Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2025 16:49 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. EPA/FILIP SINGER Metta Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir að aðstæður varðandi öryggismál og geópólitík í Evrópu væri nú verri en hún hefði verið á kaldastríðsárunum. Þetta sagði hún á þingi í Kaupmannahöfn í dag þar sem hún boðaði mikla aukningu í fjárútlátum til varnarmála. „Við erum í mun erfiðara og mun hættulegra öryggisástandi en við höfum verið áður á minni ævi. Þetta er verra en í kalda stríðinu,“ sagði Frederiksen í dag samkvæmt TV2. Fregnir hafa borist af því að ríkisstjórn Danmerkur ætlar að setja milljarða danskra króna í sérstakan sjóð sem ætlaður er til hergagnakaupa og hernaðaruppbyggingar. Sjóður þessi á, samkvæmt TV2, að innihalda fimmtíu milljarða króna og stendur til að nota helminginn á þessu ári og restina á því næsta. Samkvæmt heimildum DR stendur meðal annars til að nota peningana til að bæta loftvarnir Danmerkur til muna. DR segir að allt að hundrað milljónir danskra króna verði settir í sjóðinn. Ein dönsk króna samsvarar tæpum tuttugu íslenskum. Sama hvort reynist rétt er um að ræða hundruð milljarða íslenskra króna. Til stendur að kynna ætlanir ríkisstjórnarinnar í þessum málum frekar á morgun. Ráðamenn víða um Evrópu hafa áhyggjur af stöðu varnarmála þessa daga, þar sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og hans fólk hafa gert ljóst að þeir ætli að draga úr umsvifum Bandaríkjanna í Evrópu. Trump-liðar hafa gagnrýnt ríki Evrópu harðlega fyrir að verja litlu til varnarmála og hafa kallað eftir umfangsmikilli aukningu þar á. Frederiksen sat í gær leiðtogafund í París, þar sem staðan var rædd í þaula. Eftir fundinn sagði hún mikilvægasta boðskap fundarins hafa verið að Evrópa þurfi að vígbúast. Uppbygging nauðsynleg til að koma í veg fyrir stríð Í ávarpi á þingi í vísaði Frederiksen til nýársræðu sinnar þar sem hún talaði um að Danir þyrftu að undirbúa sig fyrir sviðsmyndir sem fáir hefðu getað ímyndað sér fyrir nokkrum árum. Hún sagði í dag að hversu hratt þessar sviðsmyndir hefðu raungerst hefðu komið henni á óvart. Ástandið væri erfitt fyrir ríkið, konungsríkið og heimsálfuna alla. Hún sagði hernaðaruppbyggingu nauðsynlega til að koma í veg fyrir stríð. Sjá einnig: Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Vísaði hún til vendinga vaðandi mögulegar friðarviðræður í Úkraínu og að stíga þyrfti varlega til jarðar í þeim efnum. Vopnahlé án friðarsamkomulags gæti veitt Vladimír Pútín, forseta Rússlands, tækifæri til að byggja upp her sinn á nýju og gera í kjölfarið aðra innrás í Úkraínu eða ógna öðrum ríkjum. Hún sagði vopnahlé án friðar líklega það sem Pútín ætlaði sér og þess vegna væri hún hlynnt inngöngu Úkraínu í NATO. Frederiksen var spurð út í það hvaðan fjármunirnir ættu að koma og sagði hún mögulegt að næstu ár gætu orðið erfið. Breyta þurfi forgangsröðum þegar kemur að því að verja peningum ríkisins. Þá sagði hún að hún myndi vilja eiga þá umræðu milli stjórnmálaflokkanna í Danmörku. Danmörk Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu NATO Donald Trump Tengdar fréttir Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Sérfræðingur í alþjóðamálum segir ummæli æðstu ráðamanna í Bandaríkjunum bera þess merki að athygli þeirra beinist sífellt meira að Kína og Kyrrahafsinu. Bandaríkin hyggist ekki yfirgefa Evrópu eða Atlantshafsbandalagið en Evrópa þurfi í auknum máli að sinna vörn álfunnar sjálf. 17. febrúar 2025 19:09 Evrópa standi á krossgötum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir Evrópu standa á krossgötum. Evrópa sé samstíga í því að tryggja það að Pútín verði ekki „sterki maðurinn í heiminum.“ Hópur evrópskra þjóðhöfðingja hittist á fundi sem Emmanuel Macron Frakklandsforseti boðaði til með skömmum fyrirvara í kvöld. 17. febrúar 2025 18:13 Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Mette Frederikssen, forsætisráðherra Danmerkur, lítur stöðu öryggismála í Evrópu alvarlegum augum og segir nauðsynlegt sé að auka hernaðarstuðning við Úkraínu. Hún kveðst hlakka til að ræða ástandið í Úkraínu og öryggismál í Evrópu við lítinn hóp þjóðhöfðingja og annarra leiðtoga í París á eftir, en Frederiksen er jafnframt fulltúi Íslands á fundinum. 17. febrúar 2025 14:47 Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segist reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu sem friðargæsluliða ef samningar nást um endalok átaka. Boðað hefur verið til neyðarfundar í París í dag vegna framgöngu Donald Trump Bandaríkjaforseta. 17. febrúar 2025 06:51 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
„Við erum í mun erfiðara og mun hættulegra öryggisástandi en við höfum verið áður á minni ævi. Þetta er verra en í kalda stríðinu,“ sagði Frederiksen í dag samkvæmt TV2. Fregnir hafa borist af því að ríkisstjórn Danmerkur ætlar að setja milljarða danskra króna í sérstakan sjóð sem ætlaður er til hergagnakaupa og hernaðaruppbyggingar. Sjóður þessi á, samkvæmt TV2, að innihalda fimmtíu milljarða króna og stendur til að nota helminginn á þessu ári og restina á því næsta. Samkvæmt heimildum DR stendur meðal annars til að nota peningana til að bæta loftvarnir Danmerkur til muna. DR segir að allt að hundrað milljónir danskra króna verði settir í sjóðinn. Ein dönsk króna samsvarar tæpum tuttugu íslenskum. Sama hvort reynist rétt er um að ræða hundruð milljarða íslenskra króna. Til stendur að kynna ætlanir ríkisstjórnarinnar í þessum málum frekar á morgun. Ráðamenn víða um Evrópu hafa áhyggjur af stöðu varnarmála þessa daga, þar sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og hans fólk hafa gert ljóst að þeir ætli að draga úr umsvifum Bandaríkjanna í Evrópu. Trump-liðar hafa gagnrýnt ríki Evrópu harðlega fyrir að verja litlu til varnarmála og hafa kallað eftir umfangsmikilli aukningu þar á. Frederiksen sat í gær leiðtogafund í París, þar sem staðan var rædd í þaula. Eftir fundinn sagði hún mikilvægasta boðskap fundarins hafa verið að Evrópa þurfi að vígbúast. Uppbygging nauðsynleg til að koma í veg fyrir stríð Í ávarpi á þingi í vísaði Frederiksen til nýársræðu sinnar þar sem hún talaði um að Danir þyrftu að undirbúa sig fyrir sviðsmyndir sem fáir hefðu getað ímyndað sér fyrir nokkrum árum. Hún sagði í dag að hversu hratt þessar sviðsmyndir hefðu raungerst hefðu komið henni á óvart. Ástandið væri erfitt fyrir ríkið, konungsríkið og heimsálfuna alla. Hún sagði hernaðaruppbyggingu nauðsynlega til að koma í veg fyrir stríð. Sjá einnig: Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Vísaði hún til vendinga vaðandi mögulegar friðarviðræður í Úkraínu og að stíga þyrfti varlega til jarðar í þeim efnum. Vopnahlé án friðarsamkomulags gæti veitt Vladimír Pútín, forseta Rússlands, tækifæri til að byggja upp her sinn á nýju og gera í kjölfarið aðra innrás í Úkraínu eða ógna öðrum ríkjum. Hún sagði vopnahlé án friðar líklega það sem Pútín ætlaði sér og þess vegna væri hún hlynnt inngöngu Úkraínu í NATO. Frederiksen var spurð út í það hvaðan fjármunirnir ættu að koma og sagði hún mögulegt að næstu ár gætu orðið erfið. Breyta þurfi forgangsröðum þegar kemur að því að verja peningum ríkisins. Þá sagði hún að hún myndi vilja eiga þá umræðu milli stjórnmálaflokkanna í Danmörku.
Danmörk Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu NATO Donald Trump Tengdar fréttir Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Sérfræðingur í alþjóðamálum segir ummæli æðstu ráðamanna í Bandaríkjunum bera þess merki að athygli þeirra beinist sífellt meira að Kína og Kyrrahafsinu. Bandaríkin hyggist ekki yfirgefa Evrópu eða Atlantshafsbandalagið en Evrópa þurfi í auknum máli að sinna vörn álfunnar sjálf. 17. febrúar 2025 19:09 Evrópa standi á krossgötum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir Evrópu standa á krossgötum. Evrópa sé samstíga í því að tryggja það að Pútín verði ekki „sterki maðurinn í heiminum.“ Hópur evrópskra þjóðhöfðingja hittist á fundi sem Emmanuel Macron Frakklandsforseti boðaði til með skömmum fyrirvara í kvöld. 17. febrúar 2025 18:13 Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Mette Frederikssen, forsætisráðherra Danmerkur, lítur stöðu öryggismála í Evrópu alvarlegum augum og segir nauðsynlegt sé að auka hernaðarstuðning við Úkraínu. Hún kveðst hlakka til að ræða ástandið í Úkraínu og öryggismál í Evrópu við lítinn hóp þjóðhöfðingja og annarra leiðtoga í París á eftir, en Frederiksen er jafnframt fulltúi Íslands á fundinum. 17. febrúar 2025 14:47 Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segist reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu sem friðargæsluliða ef samningar nást um endalok átaka. Boðað hefur verið til neyðarfundar í París í dag vegna framgöngu Donald Trump Bandaríkjaforseta. 17. febrúar 2025 06:51 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Sérfræðingur í alþjóðamálum segir ummæli æðstu ráðamanna í Bandaríkjunum bera þess merki að athygli þeirra beinist sífellt meira að Kína og Kyrrahafsinu. Bandaríkin hyggist ekki yfirgefa Evrópu eða Atlantshafsbandalagið en Evrópa þurfi í auknum máli að sinna vörn álfunnar sjálf. 17. febrúar 2025 19:09
Evrópa standi á krossgötum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir Evrópu standa á krossgötum. Evrópa sé samstíga í því að tryggja það að Pútín verði ekki „sterki maðurinn í heiminum.“ Hópur evrópskra þjóðhöfðingja hittist á fundi sem Emmanuel Macron Frakklandsforseti boðaði til með skömmum fyrirvara í kvöld. 17. febrúar 2025 18:13
Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Mette Frederikssen, forsætisráðherra Danmerkur, lítur stöðu öryggismála í Evrópu alvarlegum augum og segir nauðsynlegt sé að auka hernaðarstuðning við Úkraínu. Hún kveðst hlakka til að ræða ástandið í Úkraínu og öryggismál í Evrópu við lítinn hóp þjóðhöfðingja og annarra leiðtoga í París á eftir, en Frederiksen er jafnframt fulltúi Íslands á fundinum. 17. febrúar 2025 14:47
Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segist reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu sem friðargæsluliða ef samningar nást um endalok átaka. Boðað hefur verið til neyðarfundar í París í dag vegna framgöngu Donald Trump Bandaríkjaforseta. 17. febrúar 2025 06:51