„Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 22. febrúar 2025 23:28 Inga Sæland vandaði Morgunblaðinu ekki kveðjurnar í ræðu sinni á landsfundi í dag. Vísir/Stöð 2 Inga Sæland sagði í ræðu sinni á landsfundi Flokks fólksins að Morgunblaðið, sem hún kallaði málgagn auðmanna, hefði hamast á flokknum og sakað hann um þjófnað, óheiðarleika og vísvitandi blekkingar í tengslum við styrkjamálið svokallaða. „Nú erum við orðin stjórnmálaflokkur ekki satt? Erum við ekki orðin stjórnmálaflokkur? Hefur einhvern tímann einhver efast um að Flokkur fólksins væri stjórnmálaflokkur?“ Þetta var á meðal þess sem Inga sagði í ræðu sinni á landsfundi flokksins í dag, þar sem voru um 90 fundarmenn. Inga var sjálfkjörinn formaður áfram og Guðmundur Ingi Kristinsson sjálfkjörinn varaformaður. Málgagn auðmanna hafi hamast á flokknum Á fundinum var samþykkt að breyta skráningu flokksins hjá skattinum í kjölfar styrkjamálsins svokallaða. Þar sagði Inga einnig að nú þegar flokkurinn væri í ríkisstjórn og í meirihluta í Reykjavík yrði ráðist í mikla húsnæðisuppbyggingu. „Við erum að fara að byggja tíu þúsund nýjar íbúðir í Úlfarsárdal,“ sagði Inga undir miklum lófadyn. Þá sagði hún að ráðist hafi verið í hernað gegn flokki hennar að loknum kosningum, sem háður hafi verið á síðum Morgunblaðsins. „Málgagn auðmanna landsins hefur hamast á okkur með útúrsnúningum og hálfsannleik. Flokkurinn hefur verið sakaður um þjófnað og óheiðarleika og vísvitandi blekkingar. Sjálfstæðisflokkurinn og þrír aðrir flokkar sem voru mislengi að átta sig á skráningarmálum sínum hafa aftur á móti látnir í friði af málgagninu,“ sagði Inga í ræðustól. Látin líta út eins og tugthúslimir Inga ítrekaði skoðun sína í viðtali við fréttastofu að frá Morgunblaðinu hafi komið óhróður og illmælgi í garð flokksins. Hún væri þó sammála því að fjölmiðlar eigi að spyrja gagnrýnna spurninga. „Og ef að ráðamenn þjóðarinnar eiga það skilið þá á virkilega að láta kné fylgja kviði hvað það varðar og treysta okkur í að svara hlutunum rétt og satt,“ sagði Inga um fjölmiðla. „En þegar er farið að dylgja um alls konar og jafnvel að þjófkenna mann og láta mann líta út fyrir að vera búinn að brjóta almenn hegningarlög og vera hálfgerðan tugthúslim, nei þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk,“ sagði hún svo. Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjölmiðlar Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
„Nú erum við orðin stjórnmálaflokkur ekki satt? Erum við ekki orðin stjórnmálaflokkur? Hefur einhvern tímann einhver efast um að Flokkur fólksins væri stjórnmálaflokkur?“ Þetta var á meðal þess sem Inga sagði í ræðu sinni á landsfundi flokksins í dag, þar sem voru um 90 fundarmenn. Inga var sjálfkjörinn formaður áfram og Guðmundur Ingi Kristinsson sjálfkjörinn varaformaður. Málgagn auðmanna hafi hamast á flokknum Á fundinum var samþykkt að breyta skráningu flokksins hjá skattinum í kjölfar styrkjamálsins svokallaða. Þar sagði Inga einnig að nú þegar flokkurinn væri í ríkisstjórn og í meirihluta í Reykjavík yrði ráðist í mikla húsnæðisuppbyggingu. „Við erum að fara að byggja tíu þúsund nýjar íbúðir í Úlfarsárdal,“ sagði Inga undir miklum lófadyn. Þá sagði hún að ráðist hafi verið í hernað gegn flokki hennar að loknum kosningum, sem háður hafi verið á síðum Morgunblaðsins. „Málgagn auðmanna landsins hefur hamast á okkur með útúrsnúningum og hálfsannleik. Flokkurinn hefur verið sakaður um þjófnað og óheiðarleika og vísvitandi blekkingar. Sjálfstæðisflokkurinn og þrír aðrir flokkar sem voru mislengi að átta sig á skráningarmálum sínum hafa aftur á móti látnir í friði af málgagninu,“ sagði Inga í ræðustól. Látin líta út eins og tugthúslimir Inga ítrekaði skoðun sína í viðtali við fréttastofu að frá Morgunblaðinu hafi komið óhróður og illmælgi í garð flokksins. Hún væri þó sammála því að fjölmiðlar eigi að spyrja gagnrýnna spurninga. „Og ef að ráðamenn þjóðarinnar eiga það skilið þá á virkilega að láta kné fylgja kviði hvað það varðar og treysta okkur í að svara hlutunum rétt og satt,“ sagði Inga um fjölmiðla. „En þegar er farið að dylgja um alls konar og jafnvel að þjófkenna mann og láta mann líta út fyrir að vera búinn að brjóta almenn hegningarlög og vera hálfgerðan tugthúslim, nei þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk,“ sagði hún svo.
Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjölmiðlar Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira