Þetta herma heimildir Fótbolta.net. Akureyringar héldu að þeir væru komnir með nýjan mann í búrið þegar þeir sömdu við Jonathan Rasheed sem býr yfir mikilli reynslu úr sterkum deildum í Skandinavíu.
Rasheed varð hins vegar fyrir því óláni að slíta hásin á æfingu og því var KA komið aftur á byrjunarreit. Sem stendur er Steinþór Már Auðunsson, Stubbur, eini markvörður liðsins þar sem Ívar Arnbro hefur verið lánaður til Völsungs sem leikur í Lengjudeildinni á komandi leiktíð.
Sindri Kristinn hefur verið hjá FH síðan 2022 en sama ár var hann orðaður við KA. Þangað til hafði hann aðeins leikið fyrir uppeldisfélag sitt Keflavík.
FH sótti hins vegar Mathias Rosenörn, fyrrverandi markvörð Keflavíkur og Stjörnunnar, sem þýðir að Sindri Kristinn er orðinn varamarkvörður og gæti hugsað sér til hreyfings.
KA fær KR í heimsókn í 1. umferð Bestu deildar karla þann 6. apríl næstkomandi.