Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Rafn Ágúst Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 17. febrúar 2025 19:09 Albert Jónsson segir vendingar í alþjóðamálunum ekki koma til með að hafa áhrif á varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur í alþjóðamálum segir ummæli æðstu ráðamanna í Bandaríkjunum bera þess merki að athygli þeirra beinist sífellt meira að Kína og Kyrrahafsinu. Bandaríkin hyggist ekki yfirgefa Evrópu eða Atlantshafsbandalagið en Evrópa þurfi í auknum máli að sinna vörn álfunnar sjálf. Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum, segir það morgunljóst að varanlegum friði í Úkraínu verði ekki komið á án aðkomu Úkraínumanna. Utanríkisráðherra Rússlands fundar með fulltrúa Bandaríkjanna á morgun og segir ekki koma til greina að hleypa Evrópu að samningaborðinu. Úkraínuforseti segir að þjóð hans muni ekki samþykkja niðurstöður friðarviðræðna sem hún taki ekki þátt í. Fyrst og fremst könnunarleiðangur Ráða megi það úr ummælum Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna á dögunum að fundur hans og Sergejs Lavrov utanríkisráðherra Rússland í Sádí-Arabíu á morgun sé fyrst og fremst könnunarviðræður til að reyna á það hvort Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafi raunverulegan vilja til að hefja friðarviðræður. Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu og eiginkona hans eru stödd í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í opinberri heimsókn. Þrátt fyrir nálægðina við fundarstað Rússlands og Bandaríkjanna hefur hann ekki fengið boð. „Rússar hafa ekki lagt margt jákvætt til málanna að svo komnu en við skulum sjá til,“ sagði Albert í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bandaríkjamenn draga úr umsvifum sínum í Evrópu Albert segir spennu í samskiptum ráðamanna í Bandaríkjunum og Evrópu greinilega og að það sé helst tvennt sem henni valdi. „Annars vegar er þetta tal um að Evrópuríkin verði ekki með í viðræðum um Úkraínu, hins vegar er veruleg breyting orðin í alþjóðakerfinu sem birtist í því að athygli og atorka Bandaríkjanna muni í síauknum mæli færast til Asíu, Kyrrahafs. Þar er það Kína sem er annað valdamesta ríkið í heiminum á eftir Bandaríkjunum. Að sjálfsögðu nær það athygli Bandaríkjanna. Þessi breyting á alþjóðakerfinu leiðir til þess að Bandaríkjamenn vilji draga úr þáttöku í vörnum Evrópu vegna þess að þeir vilja einbeita sér að Kyrrahafinu,“ segir hann. „Þeir eru ekki að fara úr Evrópu. Þeir eru ekki að yfirgefa NATO en þeir vilja draga verulega úr og það þýðir að Evrópuríkin þurfa verulega að taka sig á í varnarmálum,“ segir Albert. Ísland enn landfræðilega mikilvægt Hvaða áhrif hefur þetta á Ísland? „Að mínu mati hefur það að Bandaríkin dragi úr umsvifum sínum í Evrópu ekki áhrif á varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna. Það hefur margt breyst en það tengist áfram lykilhagsmunum Bandaríkjanna, öryggishagsmuna Bandaríkjanna á norðurslóðum,“ segir Albert. Landfræðileg lega Íslands sé enn mikilvæg í augum ráðamanna í Hvíta húsinu. NATO Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira
Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum, segir það morgunljóst að varanlegum friði í Úkraínu verði ekki komið á án aðkomu Úkraínumanna. Utanríkisráðherra Rússlands fundar með fulltrúa Bandaríkjanna á morgun og segir ekki koma til greina að hleypa Evrópu að samningaborðinu. Úkraínuforseti segir að þjóð hans muni ekki samþykkja niðurstöður friðarviðræðna sem hún taki ekki þátt í. Fyrst og fremst könnunarleiðangur Ráða megi það úr ummælum Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna á dögunum að fundur hans og Sergejs Lavrov utanríkisráðherra Rússland í Sádí-Arabíu á morgun sé fyrst og fremst könnunarviðræður til að reyna á það hvort Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafi raunverulegan vilja til að hefja friðarviðræður. Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu og eiginkona hans eru stödd í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í opinberri heimsókn. Þrátt fyrir nálægðina við fundarstað Rússlands og Bandaríkjanna hefur hann ekki fengið boð. „Rússar hafa ekki lagt margt jákvætt til málanna að svo komnu en við skulum sjá til,“ sagði Albert í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bandaríkjamenn draga úr umsvifum sínum í Evrópu Albert segir spennu í samskiptum ráðamanna í Bandaríkjunum og Evrópu greinilega og að það sé helst tvennt sem henni valdi. „Annars vegar er þetta tal um að Evrópuríkin verði ekki með í viðræðum um Úkraínu, hins vegar er veruleg breyting orðin í alþjóðakerfinu sem birtist í því að athygli og atorka Bandaríkjanna muni í síauknum mæli færast til Asíu, Kyrrahafs. Þar er það Kína sem er annað valdamesta ríkið í heiminum á eftir Bandaríkjunum. Að sjálfsögðu nær það athygli Bandaríkjanna. Þessi breyting á alþjóðakerfinu leiðir til þess að Bandaríkjamenn vilji draga úr þáttöku í vörnum Evrópu vegna þess að þeir vilja einbeita sér að Kyrrahafinu,“ segir hann. „Þeir eru ekki að fara úr Evrópu. Þeir eru ekki að yfirgefa NATO en þeir vilja draga verulega úr og það þýðir að Evrópuríkin þurfa verulega að taka sig á í varnarmálum,“ segir Albert. Ísland enn landfræðilega mikilvægt Hvaða áhrif hefur þetta á Ísland? „Að mínu mati hefur það að Bandaríkin dragi úr umsvifum sínum í Evrópu ekki áhrif á varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna. Það hefur margt breyst en það tengist áfram lykilhagsmunum Bandaríkjanna, öryggishagsmuna Bandaríkjanna á norðurslóðum,“ segir Albert. Landfræðileg lega Íslands sé enn mikilvæg í augum ráðamanna í Hvíta húsinu.
NATO Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira