Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2025 10:43 Friedrich Merz, væntanlegur kanslari Þýskalands, er ómyrkur í máli um framtíð varnarsamstarfsins við Bandaríkin. AP/Markus Schreiber Friedrich Merz, væntanlegur kanslari Þýskalands, sagði að Evrópa þyrfti að öðlast sjálfstæði frá Bandaríkjunum fljótt í gær. Hann efast um að Atlantshafsbandalagið verði til í núverandi mynd mikið lengur eftir nýleg ummæli Bandaríkjaforseta. Kristilegir demókratar fóru með sigur af hólmi í þingkosningunum í Þýskalandi í gær. Jafnvel þó að Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) hafi fengið mesta stuðning öfgahægriflokks frá lokum síðari heimsstyrjaldar, um fimmtung atkvæða, verður hann útilokaður frá ríkisstjórn. Merz virtist boða endalok varnarsamstarfs Evrópu og Bandaríkjanna í ljósi yfirlýsinga fulltrúa ríkisstjórnar repúblikana í Bandaríkjunum um að það sé ekki lengur þeirra forgangsmál og vilja þeirra til þess að efla tengslin við Rússland, þrátt fyrir árásarstríð þess í Úkraínu. „Ég hefði aldrei trúað því að ég þyrfti að segja nokkuð þessu líkt í sjónvarpsþætti en eftir ummæli [Bandaríkjaforseta] í síðustu viku er ljóst að þessari ríkisstjórn er nokkuð sama um örlög Evrópu,“ sagði Merz við ríkissjónvarpið ARD eftir að úrslit kosninganna lágu fyrir. Velti Merz, sem hefur alla tíð verið dyggur stuðningsmaður varnarsamstarfsins við Bandaríkin, því upp hvort að Atlantshafsbandalagið yrði enn til í núverandi mynd þegar leiðtogafundur þess í júní fer fram eða hvort að Evrópa þurfi að byggja upp varnargetu sína enn hraðar til þess að öðlast sjálfstæði frá Bandaríkjunum, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Ritstjóri Evrópuumfjöllunar breska ríkisútvarpsins BBC skrifar í dag að ummæli Merz marki vatnaskil í samskiptum Evrópu og Bandaríkjanna. Þau hefðu verið óhugsandi fyrir tveimur mánuðum en endurspegli hversu slegnir ráðamenn í Evrópu eru yfir því að ný Bandaríkjastjórn virðist ætla sér að binda enda á bandalag sem hefur varað allt frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Lagði Rússland og Bandaríkin að jöfnu Þá gagnrýndi Merz harðlega afskipti bandarísku ríkisstjórnarinnar af kosningunum í Þýskalandi sem hann sagði hafa verið síst minni en tilraunir stjórnvalda í Kreml til þess að hafa áhrif á þýska kjósendur. Vísaði hann þar til opins stuðnings Elons Musk, skuggastjórnanda í ríkisstjórn repúblikana, við Valkost fyrir Þýskaland. Einnig fundaði varaforseti Bandaríkjanna sérstaklega með leiðtoga AfD þegar hann var viðstaddur öryggisráðstefnu í München fyrr í þessum mánuði. Úthúðaði varaforsetinn svo Evrópu í ræðu sinni. Lagði Merz bandarísk og rússnesk stjórnvöld að jöfnu þegar hann sagði að Þýskaland væri undir svo miklum þrýstingu úr tveimur áttum að hæsta forgangsmál hans nú væri að skapa samstöðu innan Evrópu. Þýskaland NATO Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Íhaldsmenn báru sigur úr býtum í þýsku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Það eru því allar líkur á því að formaður Kristilegra demókrata, Friedrich Merz, verði næsti kanslari Þýskalands. 24. febrúar 2025 06:56 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Kristilegir demókratar fóru með sigur af hólmi í þingkosningunum í Þýskalandi í gær. Jafnvel þó að Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) hafi fengið mesta stuðning öfgahægriflokks frá lokum síðari heimsstyrjaldar, um fimmtung atkvæða, verður hann útilokaður frá ríkisstjórn. Merz virtist boða endalok varnarsamstarfs Evrópu og Bandaríkjanna í ljósi yfirlýsinga fulltrúa ríkisstjórnar repúblikana í Bandaríkjunum um að það sé ekki lengur þeirra forgangsmál og vilja þeirra til þess að efla tengslin við Rússland, þrátt fyrir árásarstríð þess í Úkraínu. „Ég hefði aldrei trúað því að ég þyrfti að segja nokkuð þessu líkt í sjónvarpsþætti en eftir ummæli [Bandaríkjaforseta] í síðustu viku er ljóst að þessari ríkisstjórn er nokkuð sama um örlög Evrópu,“ sagði Merz við ríkissjónvarpið ARD eftir að úrslit kosninganna lágu fyrir. Velti Merz, sem hefur alla tíð verið dyggur stuðningsmaður varnarsamstarfsins við Bandaríkin, því upp hvort að Atlantshafsbandalagið yrði enn til í núverandi mynd þegar leiðtogafundur þess í júní fer fram eða hvort að Evrópa þurfi að byggja upp varnargetu sína enn hraðar til þess að öðlast sjálfstæði frá Bandaríkjunum, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Ritstjóri Evrópuumfjöllunar breska ríkisútvarpsins BBC skrifar í dag að ummæli Merz marki vatnaskil í samskiptum Evrópu og Bandaríkjanna. Þau hefðu verið óhugsandi fyrir tveimur mánuðum en endurspegli hversu slegnir ráðamenn í Evrópu eru yfir því að ný Bandaríkjastjórn virðist ætla sér að binda enda á bandalag sem hefur varað allt frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Lagði Rússland og Bandaríkin að jöfnu Þá gagnrýndi Merz harðlega afskipti bandarísku ríkisstjórnarinnar af kosningunum í Þýskalandi sem hann sagði hafa verið síst minni en tilraunir stjórnvalda í Kreml til þess að hafa áhrif á þýska kjósendur. Vísaði hann þar til opins stuðnings Elons Musk, skuggastjórnanda í ríkisstjórn repúblikana, við Valkost fyrir Þýskaland. Einnig fundaði varaforseti Bandaríkjanna sérstaklega með leiðtoga AfD þegar hann var viðstaddur öryggisráðstefnu í München fyrr í þessum mánuði. Úthúðaði varaforsetinn svo Evrópu í ræðu sinni. Lagði Merz bandarísk og rússnesk stjórnvöld að jöfnu þegar hann sagði að Þýskaland væri undir svo miklum þrýstingu úr tveimur áttum að hæsta forgangsmál hans nú væri að skapa samstöðu innan Evrópu.
Þýskaland NATO Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Íhaldsmenn báru sigur úr býtum í þýsku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Það eru því allar líkur á því að formaður Kristilegra demókrata, Friedrich Merz, verði næsti kanslari Þýskalands. 24. febrúar 2025 06:56 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Íhaldsmenn báru sigur úr býtum í þýsku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Það eru því allar líkur á því að formaður Kristilegra demókrata, Friedrich Merz, verði næsti kanslari Þýskalands. 24. febrúar 2025 06:56