Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. febrúar 2025 23:21 Ráðamenn í Evrópu og víðar hafa keppst við að tjá Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta stuðning sinn eftir erfiðan fund hans í Washington. Vísir/Samsett Ráðamenn í Evrópu og víðar hafa keppst við að lýsa yfir stuðningi sínum við Úkraínu og Vólódímír Selenskí forseta eftir fund hans með Bandaríkjaforseta og varaforseta. Á fundinum helltu Donald Trump forseti og J.D. Vance varaforseti sér yfir Selenskí, brigsluðu hann um vanþakklæti og vanvirðingu, hótuðu að hætta öllum stuðningi við Úkraínu ef Selenskí gæfi þeim ekki aðgang að verðmætum auðlindum og svo kórónaði Bandaríkjaforseti þetta allt saman með því að vísa Selenskí á dyr, aflýsa blaðamannafundi sem til stóð og segja svo í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum að Selenskí mætti koma aftur þegar hann væri orðinn „tilbúinn fyrir frið.“ Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti þakkaði Bandaríkjunum fjórvegis fyrir stuðning sinn í færslu á samfélagsmiðlum og virðist hafa tekið ávítur Trumps um vanþakklæti til sín en hann hefur þakkað hátt í þrátíu þjóðarleiðtogum persónulega fyrir stuðningsyfirlýsingar sínar. Ísland stendur með Úkraínu Hér heima hafa bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra tjáð sig á samfélagsmiðlum og í viðtölum við fjölmiðla og undirstrikað áframhaldandi stuðning Íslands við Úkraínu. Þorgerður Katrín utanríkisráðherra sagði í samtali við fréttastofu að það hefði verið sorglegt að horfa upp á fundinn. Sjá einnig: „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ „Það er allt óútreiknanlegt sem kemur frá Bandaríkjunum núna því miður, frá þessari mikilvægu vinaþjóð okkar sem við höfum haft góða reynslu af í öll þessi ár. Þetta var ekki fallegasta birtingarmynd af því hvernig alþjóðasamskipti eiga að vera á milli tveggja lýðræðisþjóða,“ sagði hún meðal annars. Kristrún Frostadóttir birti einnig færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún sagði Ísland ekki munu gefast upp á Úkraínu og hét Selenskí stuðning sinn. Norðurlönd standa með Úkraínu Sami tónn er í ráðamönnum á Norðurlöndunum. Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segir Danmörku standa stolta með Úkraínu og úkraínsku þjóðinni. Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur skrifaði einnig færslu á Facebook en hann horfði á fundinn ásamt embættisbróður sínum í Færeyjum Høgna Hoydal en þar er hann staddur á fundi. „Og ég held í sannleika sagt að við höfum verið jafnþrumulostnir. Þetta er högg í þindina fyrir Úkraínu og þetta var alls ekki það sem við þurftum á að halda akkúrat núna,“ skrifaði hann meðal annars. Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs sagði að það sem hann sá í Hvíta húsinu í dag hafi verið alvarlegt og niðurdrepandi í senn. Úkraína þurfi enn á stuðningi Bandaríkjanna að halda. Þetta er meðal þess sem hann skrifaði á Facebook-síðu sinni. Noregur standi með Úkraínu í frelsisbaráttu þeirra. Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar tekur í sama streng. „Svíþjóð stendur með Úkraínu. Þið berjist ekki aðeins fyrir ykkar frelsi heldur einnig Evrópu allrar. Slava Ukraini!“ skrifar hann á samfélagsmiðlinum X. Evrópa stendur með Úkraínu Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, António Costa, formaður Evrópuráðs og Roberta Metsola, forseti Evrópuþingsins, birtu öll sameiginlega yfirlýsingu á samfélagsmiðlum bæði á úkraínsku og ensku. „Vertu sterkur, vertu hugrakkur, vertu óttalaus. Þú stendur aldrei einn, kæri Selenskí forseti,“ skrifa þau meðal annars og segjast munu halda áfram að vinna með honum að réttlátum og varanlegum friði. Your dignity honors the bravery of the Ukrainian people.Be strong, be brave, be fearless. You are never alone, dear President @ZelenskyyUa.We will continue working with you for a just and lasting peace.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) February 28, 2025 Í samtali við fréttastofu vakti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra athygli á ummælum Köju Kallas en hún er utanríkisráðherra Evrópusambandsins. Ummælin eru afdráttarlaus og til marks um hve alvarlega evrópskir ráðamenn taka stöðunni sem upp er komin, að sögn Þorgerðar Katrínar. „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga. Það er upp á okkur Evrópumenn komið að taka þessari áskorun,“ skrifar hún en Bandaríkjaforsetar kalla sig gjarnan leiðtoga hins frjálsa heims. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hefur ekki gefið neinar yfirlýsingar út eftir fundinn en samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins ræddi hann við bæði Donald Trump Bandaríkjaforseta og Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í kvöld. Í skriflegu svari við fyrirspurn breska ríkisútvarpsins segir að Starmer hafi ítrekað óhaggandi stuðning Bretlands við Úkraínu og að hann muni gera allt sem í sínu valdi stendur til að ná fram friði með fullveldi og öryggi Úkraínu að leiðarljósi. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir Rússa vera árásaraðilann og Úkraínumenn þá sem ráðist er á. Hann ræddi við blaðamenn í kjölfar fundarins en hann er staddur í Portúgal.Hann sagði að það væri mikilvægt að sýna þeim virðingu sem barist hafa frá upphafi fyrir virðingu sinni, réttindum og öryggi í Evrópu. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, segir Þýskaland og Evrópu alla standa með Úkraínu. „Úkraína getur stólað á óhaggandi stuðning frá Þýskalandi, Evrópu og víðar að. Vörn þeirra á lýðræði og barátta þeirra fyrir friði og öryggi er okkar,“ skrifar hún á samfélagsmiðlum. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar segir Spán einnig standa með Úkraínu í færslu á samfélagsmiðlum. Þakkar Trump fyrir hugrekki sitt Ekki eru þó allir á eitt hneykslaðir á framkomu Bandaríkjaforseta og annar tónn heyrðist, kannski fyrirsjáanlega, í Dmítríj Medvedev fyrrverandi Rússlandsforseta og stuðningsmaður Pútíns til margra ára. Hann vitnaði til orða Trumps um háskaleik Selenskís. „Loksins fékk ósvífna svínið alvöru skell á skrifstofu forseta. Og Donald Trump hefur rétt fyrir sér: stjórnin í Kænugarði er að leika sér að þriðju heimsstyrjöldinni,“ skrifaði hann á samfélagsmiðlum. Strong men make peace, weak men make war.Today President @realDonaldTrump stood bravely for peace. Even if it was difficult for many to digest. Thank you, Mr. President!— Orbán Viktor (@PM_ViktorOrban) February 28, 2025 Þannig þakkar Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, Trump fyrir að hafa haft hugrekkið til að standa með friði. Hann segir veiklynda menn stunda stríðsrekstur en sterka semja um frið. „Í dag stóð Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrir friði af hugrekki. Jafnvel þó að það hafi reynst mörgum erfitt að melta. Þakka þér, herra forseti!“ skrifar hann í færslu á samfélagsmiðlum. Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Donald Trump Tengdar fréttir „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir það hafa verið sorglegt að horfa upp á spennuþrunginn fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í kvöld. 28. febrúar 2025 21:33 Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. Upp úr sauð og Trump sagði Selenskí vanþakklátan og leika sér að heimsstyrjöld. 28. febrúar 2025 19:52 Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Spennan var áþreifanleg á fundi Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta, Donalds Trump Bandaríkjaforseta og J.D. Vance varaforseta og orðskiptin kaldranaleg. Fulltrúar Bandaríkjanna saka Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi og segja hann hætta á heimsstyrjöld. 28. febrúar 2025 18:55 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Sjá meira
Á fundinum helltu Donald Trump forseti og J.D. Vance varaforseti sér yfir Selenskí, brigsluðu hann um vanþakklæti og vanvirðingu, hótuðu að hætta öllum stuðningi við Úkraínu ef Selenskí gæfi þeim ekki aðgang að verðmætum auðlindum og svo kórónaði Bandaríkjaforseti þetta allt saman með því að vísa Selenskí á dyr, aflýsa blaðamannafundi sem til stóð og segja svo í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum að Selenskí mætti koma aftur þegar hann væri orðinn „tilbúinn fyrir frið.“ Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti þakkaði Bandaríkjunum fjórvegis fyrir stuðning sinn í færslu á samfélagsmiðlum og virðist hafa tekið ávítur Trumps um vanþakklæti til sín en hann hefur þakkað hátt í þrátíu þjóðarleiðtogum persónulega fyrir stuðningsyfirlýsingar sínar. Ísland stendur með Úkraínu Hér heima hafa bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra tjáð sig á samfélagsmiðlum og í viðtölum við fjölmiðla og undirstrikað áframhaldandi stuðning Íslands við Úkraínu. Þorgerður Katrín utanríkisráðherra sagði í samtali við fréttastofu að það hefði verið sorglegt að horfa upp á fundinn. Sjá einnig: „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ „Það er allt óútreiknanlegt sem kemur frá Bandaríkjunum núna því miður, frá þessari mikilvægu vinaþjóð okkar sem við höfum haft góða reynslu af í öll þessi ár. Þetta var ekki fallegasta birtingarmynd af því hvernig alþjóðasamskipti eiga að vera á milli tveggja lýðræðisþjóða,“ sagði hún meðal annars. Kristrún Frostadóttir birti einnig færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún sagði Ísland ekki munu gefast upp á Úkraínu og hét Selenskí stuðning sinn. Norðurlönd standa með Úkraínu Sami tónn er í ráðamönnum á Norðurlöndunum. Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segir Danmörku standa stolta með Úkraínu og úkraínsku þjóðinni. Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur skrifaði einnig færslu á Facebook en hann horfði á fundinn ásamt embættisbróður sínum í Færeyjum Høgna Hoydal en þar er hann staddur á fundi. „Og ég held í sannleika sagt að við höfum verið jafnþrumulostnir. Þetta er högg í þindina fyrir Úkraínu og þetta var alls ekki það sem við þurftum á að halda akkúrat núna,“ skrifaði hann meðal annars. Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs sagði að það sem hann sá í Hvíta húsinu í dag hafi verið alvarlegt og niðurdrepandi í senn. Úkraína þurfi enn á stuðningi Bandaríkjanna að halda. Þetta er meðal þess sem hann skrifaði á Facebook-síðu sinni. Noregur standi með Úkraínu í frelsisbaráttu þeirra. Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar tekur í sama streng. „Svíþjóð stendur með Úkraínu. Þið berjist ekki aðeins fyrir ykkar frelsi heldur einnig Evrópu allrar. Slava Ukraini!“ skrifar hann á samfélagsmiðlinum X. Evrópa stendur með Úkraínu Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, António Costa, formaður Evrópuráðs og Roberta Metsola, forseti Evrópuþingsins, birtu öll sameiginlega yfirlýsingu á samfélagsmiðlum bæði á úkraínsku og ensku. „Vertu sterkur, vertu hugrakkur, vertu óttalaus. Þú stendur aldrei einn, kæri Selenskí forseti,“ skrifa þau meðal annars og segjast munu halda áfram að vinna með honum að réttlátum og varanlegum friði. Your dignity honors the bravery of the Ukrainian people.Be strong, be brave, be fearless. You are never alone, dear President @ZelenskyyUa.We will continue working with you for a just and lasting peace.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) February 28, 2025 Í samtali við fréttastofu vakti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra athygli á ummælum Köju Kallas en hún er utanríkisráðherra Evrópusambandsins. Ummælin eru afdráttarlaus og til marks um hve alvarlega evrópskir ráðamenn taka stöðunni sem upp er komin, að sögn Þorgerðar Katrínar. „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga. Það er upp á okkur Evrópumenn komið að taka þessari áskorun,“ skrifar hún en Bandaríkjaforsetar kalla sig gjarnan leiðtoga hins frjálsa heims. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hefur ekki gefið neinar yfirlýsingar út eftir fundinn en samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins ræddi hann við bæði Donald Trump Bandaríkjaforseta og Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í kvöld. Í skriflegu svari við fyrirspurn breska ríkisútvarpsins segir að Starmer hafi ítrekað óhaggandi stuðning Bretlands við Úkraínu og að hann muni gera allt sem í sínu valdi stendur til að ná fram friði með fullveldi og öryggi Úkraínu að leiðarljósi. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir Rússa vera árásaraðilann og Úkraínumenn þá sem ráðist er á. Hann ræddi við blaðamenn í kjölfar fundarins en hann er staddur í Portúgal.Hann sagði að það væri mikilvægt að sýna þeim virðingu sem barist hafa frá upphafi fyrir virðingu sinni, réttindum og öryggi í Evrópu. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, segir Þýskaland og Evrópu alla standa með Úkraínu. „Úkraína getur stólað á óhaggandi stuðning frá Þýskalandi, Evrópu og víðar að. Vörn þeirra á lýðræði og barátta þeirra fyrir friði og öryggi er okkar,“ skrifar hún á samfélagsmiðlum. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar segir Spán einnig standa með Úkraínu í færslu á samfélagsmiðlum. Þakkar Trump fyrir hugrekki sitt Ekki eru þó allir á eitt hneykslaðir á framkomu Bandaríkjaforseta og annar tónn heyrðist, kannski fyrirsjáanlega, í Dmítríj Medvedev fyrrverandi Rússlandsforseta og stuðningsmaður Pútíns til margra ára. Hann vitnaði til orða Trumps um háskaleik Selenskís. „Loksins fékk ósvífna svínið alvöru skell á skrifstofu forseta. Og Donald Trump hefur rétt fyrir sér: stjórnin í Kænugarði er að leika sér að þriðju heimsstyrjöldinni,“ skrifaði hann á samfélagsmiðlum. Strong men make peace, weak men make war.Today President @realDonaldTrump stood bravely for peace. Even if it was difficult for many to digest. Thank you, Mr. President!— Orbán Viktor (@PM_ViktorOrban) February 28, 2025 Þannig þakkar Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, Trump fyrir að hafa haft hugrekkið til að standa með friði. Hann segir veiklynda menn stunda stríðsrekstur en sterka semja um frið. „Í dag stóð Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrir friði af hugrekki. Jafnvel þó að það hafi reynst mörgum erfitt að melta. Þakka þér, herra forseti!“ skrifar hann í færslu á samfélagsmiðlum.
Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Donald Trump Tengdar fréttir „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir það hafa verið sorglegt að horfa upp á spennuþrunginn fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í kvöld. 28. febrúar 2025 21:33 Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. Upp úr sauð og Trump sagði Selenskí vanþakklátan og leika sér að heimsstyrjöld. 28. febrúar 2025 19:52 Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Spennan var áþreifanleg á fundi Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta, Donalds Trump Bandaríkjaforseta og J.D. Vance varaforseta og orðskiptin kaldranaleg. Fulltrúar Bandaríkjanna saka Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi og segja hann hætta á heimsstyrjöld. 28. febrúar 2025 18:55 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Sjá meira
„Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir það hafa verið sorglegt að horfa upp á spennuþrunginn fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í kvöld. 28. febrúar 2025 21:33
Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. Upp úr sauð og Trump sagði Selenskí vanþakklátan og leika sér að heimsstyrjöld. 28. febrúar 2025 19:52
Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Spennan var áþreifanleg á fundi Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta, Donalds Trump Bandaríkjaforseta og J.D. Vance varaforseta og orðskiptin kaldranaleg. Fulltrúar Bandaríkjanna saka Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi og segja hann hætta á heimsstyrjöld. 28. febrúar 2025 18:55