Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. febrúar 2025 10:22 Merz vill mynda nýja ríkisstjórn fyrir páska. Getty/Johannes Simon Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata í Þýskalandi, sagði í gær að meirihlutaviðræður væru hafnar við Sósíaldemókrata. Sagðist hann telja að aukinn kraftur yrði settur í þær á næstu dögum en hann stefnir að myndun ríkisstjórnar fyrir páska. Merz sagðist vonast til að komast að samkomulagi við Sósíaldemókrata „á næstunni“; miklar sviptingar væru að eiga sér stað í alþjóðamálum sem krefðust stöndugrar ríkisstjórnar í Þýskalandi. Merz mun leiða viðræðurnar fyrir hönd Kristilegra demókrata en með honum í ráðum verður Markus Söder, leiðtogi systursamtakanna í Bæjaralandi. Þá er gert ráð fyrir því að Lars Klingbeil, formaður og væntanlegur þingflokksformaður Sósíaldemókrata, muni fara fyrir samninganefnd þeirra. Þrátt fyrir yfirlýsingar Merz, sem yrði væntanlega kanslari, hefur Klingbeil sett þann fyrirvara við viðræðurnar að Sósíaldemókratar muni ekki ganga til meirihlutasamstarfs við Kristilega demókrata nema að undangenginni atkvæðagreiðslu meðal 360 þúsund félaga flokksins. Dirk Wiese, þingmaður Sósíaldemókrata, sagði í samtali við DW að samstarf Kristilegra demókrata og Sósíaldemókrata væri eina trausta meirihlutasamstarfið í stöðunni en kristilegu demókrataflokkarnir tveir fengu samtals 33 prósent í nýafstöðnum kosningum og Sósíaldemókratar 19 prósent. Wiese sagði hins vegar ekki sjálfgefið að menn kæmust að samkomulagi. Miklar umræður standa yfir um aukin fjárframlög til varnarmála en Wiese sagði hreinlegast að greiða fyrir aukningunni með því að endurskoða svokallaða „skuldabremsu“ ríkisins. Merz og aðrir innan Kristilega demókrataflokksins vilja hins vegar ekki fara þá leið. Þýskaland Öryggis- og varnarmál Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Merz sagðist vonast til að komast að samkomulagi við Sósíaldemókrata „á næstunni“; miklar sviptingar væru að eiga sér stað í alþjóðamálum sem krefðust stöndugrar ríkisstjórnar í Þýskalandi. Merz mun leiða viðræðurnar fyrir hönd Kristilegra demókrata en með honum í ráðum verður Markus Söder, leiðtogi systursamtakanna í Bæjaralandi. Þá er gert ráð fyrir því að Lars Klingbeil, formaður og væntanlegur þingflokksformaður Sósíaldemókrata, muni fara fyrir samninganefnd þeirra. Þrátt fyrir yfirlýsingar Merz, sem yrði væntanlega kanslari, hefur Klingbeil sett þann fyrirvara við viðræðurnar að Sósíaldemókratar muni ekki ganga til meirihlutasamstarfs við Kristilega demókrata nema að undangenginni atkvæðagreiðslu meðal 360 þúsund félaga flokksins. Dirk Wiese, þingmaður Sósíaldemókrata, sagði í samtali við DW að samstarf Kristilegra demókrata og Sósíaldemókrata væri eina trausta meirihlutasamstarfið í stöðunni en kristilegu demókrataflokkarnir tveir fengu samtals 33 prósent í nýafstöðnum kosningum og Sósíaldemókratar 19 prósent. Wiese sagði hins vegar ekki sjálfgefið að menn kæmust að samkomulagi. Miklar umræður standa yfir um aukin fjárframlög til varnarmála en Wiese sagði hreinlegast að greiða fyrir aukningunni með því að endurskoða svokallaða „skuldabremsu“ ríkisins. Merz og aðrir innan Kristilega demókrataflokksins vilja hins vegar ekki fara þá leið.
Þýskaland Öryggis- og varnarmál Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira