Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2025 13:36 Nigel Farage, leiðtogi Umbótaflokksins, á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna. Fyrrverandi oddviti flokks hans í Wales sætir nú ákæru fyrir að þiggja mútur fyrir að dreifa áróðri Rússa. Vísir/EPA Fyrrverandi leiðtogi flokks Nigels Farage í Wales hefur verið ákærður fyrir að þiggja mútur fyrir að halda uppi áróðri Rússa um Úkraínu á Evrópuþinginu. Talsmaður flokksins segir manninn ekki lengur félaga í honum. Nathan Gill kom fyrir dómara í Westminster til þess að svara fyrir ákæruna á hendur honum. Hann er sakaður um að hafa tekið við mútum í skiptum fyrir að styðja málflutning stjórnvalda í Kreml um atburði í Úkraínu í ræðum í Evrópuþinginu og í skoðanagreinum. Þetta á Gill að hafa gert þegar hann var Evrópuþingmaður fyrir Breska sjálfstæðisflokkinn (Ukip) og Brexit-flokkinn, forvera Umbótaflokks (e. Reform UK) Farage sem var helsti talsmaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, allt til ársins 2020. Ákæruvaldið sagði að Gill hefði verið stöðvaður á Manchester-flugvelli á grundvelli hryðjuverkalaga í september 2021. Í kjölfarið fundust gögn í síma hans um að hann hefði verið í sambandi við úkraínskan stjórnmálamann sem hefði mútað honum til að segja tiltekna hluti á Evrópuþinginu, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Yfirlýsingum hans á Evrópuþinginu hafi verið ætlað að koma Rússum til góða varðandi þá atburði sem þá áttu sér stað í Úkraínu. Úkraínski stjórnmálamaðurinn tilheyrði flokki á úkraínska þinginu sem er hallur undir Rússland. Gill gengur laus gegn tryggingu en hann þurfti að skila vegabréfi sínu, má ekki ferðast erlendis og má ekki hafa samband við úkraínska stjórnmálamanninn. Talsmaður Umbótaflokksins segir Gill ekki félaga í honum lengur. Gill leiddi flokkinn í kosningum til velska þingsins árið 2021. BBC segir ekki ljóst hvenær Gill hætti sem leiðtogi flokksins í Wales en það embætti hafi ekki verið til í einhvern tíma. Bretland Rússland Efnahagsbrot Evrópusambandið Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Nathan Gill kom fyrir dómara í Westminster til þess að svara fyrir ákæruna á hendur honum. Hann er sakaður um að hafa tekið við mútum í skiptum fyrir að styðja málflutning stjórnvalda í Kreml um atburði í Úkraínu í ræðum í Evrópuþinginu og í skoðanagreinum. Þetta á Gill að hafa gert þegar hann var Evrópuþingmaður fyrir Breska sjálfstæðisflokkinn (Ukip) og Brexit-flokkinn, forvera Umbótaflokks (e. Reform UK) Farage sem var helsti talsmaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, allt til ársins 2020. Ákæruvaldið sagði að Gill hefði verið stöðvaður á Manchester-flugvelli á grundvelli hryðjuverkalaga í september 2021. Í kjölfarið fundust gögn í síma hans um að hann hefði verið í sambandi við úkraínskan stjórnmálamann sem hefði mútað honum til að segja tiltekna hluti á Evrópuþinginu, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Yfirlýsingum hans á Evrópuþinginu hafi verið ætlað að koma Rússum til góða varðandi þá atburði sem þá áttu sér stað í Úkraínu. Úkraínski stjórnmálamaðurinn tilheyrði flokki á úkraínska þinginu sem er hallur undir Rússland. Gill gengur laus gegn tryggingu en hann þurfti að skila vegabréfi sínu, má ekki ferðast erlendis og má ekki hafa samband við úkraínska stjórnmálamanninn. Talsmaður Umbótaflokksins segir Gill ekki félaga í honum lengur. Gill leiddi flokkinn í kosningum til velska þingsins árið 2021. BBC segir ekki ljóst hvenær Gill hætti sem leiðtogi flokksins í Wales en það embætti hafi ekki verið til í einhvern tíma.
Bretland Rússland Efnahagsbrot Evrópusambandið Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira