Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. febrúar 2025 13:31 Reyn segir tilskipanir Trumps hafa vakið ugg hjá mörgu hinsegin fólki. Vísir/Getty Forseti Trans Íslands segir marga veigra sér við því að ferðast til Bandaríkjanna, sérstaklega kynsegin fólk og þeir sem eru sýnilega hinsegin. Íslendingar þurfi að vera vakandi fyrir bakslagi og berjast gegn áhrifum frá Bandaríkjunum. Hinsegin kórinn hefur ákveðið að taka ekki þátt í World Pride í Washington D.C. Í Bandaríkjunum í sumar þrátt fyrir að hafa þegið boð. Kórinn er uggandi vegna öryggis trans fólks vestanhafs og efast að kynsegin einstaklingum verð yfir höfuð hleypt inn í landið. Donald Trump forseti Bandaríkjanna undirritaði forsetatilskipun um kynjatvíhyggju stjórnvalda á fyrstu dögum í embætti og hefur þegar verið hætt að taka við umsóknum um vegabréf merkt X. Héðan í frá verða aðeins gefin út vegabréf merkt karl eða kona, sem ræðst eftir líffræðilegu kyni umsækjanda. „Það er mikill uggur í fólki yfir stöðunni vestanhafs og við höfum horft upp á bandrískt trans fólk lenda í vandræðum með að fá vegabréf, eða fá nýútgefin vegabréf með eldri kynskráningu eftir að hafa breytt henni. Það gerir það að verkum að þau eru kannski ekki með vegabréf sem passar við útlit þeirra,“ segir Reyn Alpha Magnúsdóttir, forseti Trans Íslands. Áhyggjur af því að bandarísk orðræða smitist Íslenskt hinsegin fólk hafi áhyggjur af því að vera illa tekið á landamærunum. „Sérstaklega fólk sem er með vegabréf með hlutlausri kynskráningu héðan. Það er hreinlega óvissa með það hvort því verði hleypt inn í landið.“ Umræða hefur verið um það síðustu ár að bakslag hafi orðið í baráttu hinsegin fólks. Reyn segir það hafa verið sérstaklega áberandi síðustu þrjú ár. Straumhvörf í Bandaríkjunum hafi áhrif á öll. „Við erum mjög tengd, tengdari en við höfum nokkru sinni verið sem heimur. Ísland hefur verið undir mjög miklum menningarlegum áhrifum frá Bandaríkjunum þannig að það eru áhyggjur af því að þessi orðræða sé að smitast til Íslands.“ Hinsegin Bandaríkin Málefni trans fólks Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Hinsegin kórnum hafði þegið boð um að koma fram á World Pride í Washington D.C. í Bandaríkjunum í sumar en er hættur við. Hinsegin fólk er uggandi vegna öryggis trans fólks vestanhafs og hvort kynsegin einstaklingum verði yfir höfuð hleypt inn í landið. 21. febrúar 2025 08:34 Ummæli Trumps lofi ekki góðu Prófessor í stjórnmálafræði segir það ágætt að umræður um vopnahlé séu hafnar en ummæli Bandaríkjaforseta lofi hins vegar ekki góðu. Jákvæðar afleiðingar séu að Evrópuríki verji mun meiri fjármunum til stuðnings Úkraínu. 19. febrúar 2025 23:17 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Hinsegin kórinn hefur ákveðið að taka ekki þátt í World Pride í Washington D.C. Í Bandaríkjunum í sumar þrátt fyrir að hafa þegið boð. Kórinn er uggandi vegna öryggis trans fólks vestanhafs og efast að kynsegin einstaklingum verð yfir höfuð hleypt inn í landið. Donald Trump forseti Bandaríkjanna undirritaði forsetatilskipun um kynjatvíhyggju stjórnvalda á fyrstu dögum í embætti og hefur þegar verið hætt að taka við umsóknum um vegabréf merkt X. Héðan í frá verða aðeins gefin út vegabréf merkt karl eða kona, sem ræðst eftir líffræðilegu kyni umsækjanda. „Það er mikill uggur í fólki yfir stöðunni vestanhafs og við höfum horft upp á bandrískt trans fólk lenda í vandræðum með að fá vegabréf, eða fá nýútgefin vegabréf með eldri kynskráningu eftir að hafa breytt henni. Það gerir það að verkum að þau eru kannski ekki með vegabréf sem passar við útlit þeirra,“ segir Reyn Alpha Magnúsdóttir, forseti Trans Íslands. Áhyggjur af því að bandarísk orðræða smitist Íslenskt hinsegin fólk hafi áhyggjur af því að vera illa tekið á landamærunum. „Sérstaklega fólk sem er með vegabréf með hlutlausri kynskráningu héðan. Það er hreinlega óvissa með það hvort því verði hleypt inn í landið.“ Umræða hefur verið um það síðustu ár að bakslag hafi orðið í baráttu hinsegin fólks. Reyn segir það hafa verið sérstaklega áberandi síðustu þrjú ár. Straumhvörf í Bandaríkjunum hafi áhrif á öll. „Við erum mjög tengd, tengdari en við höfum nokkru sinni verið sem heimur. Ísland hefur verið undir mjög miklum menningarlegum áhrifum frá Bandaríkjunum þannig að það eru áhyggjur af því að þessi orðræða sé að smitast til Íslands.“
Hinsegin Bandaríkin Málefni trans fólks Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Hinsegin kórnum hafði þegið boð um að koma fram á World Pride í Washington D.C. í Bandaríkjunum í sumar en er hættur við. Hinsegin fólk er uggandi vegna öryggis trans fólks vestanhafs og hvort kynsegin einstaklingum verði yfir höfuð hleypt inn í landið. 21. febrúar 2025 08:34 Ummæli Trumps lofi ekki góðu Prófessor í stjórnmálafræði segir það ágætt að umræður um vopnahlé séu hafnar en ummæli Bandaríkjaforseta lofi hins vegar ekki góðu. Jákvæðar afleiðingar séu að Evrópuríki verji mun meiri fjármunum til stuðnings Úkraínu. 19. febrúar 2025 23:17 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Hinsegin kórnum hafði þegið boð um að koma fram á World Pride í Washington D.C. í Bandaríkjunum í sumar en er hættur við. Hinsegin fólk er uggandi vegna öryggis trans fólks vestanhafs og hvort kynsegin einstaklingum verði yfir höfuð hleypt inn í landið. 21. febrúar 2025 08:34
Ummæli Trumps lofi ekki góðu Prófessor í stjórnmálafræði segir það ágætt að umræður um vopnahlé séu hafnar en ummæli Bandaríkjaforseta lofi hins vegar ekki góðu. Jákvæðar afleiðingar séu að Evrópuríki verji mun meiri fjármunum til stuðnings Úkraínu. 19. febrúar 2025 23:17