Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. febrúar 2025 06:50 Trump sagðist ánægður með hugmyndir um friðargæsluliða frá Bretlandi og Frakklandi en Rússar hafa alfarið hafnað henni. Getty/Joe Raedle Donald Trump Bandaríkjaforseti virtist gefa í skyn í gær að Úkraínumenn gætu sjálfum sér um kennt að Rússar hefðu ráðist inn í Úkraínu og sagði að þeir hefðu getað samið um frið fyrir löngu. Forsetinn ræddi við blaðamenn í Mar-a-Lago í gær og sagðist meðal annars hafa orðið fyrir vonbrigðum með að Úkraínumenn virtust í uppnámi með að hafa ekki átt aðkomu að viðræðum Bandaríkjamanna og Rússa í Sádi Arabíu. Trump sagði einnig að hálf-fær samningamaður hefði getað samið um frið fyrir árum síðan, án þess að þurfa að gefa eftir mikið land. Þá gaf hann lítið fyrir umkvartanir Úkraínumanna um að hafa ekki verið boðið til fundarins í gær; „Þið eruð búnir að vera þarna í þrjú ár,“ sagði forsetinn. „Þið hefðuð aldrei átt að byrja þetta. Þið hefðuð getað komist að samkomulagi.“ Fundar mögulega með Pútín fyrir mánaðarlok Forsetinn hvatti Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta til að boða til kosninga en það er ein af kröfunum sem Rússar segja forsendu fyrir friði. „Við búum við ástand þar sem það hafa ekki verið haldnar kosningar í Úkraínu, þar sem herlög gilda í Úkraínu, þar sem leiðtogi Úkraínu - og mér þykir leitt að segja þetta, er í fjórum prósentum í vinsældum - og þar sem búið er að sprengja landið í tætlur. Flestar borgirnar eru á hliðinni. Byggingarnar hrundar. Eins og niðurrifsstaður,“ sagði Trump. Þá gaf Trump til kynna að hann myndi mögulega funda með Vladimir Pútín Rússlandsforseta fyrir mánaðarlok. Selenskí varði vinsældir sínar í skoðanakönnunum í viðtali við þýska miðilinn ARD á þriðjudag. Hann benti meðal annars á að 73 prósent þjóðarinnar hefðu kosið hann og sagðist vera forseti í dag vegna þess að yfir helmingur kjósenda styddu hann. „Ég er föðurlandsvinur, rétt eins og þeir sem verja landið okkar,“ sagði hann. Auðvitað vildu Rússar losna við hann, enda hefði hann verið þyrnir í síðu þeirra. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Úkraína og Evrópumenn fengju að sjálfsögðu aðkomu að viðræðunum á einhverju stigi. Allir þyrftu að koma að málum til að tryggja frið. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Forsetinn ræddi við blaðamenn í Mar-a-Lago í gær og sagðist meðal annars hafa orðið fyrir vonbrigðum með að Úkraínumenn virtust í uppnámi með að hafa ekki átt aðkomu að viðræðum Bandaríkjamanna og Rússa í Sádi Arabíu. Trump sagði einnig að hálf-fær samningamaður hefði getað samið um frið fyrir árum síðan, án þess að þurfa að gefa eftir mikið land. Þá gaf hann lítið fyrir umkvartanir Úkraínumanna um að hafa ekki verið boðið til fundarins í gær; „Þið eruð búnir að vera þarna í þrjú ár,“ sagði forsetinn. „Þið hefðuð aldrei átt að byrja þetta. Þið hefðuð getað komist að samkomulagi.“ Fundar mögulega með Pútín fyrir mánaðarlok Forsetinn hvatti Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta til að boða til kosninga en það er ein af kröfunum sem Rússar segja forsendu fyrir friði. „Við búum við ástand þar sem það hafa ekki verið haldnar kosningar í Úkraínu, þar sem herlög gilda í Úkraínu, þar sem leiðtogi Úkraínu - og mér þykir leitt að segja þetta, er í fjórum prósentum í vinsældum - og þar sem búið er að sprengja landið í tætlur. Flestar borgirnar eru á hliðinni. Byggingarnar hrundar. Eins og niðurrifsstaður,“ sagði Trump. Þá gaf Trump til kynna að hann myndi mögulega funda með Vladimir Pútín Rússlandsforseta fyrir mánaðarlok. Selenskí varði vinsældir sínar í skoðanakönnunum í viðtali við þýska miðilinn ARD á þriðjudag. Hann benti meðal annars á að 73 prósent þjóðarinnar hefðu kosið hann og sagðist vera forseti í dag vegna þess að yfir helmingur kjósenda styddu hann. „Ég er föðurlandsvinur, rétt eins og þeir sem verja landið okkar,“ sagði hann. Auðvitað vildu Rússar losna við hann, enda hefði hann verið þyrnir í síðu þeirra. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Úkraína og Evrópumenn fengju að sjálfsögðu aðkomu að viðræðunum á einhverju stigi. Allir þyrftu að koma að málum til að tryggja frið.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira