrekaði nauðsyn á hreinskiptum samskiptum. „Ég er ekki viss um að við höfum gert nokkuð slæmt,“ sagði Selenskí um samtal þeirra Trump á fundinum í kvöld. Tengslin ríkari en þau milli forsetanna Úkraína væri ekki að beita neina þrýstingi heldur leita eftir aðstoð frá vinaþjóðum sínum. Selenskí var spurður hvort hægt væri að bjarga sambandi hans við Trump forseta eftir fundinn í kvöld. „Já, auðvitað. Tengsl okkar eru ríkari en á milli tveggja forseta. Það eru sterk tengsl á milli þjóða okkar. Þess vegna færi ég ykkar þjóð alltaf þakkir frá okkar fólki.“ Bandaríkin hafi hjálpað við að bjarga fólki, passa upp á mannréttindi og fyir það sé Úkraína þakklát. Þá þakkaði fréttmaður Fox honum fyrir að mæta í fyrirfram planað viðtal þrátt fyrir uppákomuna í Hvíta húsinu. Trump ræddi við fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið að fundinum loknum. Hann sagði Selenskí hafa farið fram úr sér á fundinum enda væri hann ekki með nein tromp á hendi. Sjálfur væri Trump í leit að friði en ekki áframhaldandi stríði. Selenskí sé í leit að frekara stríði en Trump vilji ljúka því. Bandaríkin Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Fundurinn hefur vakið mikla umræðu og hafa flestir leiðtogar Evrópu, þar á meðal á Íslandi, fordæmt hegðun Donald Trump Bandaríkjaforseta á fundinum og ítrekað stuðning sinn við Úkraínu. Á fundinum helltu Trump forseti og J.D. Vance varaforseti sér yfir Selenskí, brigsluðu hann um vanþakklæti og vanvirðingu, hótuðu að hætta öllum stuðningi við Úkraínu ef Selenskí gæfi þeim ekki aðgang að verðmætum auðlindum og svo kórónaði Bandaríkjaforseti þetta allt saman með því að vísa Selenskí á dyr, aflýsa blaðamannafundi sem til stóð og segja svo í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum að Selenskí mætti koma aftur þegar hann væri orðinn „tilbúinn fyrir frið.“ Selenskí lét fundinn ekki slá sig út af laginu og mætti í viðtal á Fox í framhaldinu. Þar hélt hann ró sinni og sagði mikilvægt að geta átt hreinskiptin samskipti við leiðtoga Bandaríkjanna. „Jafnvel í svona erfiðri orðræðu verðum við að að vera heiðarlega og skilja hver annan. Það er mikilvægt,“ sagði Selenskí. Fundurinn hefði komið illa út fyrir báða aðila og suma hluti væri líklega betra að ræða utan kastljóss fjölmiðlanna. Með fullri virðingu fyrir lýðræðinu. Það sem skipti Úkraínu miklu máli væri að vita að Bandaríkin stæðu með þeim. Vinir og óvinir „Ég get ekki breytt afstöðu okkar Úkraínumanna til Rússa. Bandaríkjamenn eru bestu vinir okkar, Evrópubúar eru bestu vinir okkar og Rússar eru óvinir okkar,“ sagði Selenskí. Það þýddi ekki að Úkraína vildi ekki semja um frið við Rússland. En Úkraínumenn þyrftu tryggingu fyrir langtímafriði. Dæmin sýndu sig að Rússum væru illa treystandi enda hefði Vladimír Pútín Rússlandsforseti endurtekið rofið vopnahlé. Hann tók ekki undir að Trump væri stuðningsmaður Pútín. Trump hefði sjálfur sagst vera í miðjunni en Selenskí kysi þó að Trump hallaði sér í áttina að Úkraínu. Það væri ekki eins og stríðið hefði byrjað einhvers staðar miðja vegu á milli Úkraínu og Rússlands. Rússar hefðu ráðist inn í Úkraínu, fyrst 2014 og svo aftur 2022. Að sama skapi vilji Úkraínumenn ekki upplifa þetta aftur. Fréttamaður Fox spurði Selenskí í tvígang hvort hann ætlaði að biðja Trump afsökunar vegna fundarins í kvöld. Selenskí svaraði spurningunni ekki beint en ítrekaði nauðsyn á hreinskiptum samskiptum. „Ég er ekki viss um að við höfum gert nokkuð slæmt,“ sagði Selenskí um samtal þeirra Trump á fundinum í kvöld. Tengslin ríkari en þau milli forsetanna Úkraína væri ekki að beita neina þrýstingi heldur leita eftir aðstoð frá vinaþjóðum sínum. Selenskí var spurður hvort hægt væri að bjarga sambandi hans við Trump forseta eftir fundinn í kvöld. „Já, auðvitað. Tengsl okkar eru ríkari en á milli tveggja forseta. Það eru sterk tengsl á milli þjóða okkar. Þess vegna færi ég ykkar þjóð alltaf þakkir frá okkar fólki.“ Bandaríkin hafi hjálpað við að bjarga fólki, passa upp á mannréttindi og fyir það sé Úkraína þakklát. Þá þakkaði fréttmaður Fox honum fyrir að mæta í fyrirfram planað viðtal þrátt fyrir uppákomuna í Hvíta húsinu. Trump ræddi við fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið að fundinum loknum. Hann sagði Selenskí hafa farið fram úr sér á fundinum enda væri hann ekki með nein tromp á hendi. Sjálfur væri Trump í leit að friði en ekki áframhaldandi stríði. Selenskí sé í leit að frekara stríði en Trump vilji ljúka því.
Bandaríkin Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira